Allar bækur

Síða 8 af 37

Ekkert

Það rennur upp fyrir Pierre Anthon að ekki taki því að gera neitt, af því að ekkert hafi þýðingu þegar allt komi til alls. Hann kemur sér fyrir uppi í tré og ögrar þaðan bekkjarsystkinum sínum. Þau reyna að sannfæra hann um tilgang lífsins með aðferðum sem fara að lokum út í öfgar. Verðlaunabók sem gefin hefur verið út á 36 tungumálum.

Ekki er allt sem sýnist

Carl og Helene þráðu að komast i langt frí til að endurnýja sambandið. Þau fundu á netsíðum draumahús í Kaliforníu og höfðu húsaskipti við par sem vildi dvelja sumarlangt í einbýlishúsinu þeirra í sænska skerjagarðinum. En þegar þau koma til Kaliforníu bregður þeim í brún. Þetta var ekki húsið sem þau höfðu hrifist af á netinu.

Ekki fá þér hamstur

Hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Hamstrar eru mjög sætir! Og alls ekki hættulegir! Tja, allir nema einn. Edda er nýflutt upp í sveit þegar hún eignast sætasta hamstur heims. En hann er frekar leiðinlegur. Og heldur fyrir henni vöku á nóttunni. Svo Edda gerir nokkuð mjög slæmt. Hún skilur búrið eftir opið svo hamsturinn týnist.

Eldri konur

Ung kona gefur rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum og rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Við kynnumst konunni með ólíkum brotum af sögu hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum o...

Emilía

Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu. Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu.

Englar alheimsins

Stórbrotin og eftirminnileg verðlaunasaga Einars Más um mann sem veikist á geði og viðbrögð fjölskyldu og samfélags. Lýsingin á því hvernig skuggi geðveikinnar fellur smám saman yfir er átakanleg en um leið er sagan gædd einstakri hlýju og húmor í frásögn og stíl. Ein víðförlasta íslenska skáldsaga fyrr og síðar. Árni Matthíasson skrifar eftirmála.

Englatréð

Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur. En Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið. Það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Grípandi fjölskyldusaga eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö.

Eyja

Jeppe Kørner er í leyfi á eyjunni Borgundarhólmi og Anette Werner er því einni falið að stýra rannsókninni á sundurlimuðu líki sem fannst í tösku grafinni í jörð á leikvelli í miðbænum. Rit­höfundurinn Esther de Laurenti kemur við sögu og brátt kemur Jeppe líka til skjalanna og við tekur rannsókn á ískyggilegu leyndarmáli sem á rætur í fortíðinni.

Ég bý í risalandi

Finnst þér eins og allt sé of stórt, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í risalandi! Dásamleg saga um að vera lítill í heimi fullorðinna, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins. Bókin hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin 2025.

Ég er ekki fullkominn!

Ég stjórna – ekki kvíðinn

Ég hef verið á botninum vegna hamlandi kvíða og líka upplifað tímabil þar sem ég tók miklum framförum. Á síðustu árum hef ég verið að uppskera eftir mikla vinnu sem ég lagði á mig. Það er von mín og trú að þessi bók komi mörgum að gagni sem glíma við kvíða en geti einnig hjálpað þeim sem ekki hafa upplifað slíkt til að skilja um hvað málið snýst.