Allar bækur

Beinaslóð

Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.

Bernska

Tove Ditlevsen ólst upp í verkamannafjölskyldu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Hún þykir með merkari höfundum Dana og hefur notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum. Verk hennar gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og eru nú lesin sem sígildar bókmenntir. Bernska er fyrsti hlutinn í endurminningaþríleik en Gift, lokahlutinn, er þegar kominn út.

Best fyrir

Framtíðin er ekki óskrifað blað í augum þeirra höfunda sem deila hér reynslu sinni. Í níu sannsögum er ferðast um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans. Hér er tekist á við kunnuglegan tilvistarótta og gefin fyrirheit um framhaldið.

Betri líðan á breytingaskeiði

Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir

Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.

Betri maður

Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.

Betri tjáning

Örugg framkoma við öll tækifæri

Langar þig til að eiga auðveldara með að spjalla við fólk í fjölmenni, sér í lagi þegar þú þekkir fáa? Viltu verða betri í að halda tækifærisræður? Finnst þér þú tala of hratt þegar spennan tekur völdin? Hvernig er best að tjá sig á fjarfundum? Betri tjáning er bók fyrir alla þá sem kljást við vandamál af þessu tagi – og marga aðra.

Biluð ást

Nanna er látin – konan sem Jóhann Máni elskaði. Það var biluð ást. Hér segir frá harkalegum örlögum manns sem hafði margt til brunns að bera, var gæddur góðum gáfum, óvanalegu líkamlegu atgervi og hugdirfsku. En ástina kunni hann ekki að varast. Mögnuð bók eftir einn okkar fremsta höfund.

Björn Pálsson

Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður "bjargvættur landsbyggðarinnar" en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð".

Blóðmáni

Harry Hole ætlar að drekka sig í hel því líf hans er í rúst. Þegar velgjörðarkona hans lendir í klandri ákveður hann að bjarga henni og á sama tíma fær hann tilboð um að vinna fyrir norskan auðmann. Tvær konur hafa fundist myrtar og er hann meðal grunaðra. Harry hefur nauman tíma til að leysa málið og flestir í lögreglunni eru andsnúnir honum.

Blóðmeri

Kjartan Ómarsson virðist ósköp venjulegur maður, vel liðinn og viðkunnanlegur. Einn sólríkan dag fer hann í sund en skilar sér aldrei heim aftur. Það kemur öllum í opna skjöldu þegar lík hans finnst í blokkaríbúð sem hann hefur haldið leyndri fyrir konu sinni og kunningjum. Það sem verra er, Kjartan Ómarsson hefur verið myrtur á hrottafenginn hátt

Blóðmjólk

Í Blóðmjólk sogast lesandinn inn í vinkvennahóp sem verður fyrir miklu áfalli þegar ein þeirra deyr með hræðilegum hætti. Sjónarhornið flakkar á milli kvennanna þannig að lesandinn kynnist persónunum frá ýmsum hliðum. Hvað gerðist eiginlega? Og ef það var framinn glæpur, hver er hinn seki? Þessi skvísukrimmi fékk glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn.

Blóðsnjór

Gamall maður stingur af frá Hrafnistu. Hvert leið hans liggur veit enginn. Leiðarvísirinn er gömul bróðurminning sem engum er annt um nema honum. Það er verk sem þarf að klára áður en hann yfirgefur þetta jarðlíf, því sumar bernskuminningar hverfa aldrei. Blóðsnjór er saga um ást sem nær út fyrir gröf og dauða.