Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Morðið við Huldukletta

Stella Blómkvist tekur að sér að rannsaka morðið á syni umdeilds útrásarvíkings sem og dularfull bréf sem berast ungri konu frá látnum föður. Og áður en varir er hún komin á bólakaf í vafasamar viðskiptafléttur, svik og leyndarmál. Þetta er tólfta bókin um tannhvassa tálkvendið Stellu, sem nú gleður aðdáendur sína einnig í nýrri sjónvarpsþáttaröð.

Myrkrið milli stjarn­anna

Iðunn vaknar alltaf þreytt á morgnana. Vinir og fjölskylda hafa ráð á reiðum höndum en ekkert þeirra fær að heyra söguna alla; um leyndarmálin sem hrannast upp og stigmagnast, og myrkrið sem er ólíkt öðru myrkri. Hildur Knútsdóttir er þekkt fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Myrkrið milli stjarn­anna er fyrsta hrollvekja hennar fyrir ful...

Náhvít jörð

Á hvítum vetrarmorgni finnst yfirgefinn flutningagámur í Rauðhólum. Þegar hann er opnaður blasir hryllingurinn við: fimm lífvana konur sem hafa greinilega verið fluttar í þessum gámi yfir hafið. Hröð og hrollvekjandi saga um glæpamenn sem svífast einskis og fórnarlömb mansals, þræla nútímans. Þriðja spennusaga Lilju um þau Áróru og Daníel og fólkið í kringum þau.

Næturskuggar

Ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi og skilur eftir sig samfélag í sárum. Athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggðanna í einkalífi og starfi. Lögreglukonan Elma þarf að kljást við erfitt mál samhliða því að í ljós kemur að líf hennar mun aldrei verða sem fyrr.

Olía

Sex konur á ólíkum aldri samlagast ekki umhverfi sínu heldur rjúfa sífellt endurtekin mynstur og hella olíu á eldinn. Hér fáum við örstutt brot úr lífi hverrar og einnar, sem fléttast saman á óvæntan hátt. Svikaskáld skipa sex skáldkonur sem vakið hafa athygli fyrir verk sín: Þórdís Helgadóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ó...

Ó, Karítas

Þegar Bragi flytur með börnin í hinn friðsæla Búðardal á það að marka nýtt upphaf fyrir fjölskylduna. Hann grunar þó ekki hve fljótt hann muni hrífast af dularfullri konu í þorpinu. Undarlegir hlutir eiga sér stað á nýju heimili fjölskyldunnar og það verður ljóst að einhver ókennileg öfl leynast í Búðardal.

Óskilamunir

Sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst um brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er.

Rósa

Fyrir fjórum árum gekk Rósa í gegnum mikinn harmleik. Niðurbæld ofsareiði og minningabrot ryðjast smám saman upp á yfirborðið. Skyndilega eiga ógnvænlegir atburðir sér stað og Rósa sogast inn í framvindu sem hún hefur enga stjórn á. Hverjum getur hún treyst? Er henni sjálfri treystandi? Rósa er fyrsta flokks sálfræðitryllir sem rígheldur lesandanum allt fram á síðustu...

Sáttmálsörkin

Er sáttmálsörkin gereyðingarvopn? Hvers vegna var stór sáttmálsörk byggð fyrir tvær steintöflur með boðorðunum tíu? Eru til eftirlíkingar af sjö undrum veraldar í dag? Hvað var Gordíonshnúturinn? Framdi Kleópatra sjálfsmorð? Hvert var efni guðanna? Hvar er sáttmálsörkin í dag? Hér er hulunni svipt af mörgum helstu ráðgátum mannkyns.

Sextíu kíló af kjafts­höggum

Sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini. Gesti Eilífssyni þykir nútíminn arka of hægt um síldarsumur í Segulfirði. Hann er átján ára fyrirvinna fimm manna heimilis, fátæktin er sár en þó er ekki laust við ljós­glæt­ur eins og óvæntan unað ástarinnar. Loks eygir kotungurinn von um betra líf þegar stórhuga Norðmenn vilja kaupa gömlu Skr...

Sigur­verkið

Söguleg skáldsaga sem gerist syðst á Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt. Sagna­meist­ar­inn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raun­veru­legum atburðum og persónum sem stíga fram á sviðið í einstaklega trú&...

Silfurfossar

Kári er nýliði í lögreglunni á Hvolsvelli árið 2067. Tæknilegar framfarir hafa gert starfið tilbreytingarlítið og dauflegt. Allt breytist þegar Kári gengur óvænt inn á vettvang morðs á býlinu Silfurfossum og engin stafræn fótspor finnast. Kári og hin reynda Árný komast saman að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá heimilisfólki né hjá vélmennunum sem á býlinu starfa.

Síðasta barnið

Veturinn er harður og ofan á basl alþýðunnar bætist morðbrenna á Stokkseyri og skotárás á sýsluskrifstofunni á Eyrarbakka. Sem fyrr fléttast hlutskipti fátækra Sunnlendinga inn í líf sýslumannshjónanna sem þó eiga nóg með sitt. Studdur af Tryggva skrifara sínum þarf Eyjólfur að glíma við höfuðandstæðing sinn, óþokkann Kár Ketilsson sem bruggar sín viðbjóðslegu ráð. Embætti sýsl...

Síðustu dagar Skálholts

Sagnabálkur sem spannar aldarlanga sögu Skálholtssveita og endalok biskupsstóls í Skálholti. Sagan er skoðuð frá sjónarhóli hinna fátæku og við sögu koma kjaftforar kvensniptir, samkynhneigður prestur, nykurinn á Vörðufelli og Stefánungar ofan af Skaga. Kom upphaflega út í þremur bókum sem allar hlutu afbragðsdóma.

Skaði

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar hafa átt sér stað voveiflegir atburðir. Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa farið á annan veg en til stóð og ljóst er að margt býr undir yfirborði og ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína víða, allt frá eldfjallaeyjunni til frumskóga Mið-Ameríku.

Skáld­leg afbrota­fræði

Bráðskemmtileg saga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar. Þá voru tímarnir að breytast og ný viðhorf að mótast í veröldinni, jafnvel í Tangavík, örsmáu þorpi á hjara veraldar. Kúgun og frelsi, glæpur og refsing, stórbrotnar persónur þessa heims og annars, allt þetta og fleira til fellir Einar Már saman í magnaðan vef af alkunnri list.

Skollaleikur

Saga um glæp

Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu. Hið eina sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. "Haganlega spunnin og húmorinn hittir stundum vel í mark." Mbl.

Slétt og brugðið

Sex konur hafa í fjöldamörg ár hist í saumaklúbbi. Dag einn ákveða þær hins vegar að gera eitthvað allt annað en vanalega þegar þær koma saman. Þetta hrindir af stað óvæntri atburðarás sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra.