Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Snerting

Kristófer leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn á tímum veirunnar til að hitta konu sem han kynntist 50 árum fyrr en hvarf skyndilega úr lífi hans. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið. Bókin var söluhæsta bók ársins 2020.

Stol

Ráðvilltur ungur maður kemur heim til Íslands til að annast dauðvona föður sinn. Heilaæxli hefur rænt hann mörgu sem áður var sjálfgefið og þegar feðgarnir halda saman í bílferð út úr bænum hafa hlutverk þeirra snúist við. Stol er áhrifamikil saga, skrifuð af einstakri hlýju og léttleika, um samskipti feðga sem þurfa að takast á við glataðar aðstæður – og kveðjast.

Stóra bókin um sjálfs­vorkunn

Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistar­námi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjöl­skyldu­leyndarmál elta hann hvert fótmál. Áhrifa­mikil saga um ungan mann sem bisar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Fyrsta skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar sem þegar hefur hlotið frábærar viðtökur gagn­rýn...

Stórfiskur

Íslenskur hönnuður búsettur erlendis fær það verkefni að hanna merki sjávarútvegsfyrirtækis. Hann slær tvær flugur í einu höggi, snýr heim til að kynna sér starfsemina og leita sér lækninga við dularfullu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvort tveggja tekur mun lengri tíma en til stóð. Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó og á þurru landi.

Stúlkan með rauða hárið

Rannsóknarlögreglukonan Anna finnur lík í einu af síkjum Gautaborgar. Íslensk stúlka fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur sporlaust stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er þess fullviss um að málin tengist og og vinnur í kappi við tímann í þeirri von að hún leysi málið áður en morðinginn lætur aftur til skarar skríða.

Svefngarðurinn

Sögurnar í Svefngarðinum eru ólíkar en tengjast þó ýmsum þráðum. Saman mynda þær ferðalag gegnum tímann – allt frá upphafi síðustu aldar til fjarlægrar framtíðar. Afskræmdir minningarheimar og svikul undirmeðvitundin gera skilin milli draums og veruleika æði óskýr. Fyrsta bók þessa unga og áhugaverða höfundar, 500 dagar af regni, kom út í fyrra og vakti verðskuldaða athygli. Hé...

Sykur

Þegar virtur embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að rannsókn málsins tekur óvænta stefnu. Sigurdís þarf einnig að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í brotinni æsku hennar.

Systu megin

Hárbeitt og meinfyndin skáldsaga um utangarðsfólk sem fær hér bæði rödd og ásýnd. Systa býr ein í kjallarakompu og dregur fram lífið með dósasöfnun, en þegar henni býðst aukið öryggi í skiptum fyrir frelsi er úr vöndu að ráða. Ærslafullur stíll Steinunnar Sigurðardóttur gefur verkum hennar einstakan blæ og nú bætist Systa í hóp ógleymanlegra persóna sem hún hefur skapað.

Sögur úr Síðunni

Sögur úr Síðunni opna lesendum glugga inn í horfinn heim sem er býsna framandi þótt hann sé ekki ýkja fjarlægur í tíma, heim íslensks sveitalífs um það bil sem „allt landið er að búa sig undir að flytja til Reykjavíkur án þess að gera sér grein fyrir því.“ Leiftrandi kímni og eftirminnilegar persónur einkenna sögurnar.

Tengda­dóttirin

Sæla sveit­ar­innar

Þegar Hjálmar Þorgeirsson kemur heim frá Noregi og ætlar að sækja unnustu sína og son í greipar Sigurfljóðar, fyrrverandi heitkonu sinnar, grípur hann í tómt. Sæla sveitarinnar er lokabindið í Tengda­dótt­ur­inni sem segir frá ástum og örlögum jafnt sem daglegu lífi til sveita í byrjun 20. aldar.

Tilfinningar eru fyrir aumingja

Til að bregðast við yfirvofandi miðaldrakrísu fær Halla vini sína til að stofna með sér metalband. Það þarf að redda mörgu en erfiðastur er alvarlegur skortur á tónlistarhæfileikum. Samhliða þessu geisa stormar í einkalífi Höllu sem valda stöðugu tilfinningatjóni.

Tjáning

Sellóleikarinn Gunnar Kvaran er löngu landsþekktur fyrir störf sín á vettvangi tónlistarinnar. Gunnar er prófessor emeritus við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hann hefiur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í tónlist og að mannúðarmálum. Tjáning er fyrsta bók Gunnars og geymir hugleiðingar um tónlist, trú og tilveruna auk nokkurra ljóða.

Umfjöll­un

Átta stór­skemmti­legar og listilega stílaðar sögur úr fortíð og samtíð frá meistara smásögunnar. Þórarinn Eldjárn er fundvís á for­vitni­leg sjónarhorn og fjallar hér af glögg­skyggni um fólk og furður fyrr og nú – og ljóstrar upp um ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi. Sögu­persón­urnar eru eftirminnilegar, viðfangs­efnin fjölbreytt og húmor...

Út að drepa túrista

Leiðsögumaðurinn Kalman lendir í martraðarkenndum Suðurstrandartúr með rútu fulla af ferðamönnum, þar sem veðrið er viðbjóður, farþegarnir finnast myrtir einn af öðrum og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur. Egghvöss og ísmeygilega fyndin glæpasaga mitt úr brjálæði massatúrismans.

Úti

Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. Hér sýnir Ragnar á sér nýja hlið í sannkölluðum sálfræðitrylli sem heldur lesandanum á tánum allt til enda.

Vendipunktar

Hvar í lífinu leynast vendipunktarnir sem geta sett okkur út af sporinu og markað nýtt upphaf eða óvænt endalok? Í sjö áhrifaríkum smásögum opnar höfundur lesendum dyr að tímabundnum viðkomustöðum margra ólíkra persóna. Reykjavík nútímans, gamalt hótel í New York, afskekkt sjávarpláss á Íslandi, eldhús fáránleikans á grískri eyju og bókastofa eftirlaunamanns eru þar á meðal. Ór...

Vetrarmein

Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Ari Þór Arason þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál.

Vinir ævilangt

ævi og vinátta Sæmundar fróða og Jóns helga

Bókin er fræðslu- og tilgátusaga um bernsku, nám og vináttu Sæmundar fróða í Odda á Rangárvöllum og Jóns helga Ögmundssonar frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, tveggja af merkustu mönnum Íslandssögunnar. Í frásögunni er stuðst við það sem vitað er um sögupersónurnar samkvæmt heimildum og umfjöllun fræðimanna en síðan fyllt upp í og bætt við með skynsamlegum ágiskunum.