Allar bækur

Síða 15 af 37

Horfin athygli

Hvers vegna er svona erfitt að einbeita sér – og hvað er til ráða?

Börn og fullorðnir eiga æ erfiðara með einbeitingu: að lesa, læra og fást við flókin verkefni. En hver er ástæðan og hvað er til ráða? Hér er rýnt í þá ólíku þætti sem ræna okkur getu til djúprar og sjálfstæðrar hugsunar, með uggvekjandi afleiðingum. Einstaklega áhugaverð og læsileg metsölubók um brýnt málefni.

Hóras prins af Hákoti

Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu, er um tíma formaður 17. júní nefndar borgarinnar og síðar forsætisráðherra – en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

Risaeðlugengið 7 Hrekkjavaka

Gauti grameðla og Sölvi sagtanni elska hrekkjavöku! Þeir heimsækja Gróu gaddeðlu og Nönnu nashyrningseðlu, og þau fara öll saman að gera grikk eða gott. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Hræðileg veisla

Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.

Hulda áfallasagan

Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi.

Huldufólk

Ísland - 2061. Veður hefur snarversnað í kjölfar loftslagsbreytinga, ríkisstjórnin stjórnar einungis litlum hluta landsins og glæpagengi ráða ríkjum hvarvetna. Eftir að þjófar stela óþekktum verðmætum frá stórfyrirtækjum neyða þeir ungan tæknimann til að hjálpa þeim að flýja frá Reykjavík. Æsispennandi saga úr framtíðardystopiu á Íslandi.

Huldukonan

Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í eyðivík. Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og neitar að svara því hver sé móðir barnsins.