Allar bækur

Schantz forlagið Á milli línanna

Hin hvatvísa Emily er kynningarstjóri á Schantz-bókaforlaginu í Stokkhólmi þar sem hún sér um sjálfhverfar rithöfundadívur og skipuleggur stærðarinnar útgáfuhóf og glæsiveislur. Einkalífið er þó enginn dans á rósum en hún er enn að ná áttum sem laus og liðug mamma eftir erfiðan skilnað þegar óvænt ást kemur eins og hvirfilbylur inn í líf hennar.

Árangursrík stjórnun

Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað

Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur.

Árstíðir

Vinnubók

Verkefnabók ætluð þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Bókin styður við lestur og kennslu örsagnasafnsins Árstíðir sem notið hefur mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi og erlendis. Efnið var unnið í samráði við nemendur og kennara í faginu og nýtist í sjálfsnámi jafnt sem grunn-, tungumála-, framhalds- og háskóla.

Babúska

Reimleikar og voðaverk

Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Tengjast þessir atburðir? Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.

Banaráð

Móðir og barn finnast myrt á heimili sínu í rólegri íbúðagötu í Gautaborg. Á dyrabjöllunni standa fjögur nöfn, þar á meðal nafn fyrrverandi heimilisföðurins Tyve sem er starfsmaður sænsku lögreglunnar. En hvar er hann niðurkominn? Og hvar er Mia?

Bára og bæði heimilin

Bára er fjörug, fimm ára stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö. – Bók sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur. „Loksins bók fyrir vikuvikubörnin! Sönn lýsing og fyndin í bland.“ / Hallgrímur Helgason, rithöfundur.