Íslensk skáldverk

Síða 4 af 7

Ísbirnir

Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.

Klúbburinn Jól á Tenerife

Jól á Tenerife er sjálfstætt framhald Klúbbsins þar sem kraumandi ástríða tekur völd í hverjum kafla. Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar var starfræktur. Hún stendur á krossgötum þannig að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og eyða nokkrum vikum yfir hátíðarna...

Klúbburinn

Ljúflestur með kraumandi ástríðu. Dagarnir líða stefnulaust áfram. Söngkonan Adele er í aðalhlutverki á heimilinu með boðskap sinn um sorg og horfnar ástir. Hvers vegna ekki að lýsa yfir verkfalli á heimilinu? Það verður nú varla heimsendir þótt hún hristi ærlega upp í þessu öllu saman? Hvernig væri að byrja upp á nýtt og flytja norður með börnin?

Kúnstpása

Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar.

Kvöldsónatan

Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

Lausaletur

Dularfullur faraldur herjar á heimsbyggðina og á prentsafninu hefur ekki sést gestur vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Innra með þeim bærast langanir og eftirsjá. Þau vita ekki að einmitt þennan dag stendur borgin á heljarþröm, né að innan stundar muni óvæntur gestur birtast í anddyrinu.

Líf

Fjölskyldufaðir finnst látinn á heimili sínu og virðist hafa fallið fyrir eigin hendi. Við krufningu kemur í ljós örlítið frávik sem breytir öllu. Guðrún Ýr Ingimarsdóttir rannsóknarlögreglumaður tekur að sér málið. Hún er eldskörp en líka þrjósk og rekst gjarnan á veggi kerfisins. Í ljós kemur að þetta er aðeins upphafið að miklu stærri ráðgátu.