Íslensk skáldverk

Trúnaður

Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur.

Tugthúsið

Þegar sýslumenn vildu fá að hengja lausgangara landsins kom tilskipun frá danska kónginum um að reisa tugthús. Næstu áratugi hírðust konur og karlar í Tugthúsinu við Arnarhól við hörmulegar aðstæður. Áleitin skáldsaga sem varpar ljósi á lífið í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar, aumustu þegna landsins og valdhafana sem sýsluðu með örlög þeirra.

Tættir þættir

Þrjátíu og sjö áður óbirtir þættir sem fara úr einu í annað um hitt og þetta. Þar á meðal reynslusögur, minningar, athuganir, viðhorf, áhorf, sagnir og smælki. Auk þess nokkrar ferilskrár. Meðal efnis: Nytjadraumar, Snorralaug í Helgadal, Nokkrar Bessastaðasögur, Þrír Halldórar, Skakkur ansats, Hirðskáldið, Hirðfíflið, Kristmann og Ursus.

Usli

Gjálífi, þrætur og þras

Ásmundur Gunnlaugsson fæddist 1789, lærði til prests og fékk síðan brauð á Siglufirði. Hann var drykkfelldur og átti í miklum erjum við sveitunga sína – oftar en ekki vegna þess að hann þótti mikill kvennaljómi og notfærði sér það. Hann missti embætti, hrökklaðist yfir í Skagafjörð, hélt þar uppteknum hætti og átti margbreytilegt líf og kostulegt.

Úti

Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af.

Útsýni

Sigurlilja er ung kona „sem passar ekki inn í normið“, eins og móðir hennar segir, og gædd óvenjulegri gáfu sem einfaldar ekki líf hennar. Þegar Teresa frænka hennar á Bakkafirði deyr kemur í hennar hlut að fara þangað norður og ganga frá dánarbúinu. Þá kemur í ljós að allir hafa eitthvað að fela – og sýna.

Vængjalaus

SSSól í Sjallanum, döggvott gras í íslenskri sumarnótt, nætursund og allt sem hefði getað orðið ... Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja.

Yfirsjónir

Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.

Þagnarmúr

Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn.

Þegar kóngur kom

Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010.