Íslensk skáldverk

Síða 3 af 7

Blóðbönd Galdra-Imba

Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.

Gestir

Þegar ókunnug læða gýtur kettlingi heima hjá Unni neyðist hún til að veita köttunum skjól og hlúa að þeim ásamt eiganda þeirra, Ástu. Með konunum tveimur tekst óvænt vinátta og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.

Gleymd

Erna er 27 ára, vinnur hjá bókaforlagi og fær það verkefni að rita ævisögu Evu sem lengi bjó í Danmörku og varð þar þekktur rithöfundur. Eva á litríkt líf að baki en er nú flestum gleymd. Hún er orðin veik, einmana og full haturs og hefnigirni og ætlar að koma höggi á fyrrum félaga sína.

Hefnd Diddu Morthens

Starfsferill Diddu Morthens er að engu orðinn, börnin löngu farin að heiman og eiginmaðurinn er úrvinda öll kvöld. Hún hangir í tölvunni til að drepa tímann og dag einn býr hún til gervimenni á netinu til að hefna sín á gamalli bekkjarsystur. Sprenghlægileg saga sem fékk fyrstu verðlaun í handritasamkeppni Forlagsins.

Skuggabrúin Heiðmyrkur

Í Heiðmyrkri lýkur Ingi Markússon sögunni sem hófst með Skuggabrúnni og hélt áfram í Svikabirtu, bókum sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof. Heiðmyrkur bindur þríleikinn saman í myrkri frásögn á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar - sögu um vináttuna og hefndina; lífið og eilífðina; vitundina og vélina...

Hin helga kvöl

Hin helga kvöl er þrettánda bókin um rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans. „Snilldar flétta. Besta bókin hingað til. 100% Stefán Máni“ – Árni Matthíasson, menningarblaðamaður.

Hulda áfallasagan

Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi.

Huldukonan

Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík. Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins.

Hyldýpi

Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.