Allar bækur

Síða 7 af 37

Drífa Viðar

Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona

Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Eftir hana liggja fjölmörg verk af ýmsum toga. Í bókinni eru greinar sem gefa innsýn í ævistarf hennar, um 100 myndverk sem sum hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, brot úr bréfum og ýmiss fróðleikur um ævi Drífu og störf.

Ævintýri Freyju og Frikka Drottningin af Galapagos

Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum. Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.

Dunce Magazine

Dunce er íslenskt tímarit um dans og myndlist ætlað alþjóðlegum lesendahópi. Í blaðinu má finna viðtöl og greinar eftir listamenn. Dunce er veglegur prentgripur og hefur tvívegis hlotið hönnunarverðlaun FÍT og verið tilnefnt til Grímuverðlauna.

Eftirför

Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt hann.

Eilífðarvetur

Siðmenningin leið undir lok. Aldir hafa liðið. Á eyju sem eitt sinn hét Ísland ríkir viðvarandi vetur. Tveir sagnaþulir hitta fyrir vélkonu sem grafist hafði undir rústum en er nú fangi þeirra sem fundu hana. Sagnaþulirnir bjarga henni en þá hefst flótti yfir vetrarríki þar sem aðeins eitt lögmál virðist gilda; að komast af, sama hvað það kostar.

Einleikur

Axel Steen er orðinn yfirmaður öryggismála hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka. Hann undirbýr sumarfrí með eiginkonu sinni og dóttur þegar honum er falið að reka svo lítið beri á mann sem uppvís er að fjárdrætti og án þess að lögreglan verði kölluð til. Þá fer í gang atburðarás í heimi þar sem peningar drottna og þögnin er gulls ígildi.

Einn, tveir, þrír, fjór

Bítlarnir í tímanna rás

Heillandi og bráðskemmtileg ævisaga Bítlanna. Í þessari mögnuðu metsölubók er sögð saga strákanna frá Liverpool og brugðið upp lifandi myndum af öllu því undarlega fólki sem tengdust þeim, svo sem Fred Lennon, Yoko Ono, Maharishi, Mímí frænku, Magic Alex, Phil Spector og lögreglufulltrúanum Norman Pilcher sem reyndi að gera þeim allt til miska.