Allar bækur

Alþýðuskáldin á Íslandi

Saga um átök

Í þessu metnaðarfulla fræðiriti er rakin baráttusaga alþýðuskáldanna á Íslandi frá því að skörp skil voru sett milli þeirra leiku og hinna lærðu sem töldu sig hafa öðlast betri smekk á ljóðlist. Lengi geisuðu mikil og oft heiftúðug átök um rímur en hjöðnuðu þegar mörg lærð skáld og menntamenn gerðu sér grein fyrir gildi þessarar skáldskapargreinar.

Anatómía fiskanna

Á samkomustaðnum Glóðarauganu ríkir sundrung eftir að Guðmundur Hafsteinsson hefur að semja smáauglýsingar í mannlífsblöð um líf sitt þar og annarra er staðinn sækja. Póstþjónusta Reykjavíkur sér þess ei annan kost en að gefa út sérrit til skýringar á því hvers vegna útburðarkonan Absentína Valsdóttir kýs að dreifa ekki þeim auglýsingum.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu.

Andlit til sýnis

Á safni á Kanaríeyjum finnast brjóstafsteypur frá 19. öld af fólki frá ólíkum heimshornum. Þær endurspegla kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma og áhuga Evrópubúa að stilla upp líkömum til fróðleiks og skemmtunar. Þ.á m. eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. Ríkulega myndskreytt frásögn af Íslendingunum og nokkrum öðrum einstaklingum.

Armeló

Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún samt komin hingað, til þessa óspennandi smábæjar, með Birgi. Nema Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beint hvatvís. En það var eitthvað sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló.

Auto museums of Iceland

Íslensk bílasaga er einstök. Í þessari nýju bók er sögu bílanna á þremur helstu fornbílasöfnum landsins gerð ítarleg skil í máli og myndum. Rakinn er ferill bílanna hér á landi og gerð grein fyrir eigendum þeirra. Bókina, sem gefin er út á ensku, prýðir ógrynni vandaðra ljósmynda – Þetta er ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn.

A Winter Day at Glaumbær

Have you ever wondered what it was like growing up in a 19th century turf farm? A Winter Day at Glaumbær is the sequel to the book, A Summer Day at Glaumbær. In this delightfully illustrated story, we follow Jóhanna, Siggi and the farm dog Ysja as they prepare for Christmas. The book is published in four different languages.

Ayurveda

Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin.

Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.

Á elleftu stundu

I den ellevte time

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð.