Íslensk skáldverk

Lindarbrandur

Lindarbrandurinn hefur staðið fastur í svörtum steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að Malena hafi tekið það...en hvar er hún? Amma hennar Rúna og málaliðinn Hervar hefja leit að henni - því hver ætti annars að gera það?

Læknir verður til

Í skáldsögunni Læknir verður til, er skyggnst á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum sem svipar um margt til þess sem við þekkjum hér á landi. Með blöndu raunverulegra frásagna og skáldskapar spyr sagan áleitinna spurninga jafnt um stöðu og framtíð heilbrigðismála.

Læknir verður til

Þrír ungir læknar mæta óvæntum áskorunum fyrstu ár sín í starfi. Á endalausum vöktum og yfirfullum deildum glíma þeir við hægfara tölvukerfi og mæta fjölskrúðugum persónum og aðstæðum sem neyða þá til að endurskoða fyrri lífsgildi og hugmyndir sínar um starfið.

Megir þú upplifa

Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum honum í gegnum ferðalög, endurminningar og hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans.

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?

Móðurást: Oddný

Oddný Þorleifsdóttir, fædd 1863, elst upp í Bræðratungu, í hópi duglegra og glaðsinna systkina. Lífsbaráttan er hörð. „Móðurfólk mitt hélt ekki dagbækur sem ég veit af, það afmáði ummerki, gekk svo snyrtilega um að það skildi ekki eftir sig efniskennd spor. Að skrifa söguna eru því drottinssvik við móðurfólk mitt, einnig skuld við það og þökk."

Næturheimsókn

Jökull Jakobsson var eitt vinsælasta leikskáld landsins og ástsæll útvarpsmaður. Ferilinn hóf hann hins vegar sem sagnaskáld og árið 1962 sendi hann frá sér smásagnakverið Næturheimsókn. Jökull hefði orðið níræður á árinu og af því tilefni kemur bókin út í nýrri útgáfu. Sögurnar gefa glögga innsýn í íslenskt samfélag á mótunarskeiði.