Allar bækur

Síða 9 af 37

Ég tæki með mér eldinn

Leïla Slimani lýkur þríleik sínum á glæsilegan hátt. Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, vilja haga lífi sínu eftir eigin höfði. Faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu innviða í Marokkó en þær fara til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma.

Fado Fantastico

Blús er hægt að hlusta á, tangó er hægt að dansa, en fado verður að upplifa. Á meðan Francisco Fantastico sefur úr sér áfengisvímu í bifreið skammt frá heimili sínu í Genf er hann skyndilega numinn á brott. Þar eru þó engir þrjótar að verki heldur António sonur hans sem ætlar að fara með hann alla leið til Lissabon.

Fagrakort Fagra ferðamanna­kortið af Íslandi

The Beautiful Tourist Map of Iceland

Smári teiknaði þetta kort með eigin hendi. Á því eru flestir áfangastaðir ferðafólks sýndir. En líka landið á milli þeirra. Allt Ísland er fallegt, ekki bara frægu ferðamannastaðirnir. Sérstakar myndir af öllum bæjum og þorpum landsins eru á kortinu. Fyrir börn og fullorðna. Stærð korts: 84 x 119 sentimetrar. Fáanlegt bæði upprúllað og samanbrotið.

Farðí rassgat Aristóteles

Guðgeir Guðgeirsson er andhetja og ólíkindatól sem allt veit, einmitt sú týpa sem fer óstjórnlega í taugarnar á fólki. Hann flyst til borgarinnar til að meika það sem rímnaskáld einhverjum hundrað árum eftir að rímur fóru úr tísku, auk þess sem rímur hans fjalla um efni sem ekki er líklegt til vinsælda eins og raunir bresku konungsfjölskyldunnar.

Farsótt

Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 – Kilja

Þetta er saga um sjúkdóma, lækningar og tilraunir til að vernda samfélagið gegn sóttum. Þetta er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Aðalpersónan er þó gamla timburhúsið sem byggt var árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala, geðsjúkrahúsi og seinast gistiskýli fyrir heimilislausa.

Fáeinar sögur smáar

Annað smásagnasafn höfundar, en hann hefur að mestu lagt stund á ljóðagerð. Fyrra smásagnasafnið, Nóttin og alveran, kom út árið 2004. Í þessu nýja safni eru sextán smásögur og kennir þar margra grasa. Sumar sagnanna eiga sér nokkra stoð í því tvíræða fyrirbæri sem kallast veruleiki, aðrar eru eingöngu kynjaðar úr hugarheimi höfundar.

Fellihýsageymslan

Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi? 6. bekkingarnir og frændsystkinin Þórunn og Santiago lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.

Ferðabíó herra Saitos

Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélaginu þar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu.

1:500 000 Ferðakort - Ísland

Vandað heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og nýjustu upplýsingum um vegi, vegalengdir og vegnúmer. Kortið sýnir allt landið á einu blaði og því fylgir skrá með yfir 3.000 örnefnum sem hægt er að nálgast með QR-kóða. Ný útg. 2025. Blaðstærð: 78,5 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Ferðakort - Ísland Vegaatlas

Vegaatlasinn er í mælikv. 1:200 000 og inniheldur auk vegakorta ýmis þemakort um útivist (golfvelli, sundlaugar og skíðasvæði) og söfn, en einnig gróður- og jarðfræðikort. Ítarleg nafnaskrá fylgir. Vegaatlasinn er samanlagður (16 x 31 cm) í vandaðri öskju, 60 cm á breidd. Ný útg. 2025. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

Félagsland

Fyrsta ljóðabók Völu Hauks sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024. Rauður þráður í bókinni eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra, andblær og ásýnd. Vala yrkir beinskeytt ljóð um lífið í landinu, samfélag og menningu, litbrigði náttúrunnar og hugans, strjála byggð og samvistir við aðra, með léttleika og óvanalega sýn í farteskinu.