Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Trúnaður

Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur.

Tugthúsið

Þegar sýslumenn vildu fá að hengja lausgangara landsins kom tilskipun frá danska kónginum um að reisa tugthús. Næstu áratugi hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól við hörmulegar aðstæður. Áleitin skáldsaga sem varpar ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra.

Tættir þættir

Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus.

Usli

Gjálífi, þrætur og þras

Ásmundur Gunnlaugsson fæddist 1789, lærði til prests og fékk síðan brauð á Siglufirði. Hann var drykkfelldur og átti í miklum erjum við sveitunga sína – oftar en ekki vegna þess að hann þótti mikill kvennaljómi og notfærði sér það. Hann missti embætti, hrökklaðist yfir í Skagafjörð, hélt þar uppteknum hætti og átti margbreytilegt líf og kostulegt.

Úti

Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af.

Útsýni

Sigurlilja er ung kona „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hennar hlut að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna.

Varnarlaus

Sálfræðingurinn Adam er rétt mættur í vinnuna þegar barni er rænt úr afgreiðslunni. Skömmu síðar platar fyrrverandi eiginkonan Soffía hann til að taka að sér flókið og vafasamt mál fyrir lögregluna. Varnarlaus er önnur sagan um Adam og Soffíu en sú fyrsta, Launsátur, hlaut frábærar viðtökur.

Við erum bara að reyna að hafa gaman

Hvers vegna er Doritos þjóðarsnakk Íslendinga? Hvað getum við lært um ást af kvikmyndinni Groundhog Day?Af hverju eigum við að varast drauma okkar? Og af hverju er svona erfitt að reyna að hafa gaman? Í þessari bráðskemmtilegu bók reynir Halldór Armand að svara þessum spurningum og fjölda annarra.

Vængjalaus

SSSól í Sjallanum, döggvott gras í íslenskri sumarnótt, nætursund og allt sem hefði getað orðið ... Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja.

Yfirsjónir

Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.

Yrði það ekki dásamlegt ...

Rithöfundurinn Saga Hugadóttir kannar uppruna meintra kraftaverkalækninga á afskekktum sveitabæ. Nostalgía og notalegheit ásamt uppgjöri við dauðann og gamla drauga varða leið að uppgötvun sem hana óraði ekki fyrir. „Spennusaga um hugann, fékk gæsahúð í 21 sek. við að lesa síðustu setninguna, mæli 100% með henni!" - Matti Ósvald, atv.markþjálfi.

Ýmislegt um risafurur og tímann

Sögumaður rifjar upp viðburðaríka sumardvöl í Noregi þegar hann var 10 ára. Drengurinn lifir í frjóum hugarheimi, draumar og persónulýsingar einkennast af barnslega auðugu ímyndunarafli. Hann leikur við vini sína og Tarzan og Léttfeta, enska og þýska tindáta. Og Bítlarnir koma inn í líf hans. Fjórða skáldsaga höfundar, frá árinu 2001.

Þagnarmúr

Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn.

Þegar kóngur kom

Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010.

Þetta rauða, það er ástin

Elsa ætlar að verða listamaður þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. En það krefst fórna. Áhrifarík saga um unga konu sem berst fyrir því að láta drauma sína rætast en ber eftir það sár sem hún getur ekki rætt við nokkurn mann. Ragna hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar, nú síðast sagnasafnið Vetrargulrætur.

Þræðir í lífi Bertu

Kona freistar þess að vinna sig út úr sálarháska með því að skrásetja lífssögu sína í samhengi við sögu stórfjölskyldu sinnar og sveitunga. Áratugirnir sem þessi látlausa og fagra frásögn spannar gefa lesendum tilfinningu fyrir óstöðvandi framgangi tímans og þeirri fléttu sársauka og gleði, ógna og sigra sem hverfult mannslíf er.

Smásögur

Þær líta aldrei undan

Nunca apartan la mirada

Smásagnasafn eftir fréttaritarann og leiðsögumanninn Kristin R. Ólafsson. Sögurnar spanna allt frá glæpum og harmgáska til hins dularfulla, ef ekki dulúðlega, þar sem fyrir kemur morðingi í Garðabæ, sveimhuga Bóluhjálmar og konur sem líta aldrei undan. Ritað á mergjaðri íslensku Eyjamannsins. Tvímála bók, ísl. og spænsk.

Þöglu myndirnar / Pensilskrift

Smáprósar I og II

Í sagnaveröld Gyrðis Elíassonar getur allt gerst. Í þessu tímamótaverki sem geymir 377 smáprósa rúmast ógrynni af persónum, sögum, þankabrotum, atburðum og hvers kyns spunaþráðum. Áföll og eftirsjá, fyrirboðar og feigð, ógn og eftirvænting, ást og andstæður. Tveggja binda lestrarupplifun sem hægt er að gleyma sér við í tíma og ótíma.