Innlyksa
Í Innlyksa sameinast þrjár höfundaraddir í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.
Síða 4 af 7
Í Innlyksa sameinast þrjár höfundaraddir í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.
Beint framhald af Bónorðunum tíu.
Spjallbók
Enn bregður höfundur á leik í nýrri spjallbók með örsögum, ljóðum og minningaleiftrum frá langri og viðburðaríkri ævi. Hann rabbar við lesendur í þeim stíl sem kallaður hefur verið causeries á útlensku jafnframt því að mæla fram gömul og ný ljóð.
Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.
Jól á Tenerife er sjálfstætt framhald Klúbbsins þar sem kraumandi ástríða tekur völd í hverjum kafla. Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar var starfræktur. Hún stendur á krossgötum þannig að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og eyða nokkrum vikum yfir hátíðarna...
Í hnédjúpri moldarholu í gömlum kirkjugarði standa tveir grafarar og spjalla um Jónatan jeminn, ævi hans og ástir allt til þess er hann braut sextugan hálsinn á bjórkassa. Annar grefur meðan hinn segir svakasögur af fólkinu sem þekkti Jónatan sáluga. Var honum sálgað eða dó hann af sleipum slysförum?
Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektarverðustu höfunda landsins. Í þessari kröftugu nóvellu er Jötunsteini kastað inn í heita umræðu um fegurð í borg sem er smám saman að hjúpast svartri klæðningu og gráu þverliggjandi bárujárni. Skörp og ögrandi saga.
Sígilt snilldarverk Kristínar Marju. Dramatísk og áhrifamikil örlagasaga ungrar stúlku í upphafi 20. aldar, saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður. Um leið er brugðið upp mynd af lífi og hlutskipti kvenna fyrr og síðar af einstöku innsæi.
Ljúflestur með kraumandi ástríðu. Dagarnir líða stefnulaust áfram. Söngkonan Adele er í aðalhlutverki á heimilinu með boðskap sinn um sorg og horfnar ástir. Hvers vegna ekki að lýsa yfir verkfalli á heimilinu? Það verður nú varla heimsendir þótt hún hristi ærlega upp í þessu öllu saman? Hvernig væri að byrja upp á nýtt og flytja norður með börnin?
Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar kafar ekkja hans djúpt í endurminningar sínar um stormasamar samvistir þeirra. Hún reynir að muna allt, fer úr einni minningu í aðra, þræðir þær upp á spotta sem svo slitnar þegar síst varir. Áhrifamikil skáldsaga, rituð af óvanalegum stílþrótti og myndauðgi.
Leiftrandi og óvenjuleg frásögn um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd.
Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar.
Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.
Dularfullur faraldur herjar á heimsbyggðina og á prentsafninu hefur ekki sést gestur vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Innra með þeim bærast langanir og eftirsjá. Þau vita ekki að einmitt þennan dag stendur borgin á heljarþröm, né að innan stundar muni óvæntur gestur birtast í anddyrinu.
Þorlákur Snjákason er flestum kunnur úr barnabókinni um hann Láka. Í Láka rímum birtist hann lesendum í nokkuð öðru ljósi en hér er að ræða sannkallað stórvirki frá rímnasmiðnum Bjarka Karlssyni sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir metsöluljóðabókina Árleysi alda.
Fjölskyldufaðir finnst látinn á heimili sínu og virðist hafa fallið fyrir eigin hendi. Við krufningu kemur í ljós örlítið frávik sem breytir öllu. Guðrún Ýr Ingimarsdóttir rannsóknarlögreglumaður tekur að sér málið. Hún er eldskörp en líka þrjósk og rekst gjarnan á veggi kerfisins. Í ljós kemur að þetta er aðeins upphafið að miklu stærri ráðgátu.
Kajakræðarar hverfa sporlaust vestur í Dýrafirði og lögregluteymið Ragna og Bergur eru sett í málið. Á sama tíma vinnur par frá Reykjavík að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri sem reynist eiga sér nöturlega sögu. Sjálfstætt framhald af Í djúpinu. Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa.
Sögukorn
Alda Sif og Sighvatur eru ung íslensk hjón sem búa í Lúxemborg á þenslutímunum fyrir hrun. Þau eru ólík en ástfangin. Hún er háttsett í banka, hann sér um heimilið og einkabarnið.