Niðurstöður

  • Íslensk skáldverk

Yfir hálfan hnöttinn

Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam og vonar að þar verði tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum, rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið? Hér fer saman spennandi og tilfinningarík saga úr umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, landið fagurt og maturinn gómsætur.

Þegar fennir í sporin

þegar Róbert fær beiðni um að snúa aftur til Íslands frá Þýskalandi eftir fjörutíu og fjögur ár til að jarðsyngja æskuvinkonu sína Örnu neyðist hann til að horfast í augu við fortíðina og leyndarmálin sem ekki hafa þolað dagsins ljós. Uppgjör þeirra mála verður smátt og smátt óumflýjanlegt. Er rétt að rekja spor sín aftur þegar fennt hefur í þau?

Þegar nóttin sýnir klærnar

Árið er 2013 og Álafosskvosin er vinsæll áfangastaður ferðamanna sem langar að sjá listaverk svefngengilsins, konu sem gengur í svefni og málar draumsýnir þær sem á vegi hennar verða. Þegar hún málar mynd af manni sem hvarf sporlaust ellefu árum fyrr tekur dóttir hans til sinna ráða og fær vini sína til að elta konuna inn í dimma skóga að næturlagi.

Þung ský

Kynngi­mögnuð saga um hrikalegt slys við ysta haf og örlagaríkan björg­unar­leiðangur. Drengur á afskekktum bæ sér hvar stór farþega­flugvél birtist út úr skýjaþykkni og flýgur hjá. Síðar sama dag fréttist að vélin sé týnd og fólk úr sveitinni heldur til leitar. Knöpp og sterk frásögn Einars er lauslega byggð á sönnum atburði, í sama anda og Stormfuglar...

Þú sérð mig ekki

Snæbergsfjölskyldan er efnamikil og voldug í samfélaginu. Þegar stórfjölskyldan sameinast í tilefni af afmæli ættföðurins á nýju hóteli á Snæfellsnesi koma brestir í ljós og leyndarmál fortíðarinnar leita upp á yfirborðið með skelfilegum afleiðingum.

Þægindaramma­gerðin

Sögur

Er þægindaramminn úr sér genginn? Veldur hann ómældum óþægindum? Við bjóðum smásögur eftir sextán upprennandi rithöfunda sem gætu endurnýjað rammann. Hér birtast ógreinileg spor, afskekktur viti, fiðrildi, bréfaskriftir, garðyrkja, draumkennd sambönd, barn með brjóst og annað með rófu, skrifstofuangist og langar göngur. Sendu okkur mál og við sníðum þægindaramma eftir þörfum.

Ættarmótið

Hræðileg sjón blasir við salargestum á ættarmóti tengdafólks Ölmu blaðamanns. Ósamkomulag ríkir um sölu ættaróðalsins. Er jörðin þess virði að fólk sé tilbúið til að myrða? Skelfing dauðans tekur sinn toll og spennan magnast. Alma reynir að komast til botns í málinu. Sönnunarbyrðin er þung. Kvennaathvarfið kemur við sögu og ástamálin eru flókin. Lögregla er kölluð til og rannsó...