Blóðbönd Galdra-Imba
Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.