Allar bækur

Síða 6 af 37

DNA

DNA er fyrsta bók Yrsu Sigurðardóttur um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan og einnig Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta glæpasagan í Danmörku. Bókin er núna endurútgefin í tilefni af sýningu sjónvarpsseríunnar Reykjavík 112 sem byggð er á DNA.

Don Juan

sextán kviður

George Gordon Byron (1788-1824) er eitt virtasta skáld Breta fyrr og síðar og eru kviðurnar um Don Juan það framlag hans til heimsbókmentanna sem hvað glæsilegast þykir. Don Juan er piltur af spænskum lágaðli alinn upp af strangri og siðavandri móður. Eftir að hafa valdið safaríku hneyksli á heimaslóð er hann sendur úr landi sér til betrunar.

Dóu þá ekki blómin?

Elínborg situr á handriðinu og horfir yfir spegilslétt vatnið. Þetta er kveðjustund sem endist ævilangt. Þessi staður hefur verið henni skjól þegar heimurinn virtist ætla að klofna. Vatnið í sveitinni er gárað af óuppgerðum áföllum og brotin fjölskylda setur svip sinn á ljóma æskuáranna. Kraftmikil og kímin skáldævisaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur.

Draugafans

Draugafans er hrollvekjandi spennusaga sem dregur upp nýja og nútímalega mynd af íslenskum menningararfi. Jaki Valsson vakti verðskuldaða athygli fyrir bók sína Miðsvetrarblót sem kom út á Storytel 2024, fyrstu bókinni í listilega skrifaðri sagnaseríu sem segja má með sanni að veki upp drauga fortíðar, hreinræktaða skelfingu og...

Dreymt bert

Dreymt bert er heildarsafn prósaljóða og örsagna sem áður hafa birst í bókum Þórarins. Myndir í bókinni eru eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Í káputexta Jóns Kalmans Stefánssonar segir meðal annars: „Smáprósar Þórarins standa föstum fótum í raunveruleikanum og þurfa samt ekki á honum að halda; í þeirri þversögn blómstrar Þórarinn.“