Íslensk skáldverk

Síða 5 af 7

Marginalía

Mörgum árum eftir að leiðir þeirra skildu hittast íslenskufræðingurinn Styrkár og blaðakonan Garún í Eddu, nýju heimili handritanna og húsi íslenskunnar. Ljós flökta, hurðir opnast og lokast án sýnilegrar ástæðu og ógnandi nærvera gerir vart við sig. Skyndilega eru Styrkár og Garún læst inni og verða að vinna saman til að komast aftur út.

Mín er hefndin

Þegar Bergþóra í Hvömmum finnur lík á víðavangi sér hún strax að maðurinn hefur verið myrtur. Hún veit að ýmsir báru heiftarhug til hans eftir réttarhöld þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu. Sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur.

Morð og messufall

Fyrsta atvinnuviðtal Sifjar, nýútskrifaðs guðfræðings, fer ekki eins og hún hafði vonað. Eftir að þau sóknarpresturinn ganga fram á lík við altarið er henni boðin tímabundin staða kirkjuvarðar frekar en prestsembætti. Hún einsetur sér að sanna sig en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í sókninni. Sprenghlægileg glæpasaga.

Móðurást: Sólmánuður

Einstakir töfrar leika um skáldaða frásögn höfundar af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er þriðja bókin í verðlaunaflokknum. Systurnar Oddný og Setselja eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það verður stúlku um megn er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.

Mýrin

Þessi sívinsæla bók Arnaldar Indriðasonar markaði tímamót þegar hún kom út árið 2000; fyrsta íslenska glæpasagan sem náði verulegri hylli heima og erlendis og hefur haldið gildi sínu alla tíð. Hér fæst lögregluþríeykið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg við erfitt sakamál sem teygir anga sína inn í myrka fortíð. Katrín Jakobsdóttir ritar eftirmála.

Ofsögur

Í bók þessari birtast tuttugu og níu smásögur og þættir sem snerta ýmsar hliðar mannlífsins. Íslensk náttúra og sígild tónlist eru hvort tveggja höfundi hugleikin. Í frásögnunum glittir í lúmska fyndni þar sem breyskleika hins daglega lífs er lýst á nærgætinn hátt. Skopskyn höfundar hefur aldrei notið sín betur.

Orðabönd

Dregnar eru upp margræðar myndir úr lífi og hugarheimi, þar sem orð mynda brú á milli minninga, drauma og veruleika. Í bókinni fléttast smásögur, örsögur og ljóð saman í sex bálka: Afturblik, Himnaró, Svifbrot, Hugarstillu, Sálarsáldur og Ljósför. Fimm raddir mætast í einum samstilltum hljómi.

Ragnarök undir jökli

Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.

Sálnasafnarinn

Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham.