Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Morðið í Öskjuhlíð

Þrettánda bókin um Stellu Blómkvist gerist árið 1995 þegar hún er nýútskrifuð og fæst við dularfullt hvarf rannsóknarblaðamanns sem snýst upp í snúna morðgátu sem teygir anga sína víða og við sögu koma valdamiklir aðilar sem svífast einskis. Stella er söm við sig, kjaftfor og úrræðagóð og berst fyrir lítilmagnann vopnuð innsæi og spakmælum mömmu.

Reimleikar

Fimmta glæpasaga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og þeirra lið.

Sextíu kíló af kjaftshöggum

Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljósglætur eins og óvæntan unað ástarinnar. En dag einn vilja stórhuga framtíðarmenn kaupa gömlu Skriðujörðina af fóstra Gests. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021, líkt o...

Skaðræði

Austur á Fjörðum er útigangsfé skotið á færi fyrir tilstilli Matvælastofnunar. Viðskilnaðurinn er engum til sóma og aðfarirnar verkja furðu og viðbjóð heimamanna.

Snarkið í stjörnunum

Ættarsaga og blíðleg minningabók sjö ára drengs í Reykjavík um 1970. Fylgst er með lífi hans og föður í kjölfar móðurmissis, samskiptum við vini og hrekkjusvín og komu þöglu sjúpunnar inn í líf þeirra. Saman við söguna tvinnast brot úr lífi ólíkra kynslóða í gleði og sorg. Snarkið er saga um ástina í ýmsum myndum og sundrunina sem getur orðið

Sólrún: saga um ferðalag

,,Ég velti því oft fyrir mér hvort laufin verði þess vör þegar þau byrja að fölna. Hvort litabreytingin komi aftan að þeim. Verða þau hissa þegar þau falla niður eða eru þau þá þegar horfin sjálfum sér?“

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Bæði tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.

Svar við bréfi Helgu

Ný kápa á sívinsælli bók sem nú hefur verið kvikmynduð.

Úti

Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. Úti var ein mest selda bókin árið 2021.

Vængjalaus

Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja.

Ýmislegt um risafurur og tímann

Sögumaður rifjar upp viðburðaríka sumardvöl sína í Noregi þegar hann var 10 ára. Drengurinn lifir í frjóum hugarheimi sem hann skapar jafnóðum, draumar og persónulýsingar einkennast af barnslega auðugu ímyndunarafli. Hann leikur við norska vini en líka við Tarzan og Léttfeta, enska og þýska tindáta. Og inn í líf hans halda Bítlarnir innreið sína.

Þegar kóngur kom

Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af og sjá Jón Borgfjörð, lögregluþjónn bæjarins, og Jón Hjaltalín, landlæknir, um hana. Þeim til fulltingis er skó...

Öxin og jörðin

Með aftöku Jóns Arasonar og sona hans hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á Íslandi. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklinga stíga ljóslifandi fram úr þoku fortíðar. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003.