Allar bækur

Síða 5 af 37

Breiðþotur

Gagnaleki skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Verið er að undirbúa Þorpið undir næsta gagnaleka, þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin. Breiðþotur er grípandi saga um vináttu og söknuð, tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Brostin jörð

Ung urðu Beth og Gabriel ástfangin og áttu saman dásamlegt sumar. Áratug síðar býr Beth enn í sveitinni, gift góðum manni, þegar æskuástin snýr aftur. Óútkljáð fortíðin varpar dimmum skugga og eldfim leyndarmál knýja Beth til að taka erfiðar ákvarðanir. Hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf.

Bylur

Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr og heiftin gagntekur hann. Hann er staðráðinn í að leita hefnda og beinist reiði hans að Öldu og syni hennar Styrmi. Vel falinn bakgrunnur Bergs kemur upp á yfirborðið og Alda og Styrmir eru í bráðri hættu og spennan magnast.

Byrgið

Sögur, kjarnyrði, brot

Þessi bók geymir úrval fjölbreyttra styttri texta sem Franz Kafka, einn áhrifamesti höfundur 20. aldar, lét eftir sig óútgefna er hann lést árið 1924: bráðskemmtilegar örsögur, smásögur og nóvellur, kjarnyrði og sögubrot. Safnið sýnir vel tök Kafka á knöppum frásögnum en hann var frumkvöðull í ritun örsagna. Ástráður Eysteinsson skrifar eftirmála.

Dagur þjóðar

Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20. öld

Í þessari nýstárlegu bók er sýnt fram á hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga snemma á 20. öld, m.a. fyrir tilstilli sjálfstæðishreyfingar þess tíma, félaga í UMFÍ og ÍSÍ, auk verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Með þátttöku sinni gerði alþýða manna 17. júní að degi þjóðar án þess að yfirvöld tækju ákvörðun þar um.

Dauðinn og stúlkan

Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin átján ára Vinca í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Nóttina sem hún hvarf áttu þau stefnumót. Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust fyrir öllum þessum árum en hittast aftur á bekkjarmótinu. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku nótt koma í ljós?