DNA
DNA er fyrsta bók Yrsu Sigurðardóttur um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan og einnig Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta glæpasagan í Danmörku. Bókin er núna endurútgefin í tilefni af sýningu sjónvarpsseríunnar Reykjavík 112 sem byggð er á DNA.