Allar bækur

Síða 3 af 37

Ástand Íslands um 1700

Lífshættir í bændasamfélagi – Kilja

Hvernig var að búa á Íslandi á tímum bændasamfélagsins, landi bænda og sjómanna, höfðingja og almúgamanna? Í bókinni er lýst lífsháttum Íslendinga í upphafi 18. aldar og fjallað um fjölskyldur og heimili; jarðir, byggðaskipan og búsvæði; lífskjör þjóðfélagsstétta; fátækt og ríkidæmi.

Ástin fiskanna

Samanta og Hans hittast fyrir tilviljun í útlendri borg. Eftir endurfundi heima á Íslandi og koss undir reynitré um sumarnótt skilur leiðir en sagan er ekki öll. Þessi dáða saga um ást sem ekki fær að dafna kom fyrst út árið 1993. Stíllinn er meitlaður, frásögnin beitt og fyndin en undir niðri sár og tregafull. Eleonore Gudmundsson ritar eftirmála.

Áttaskil

ljóð og lausavísur

Náttúruljóð eru í fyrirrúmi hjá skáldinu og kvæðakonunni en ýmislegt annað kemur líka við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: „Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.”

Bambaló

Fyrstu lögin okkar

Ný og vönduð íslensk barnabók með gullfallegum myndum og heillandi tónlist. Bókin er tilvalin til að styrkja tengsl foreldra og barna, sem geta notið þess saman að hlusta á tónlistina, syngja með og skoða litríku myndirnar. Á hverri síðu eru nemar sem yngstu lesendurnir geta sjálfir ýtt á, og heyra þá fjölbreytt hljóðfæri leika skemmtileg lög.

Barist fyrir veik hross

Frásögn úr grasrótinni

Nærri álveri í Hvalfirði mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með heilbrigðan bústofn. Eftir mengunarslys í álverinu sumarið 2006 tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Eftirlitsstofnanir komu hrossunum ekki til hjálpar.

Barnæska

Ona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

Birtingur og símabannið mikla

Foreldrar Birtings eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann í sumar. Svo segja þau bara glottandi að hann geti keypt sér síma sjálfur ef þetta er svona hræðilegt (sem það er)! Birtingur safnar dósum, selur dót og lýgur smá … og platar smá … en svo er hann nappaður! Af bekkjarsystrum sínum, Aldísi og Birtu … og þá fyrst fer allt í rugl!