Allar bækur

Síða 4 af 37

Bíll og bakpoki

16 gönguleiðir sem enda þar sem þær hófust – við bílinn

Útivistarfólk fagnar jafnan nýjum gönguleiðum um fjölbreytta náttúru landsins. Bókin Bíll og bakpoki birtist hér uppfærð og nýjum gönguleiðum hefur verið bætt við. Farið er um gróið land, auðnir fjarri almannaleiðum, eyðibyggðir og leyndar perlur í grennd við þéttbýli. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust – við bíl...

Blaka

Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku grípur um sig skelfing og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf.

Blái pardusinn: hljóðbók

Dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap. Streymisveita hefur gefið út hljóðbók sem er innblásin af ævintýrum íslenskrar konu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Hér segir frá þremur hlustendum og baráttu þeirra við að halda þræði í frásögninni sem fer um víðan völl svo erfitt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki.

Bóbó bangsi og slökkviliðið

Það er opið hús á slökkvistöðinni. Bóbó bangsi fer með pabba sínum og þar er margt að sjá. Hann fær að skoða bílana, fara upp með körfubílnum og skoða stöðina. Hann fylgist síðan með slökkviliðinu að bjarga fólki og slökkva elda. Harðspjaldabók fyrir börn á aldrinum 0-4 ára. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá í bókinni?

Bók vikunnar

Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.

Brandarabíllinn

Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi. Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði og allt er með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum. Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.