Allar bækur

Blóðsykursbyltingin

Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu

Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn – án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie

Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.

Borg hinna dauðu

Föstudagskvöld nokkurt í september yfirgefur hin 19 ára gamla Sigríður Bella Ólafsdóttir heimili sitt við Dragaveg. Hún segir engum hvert hún er að fara. Þegar hún skilar sér ekki heim hringja foreldrarnir á lögregluna. Það er eins og jörðin hafi gleypt dóttur þeirra. Spennan er yfirþyrmandi þegar Hörður Grímsson glímir við sitt flóknasta mál.

Fróði Sóði Bók 5

Þetta er fimmta bókin í skemmtilegum bókaflokki um Fróða Sóða. Viltu kynnast Fróða? Hann hefur óteljandi ósiði! Hann er að springa úr geggjað ógeðslegum hugmyndum. Ef þú ert að leita að vandræðum þá þarftu ekki að leita lengra - Fróði er mættur! Góðar lestrarbækur fyrir 8 ára + með fínu letri og góðu línubili.

Fróði sóði Bók 6

Þetta er sjötta bókin í skemmtilegum bókaflokki um Fróða Sóða. Viltu kynnast Fróða? Hann hefur óteljandi ósiði! Hann er að springa úr geggjað ógeðslegum hugmyndum. Ef þú ert að leita að vandræðum þá þarftu ekki að leita lengra - Fróði er mættur! Góðar lestrarbækur fyrir 8 ára + með fínu letri og góðu línubili.

Bókafárið mikla

Rithöfundurinn Peter Piper er sannfærður um eigin snilli en gengur illa að fá gefna út sína fyrstu bók. Dag einn fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað. Honum býðst gegn ríflegri greiðslu og loforði um útgáfu eigin verka að gerast staðgengill höfundar, sem vill ekki láta nafn síns getið, að svæsinni skáldsögu sem slær í gegn á heimsvísu.

Bóksalinn í Kabúl

Vorið 2002, skömmu eftir að talibanar misstu völd í Afganistan, dvaldi norska blaðakonan Åsne Seierstad um skeið hjá fjölskyldu í Kabúl og skrifaði í kjölfarið þessa mögnuðu frásögn af landi í rústum og fólki sem togast á milli rótgróinna hefða og nýrra hugmynda í leit sinni að frelsi og betra lífi. Bókin fór sigurför um heiminn og er orðin sígild.

Ból

LínLín er ekki fisjað saman. Þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur hún keik. En nú er komið að ögurstund: Náttúran fer hamförum við sælureitinn hennar í sveitinni. Einbeitt heldur hún þangað, til móts við minningarnar, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Mögnuð saga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, eldheitt verk frá snilldarhöfundi.

Breytingaskeiðið

Jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi

Breytingaskeiðið er meira en bók. Hún er bylting. Hún er bjargvættur. Bókin kannar og útskýrir vísindin, afsannar skaðlegar mýtur sem hafa haldið aftur af okkur of lengi og brýtur þagnarmúrinn sem staðið hefur í kringum breytingaskeiðið, aðdraganda þess og afleiðingar. Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.

Brúðkaup í Paradís

Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. Catherine býður dætrum sínum í fjórða brúðkaupið sitt og þegar systurnar koma á eyjuna hafa þær afar ólíkar væntingar til þess sem í vændum er.

Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Stiklað á stóru úr 100 ára sögu brúa yfir Eyjafjarðará

Yfir Eyjafjarðará liggja alls ellefu brýr en haustið 2023 er liðin öld síðan áin var brúuð á óshólmunum sunnan Akureyrar. Hér er áin rakin frá upptökum til ósa þar sem hver brú fær mynd og stutta umfjöllun: Hvenær var brúin byggð, hvar er hún og hvað má sjá í hennar nánasta umhverfi. Auk annarra fróðleiksmola sem höfundur gaukar að lesendum.