Íslensk skáldverk

Síða 6 af 7

Sjáandi

Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara.

Sjá dagar koma

Í lok 19. aldar hvílir drungi yfir þjóðlífinu en einstaka menn hugsa stórt, þrá framfarir. Allslaus piltur úr Dýrafirði er einn þeirra; óvænt fær hann pláss á amerísku skipi og heldur af stað yfir höf og lönd, óvissuför sem leiðir hann loks á vit athafnaskáldsins Einars Ben. Fjörug saga um bjartsýni, stórhug og stolt frá afburðasnjöllum sagnamanni.

Sleggjudómur

Morguninn eftir brúðkaupsveislu finnst Erna liggjandi í blóði sínu og skammt frá henni morðvopnið, blóði drifin sleggja. Ótal spurningar vakna hjá hennar nánustu. Hvað gerðist, hver vildi henni svo illt og hvers vegna? Sleggjudómur er þriðja bók Ragnheiðar en hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir frumraun sína, Blóðmj...

Smásögur I

1988-1993

Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

Sorgarmarsinn

Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

Stjörnurnar yfir Eyjafirði

Notaleg, fyndin og rómantísk jólasaga, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Hittu mig í Hellisgerði. Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og blessaðri móður sinni og stekkur því á nýtt starf í Jólagarðinum en því fylgir bæði íbúð og langþráð sjálfstæði. Og ekki líður á löngu þar til ástarhjólin fara að snúast í Eyjafjarðarsveit.

Stúlka með fálka

Skáldævisaga – fullorðinsminningar

Sjálfstætt framhald fyrri bóka þar sem höfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur hún á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til nútímans. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er full af visku og vangaveltum, fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.

Suðurglugginn

Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa.

Synda selir

Smásögur

Smásögur sem gerast á Íslandi og erlendis. Sagt frá ungum dreng sem gefur skyggnigáfu sína upp á bátinn, Danmerkurdögum með skáldlegu ívafi, gamalli konu með göngugreind, tímaflakki milli heimsálfa, sundfélögum sem leysa landsmálin í legvatni, vinskap manna með ólíka kynhneigð, pólitískum mannaráðningum og kynbótum á mönnum sem hljóta óvæntan endi.

Tál

Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín.

Tryllingur

Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonum sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér ástinni. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar.

Útreiðartúrinn

Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.