Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Hælið

Þegar undarlegir hlutir eiga sér stað á heimili nærri gamla Kópavogshælinu fer Uglu að gruna nágranna sinn um græsku. Skilaboð berast frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli og Ugla fer að sjá fólk sem enginn annar sér. Henni verður ljóst að fjölskylda hennar er í mikilli hættu. Hælið er hrollvekjandi skáldsaga sem fær hárin til að rísa.

Höggið

Ung kona vaknar á minnislaus á sjúkrahúsi. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fær á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera. Hún leggur upp í ferðalag inn í fortíð sína þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast. Unnur hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir söguna.

Í miðju mannhafi

Átta smásögur úr samtímanum, litaðar hlýju, húmor, angur­værð og hreinskilinni nálgun á karlmennsku: Ör­þrifa­ráð til að safna skeggi, óbærilegt stefnumót og hvernig má niður­lægja aðra í góðu gríni. Í miðju mannhafi er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í hand­rita­samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021.

Jarðvísinda­kona deyr

Erlendur auðjöfur reisir kísilver í afskekkta þorpinu Selvík sem er á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Forvitni Margrétar er vakin þegar ung jarðvísindakona finnst látin í bíl sínum á heiðinni og óvæntir atburðir eiga sér stað á þessum friðsæla stað. Sjálfskipaði kvenspæjarinn rekur hvern þráð sem á vegi hennar verður og unir sér engrar hvíldar fyrr en sannleikurinn lí...

Kolbeinsey

Maður nokkur ákveður að heimsækja æskuvin sinn, sem hefur verið lagður inn á geðdeild sökum þunglyndis. Þeir skipuleggja strok og leggja á flótta. Í kjölfarið hefst æsilegur eltingarleikur um landið þvert og endilangt. Bergsveinn Birgisson er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar.

Konan hans Sverris

Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Laus úr erfiðu hjónabandi lítur Hildur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo vel að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Þetta er samtímasaga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Konan sem allt­af gekk á undan

Sögusvið í smásögum Ingimundar er kunnuglegt en teygir sig reyndar einnig til annarra landa. En rétt eins og höfundi lætur vel að skyggnast inn í ólgandi óreiðuna í hugum sögupersóna sinna vítt og breitt um veröldina, á ekki síður við hann að stíla fallegar stemningar um sína hjartans vini í ríki dýra, fugla, skordýra og plantna á Íslandi.

Konan sem elskaði fossinn

Sigríður í Brattholti

Sigríður í Brattholti (1871–1957) er einn kunnasti náttúruverndarsinni Íslandssögunnar. Hún bjó alla sína ævi í nágrenni við Gullfoss og þegar upp komu hugmyndir um að virkja fossinn hóf hún ein og óstudd baráttu gegn þessum áformum, baráttu fyrir málstað sem hún var tilbúin að fórna lífinu fyrir.

Kóperníka

Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og börn hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir, er rekinn frá störfum og rannsakar nú lát besta vinar síns. Kóperníkus grunar fyrrverandi samstarfsfólk sitt á spítalanum um græsku en niðurstaðan virðist ekki í augsýn. Sölvi Björn er einn athyglisverðustu höfunda okkar og hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ...

Kynslóð

Hin tvítuga Maríanna vinnur í Skálanum, skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ... Stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem ekki er allt sem sýnist.

Laun­sát­ur

Hér glíma rann­sóknar­lög­reglu­konan Soffía og fyrrverandi eigin­maður hennar, sál­fræð­ing­urinn Adam, við margslungið glæpamál. Saman rannsaka þau hverja vísbendinguna á fætur annarri í skugga Covid-19-faraldursins sem lamar lögreglustöðina og litar allt samfélagið. Bækur Jónínu um eftirlaunakonuna Eddu hafa notið mikilla vinsælda. Hér kynnir hún nýjar og spe...

Ljósgildran

Dularfullur aðkomumaður gengur inn á hótel um miðjan vetur og þeytir skáldinu H.M.S. Hermanni inn í iðu atburða þar sem tekist er á um völd og metorð. Í þessu mikla verki segir frá harmrænum ástum ungra hjóna um leið og íslensku stjórnmála- og menningarlífi er lýst á afhjúpandi hátt. Stórbrotin skáldsaga sem fangar umbrotaskeið í sögu þjóðar.

Lok, lok og læs

Ekkert heyrist frá auðugri fjölskyldu sem nýflutt er á afskekktan sveitabæ. Hvað kom fyrir fólkið? Lögreglan rannsakar málið en á sama tíma fær lesandinn innsýn í líf fjölskyldunnar – þar sem ekki er allt sem sýnist. Yrsa í toppformi!

Lög unga fólksins

Hnyttnar smásögur sem þó snerta á alvörumálum. Fortíðin er ekki langt undan; síðasta lag fyrir fréttir ómar úr gömlu Telefunken-útvarpstæki; fólk sýður bjúgu og hangikjöt; stöku menn halda kindur í fjárkofa heima við hús sín í bænum. Höfundur hefur áður sent frá sér fræðirit, ferðaþætti og fróðleikspistla í bókum og tímaritum.

Lökin í golunni

Örlagasaga tveggja systra

Lökin í golunni er örlagasaga systra sem mæta hörðum heimi stríðsáranna við andlát móður sinnar. Yfirvöld sundra fjölskyldunni og fátækt og niðurlæging blasir við stúlkunum. Sagan er að hluta reist á atburðum sem í raun og veru áttu sér stað. Engu að síður kýs höfundurinn að líta á verkið sem hreinan skáldskap, með sögulegu ívafi.

Mannavillt

Dularfull dauðsföll gamalla vinnufélaga og gáleysislegt tal á bar setja furðulega atburðarás af stað. Mannavillt er nýstárleg íslensk glæpasaga þar sem lesandinn sogast inn í æsilega og blæbrigðaríka frásögn. Þessi fyrsta sakamálasaga höfundar hefur hlotið góða dóma.

Merking

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn réttlátara. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins, margradda verk um pólar...

Meydómur

– sannsaga –

Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.