Allar bækur

Síða 11 af 37

Frá Hamborg að Borgum

Um lífshlaup Margotar Gamm

Margot Gamm fluttist 17 ára gömul til Íslands frá Þýskalandi eftir að hafa lifað af hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Kornung giftist hún sér tuttugu árum eldri manni, Skírni Hákonarsyni, og gerðist bóndakona á gamalgrónu sveitaheimili. Þar ólu hjónin upp fimm börn. Hún varð ekkja 48 ára gömul, hætti þá búskap og tók að sinna kennslustörfum.

Frelsi

Frelsi er önnur bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Þér er boðið með Marínu í ferðalag á húsbílnum þar sem hún heldur vestur og speglar sjálfa sig í óbeislaðri náttúru fjalla og sjávar. Sagan er sjálfsævisöguleg og byggir á dagbókum höfundar.

Frumbyrjur

Það er aðfangadagur og hjónin á Kölduhömrum búa sig undir jólahaldið. Handan áramóta eiga þau von á sínu fyrsta barni og spennan í kviðnum smitar andrúmsloftið. Snjórinn hleðst upp og vegurinn út úr firðinum hefur ekki enn verið ruddur. Þegar kýrin á bænum tekur sótt hrökkva dyr upp á gátt sem ekki verður lokað.

Söngvasveigur 19 Fyrir allt sem fagurt er

Kórtónlist eftir John Rutter með íslenskum og enskum textum

Kórtónlist Johns Rutter nýtur mikillar hylli um allan heim enda ægifögur og melódísk. Í bókinni eru þekktustu lög hans en einnig nýrri, s.s. eins og lagið sem hann samdi fyrir hjónavígslu Vilhjálms prins og Katrínar í Westminster Abbey árið 2010. Fimm jólalög eru í bókinni. Bókin er sú nítjánda í tónlistarröðinni Söngvasveigur.

Fyrir vísindin

Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör. Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.

Fyrsti bjórsopinn

og fleiri smálegar lífsnautnir

Þessi litla perla franska rithöfundarins Philippes Delerm, fagurlega myndskreytt, sló hressilega í gegn þegar hún kom út í Frakklandi og hefur selst í meira en milljón eintökum þar í landi. Bókin hlaut frönsku Grandgousier-bókmenntaverðlaunin en þau eru veitt fyrir bækur sem lofa glaðlyndi og lífsins lystisemdir. Sannkallaður óður til Frakklands.

Blóðbönd Galdra-Imba

Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.

Galdrakarlinn í OZ

Þegar hvirfilbylur skellur á heimili Dóróteu er henni feykt inn í ókunnuga töfraveröld. Hún á sér þá ósk heitasta að komast aftur heim til sín, en sá eini sem gæti mögulega hjálpað henni til baka er galdrakarlinn í Oz. Á leiðinni til hans eignast hún góða vini sem slást í för með henni, en allir þurfa þeir á aðstoð galdrakarlsins að halda.

Léttlestrarbækur Geimgarður, Lestrarhestur, Nammigrísinn, Plánetuguðir, Undraverð dýr og Varúð! villt dýr

Nýjar og skemmtilegar léttlestrarbækur. Frábært efni til að þjálfa lestur. Forvitni barna er vakin með efnistökum bókanna. Unnið er með gamansaman texta, góð gildi og áhugasvið barna. Með því að vekja upp forvitni þeirra sækja þau sjálf í að lesa. Hér eru á ferð sex nýjar bækur í einum allra vinsælasta bókaflokki landsins.