Íslensk skáldverk

Heimsmeistari

Í miðju köldu stríði öttu fulltrúar stórveldanna kappi um heimsmeistaratitil í skák í smáborginni Reykjavík. Sigurvegarinn ungi var sérvitur en eignaðist þó vinskap heimafólks sem löngu síðar bjargaði honum úr ógöngum. Knöpp og kynngimögnuð saga um snilling sem er ævifangi síns hrjúfa lundernis, listilega samin af sagnameistaranum Einari Kárasyni.

Hinum megin við spegilinn

Í þessu safni 17 smásagna og örsagna er ekkert sem sýnist. Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós. Kári bar sigur úr býtum í samkeppninni Nýjar raddir 2023.

Hrafnskló

Kinga Jedynak er sextán ára. Pabbi hennar lést í vinnuslysi þegar hún var tólf ára og síðan þá hefur mamma hennar unnið myrkranna á milli til að framfleyta þeim. Kinga var rekin úr Hólabrekkuskóla fyrir ofbeldi og á kærasta sem er dópsali. En hún er enginn vitleysingur.

Hús hinna sívölu ganga

Samvöxnu tvíburarnir Lotta og Myrra leita skjóls á Reykjalundi undan ofstækisfullum föður þeirra og sértrúarsöfnuðinum sem hann leiðir. Þar vonast þær eftir vísbendingum um móður þeirra í skiptum fyrir hættulega skurðaðgerð. Jafnframt verða þær að forðast að verða næstu fórnarlömb skæramorðingjans alræmda. Kostulegt og hrollvekjandi persónusafn.

Hvítalogn

Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?

Höfuðlausn

Yfirsjúkraþjálfari á hjúkrunarheimili kynnist öldungi sem ákveður að trúa honum fyrir leyndarmáli aftan úr þoku aldanna áður en hann hverfur þangað sjálfur. Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aftökuna á Íslandi, sögumennirnir eru fjórir og eiga það sameiginlegt að heita Jón og burðast með sannleika sem þá hefur skort hugrekki til að opinbera.

Högni

Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.

Höllin á hæðinni

Þegar besta vinkona Sögu erfir hús eftir afa sinn á Eyrarvík, Berntsenhöllina, lítur hún á það sem einstakt tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt. Saga flytur úr borginni til Eyrarvíkur á Vestfjörðum, í samfélag sem er fámennt og náið og þar sem aðkomufólk er sjaldséð.

Kjöt

Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistar­heimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. – Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.

Kletturinn

Tuttugu ár eru síðan Gúi hrapaði í klettinum og síðan hafa vinir hans, Einar og Brynjar, þurft að lifa með því áfalli. Hvað gerðist? Það hafa þeir aldrei rætt, en nú verður ekki lengur komist undan uppgjörinu. Heillandi og spennandi skáldsaga um fyrirgefningu, siðferðisspurningar og vináttu karla.

Kuldi

Ung stúlka ræðst til starfa á unglingaheimili á áttunda áratug liðinnar aldar en dvöl hennar þar á eftir að umbylta lífi hennar. Þegar ungur maður fer löngu síðar að rannsaka starfsemi heimilisins taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans.

Kyrr kjör

Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar. Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983 byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma.

Land næturinnar

Eftir þungt áfall á Íslandi hafa örlögin beint Þorgerði í faðm Herjólfs kaupmanns sem er á leið með varning sinn austur til Garðaríkis. Þar bíða þeirra launráð og lífsháski og brátt skilur Þorgerður að það getur krafist meira hugrekkis að lifa en deyja. Áhrifarík og æsispennandi saga að hætti Vilborgar, ævintýraför á slóðir víkinga í Austur-Evrópu.

Lexíurnar

stafrófskver

Hér er tekið mið af bókmenntaformi stafrófskveranna gömlu, kennslubóka sem höfðu það hlutverk að vígja börn og ungmenni inn í töfraheima leslistarinnar. Með óvanalegum verkum sem leika á mörkum hins uppdiktaða og sanna, skáldskapar og fræða, hefur höfundurinn skapað sér sérstöðu í íslenskum bókmenntum.