Trúnaður
Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur.