Allar bækur

Síða 17 af 37

Í sama strauminn

Stríð Pútíns gegn konum

Í þessari beittu ritgerð fjallar Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan.

Ísbirnir

Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir að hafa sig allan við að leysa málið. Hver klukkustund telur og eftir því sem líður á rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar. Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.

Íslensk knattspyrna 2025

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Dr. Ruth Galloway 2 Janusarsteinninn

Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um að ræða fórn tengda gömlum helgisiðum? Ómótstæðileg blanda af ráðgátum, húmor og spennu.

Jarðtengd norðurljós

Jarðtengd norðurljós er ljóðabók sem skiptist í tvo hluta, Frumbók og Náttbók, og geymir nær 70 ný ljóð af ýmsu tagi, laus og bundin, auk prósaljóða. Þetta er fimmtánda ljóðabók Þórarins ætluð fullorðnum lesendum. Efnistök eru margvísleg og yrkisefnin fjölbreytileg, allt frá drónum til Þorgeirsbola og flest þar á milli.

Jólabókaormurinn

Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur, nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf! Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...

Jólahreingerning englanna

Englarnir Trú, Von og Kærleikur eru í vinnu hjá Guði. Verkefni þeirra er að taka til í veröldinni fyrir jólin. Með englaaugunum sínum sjá þeir af hverju mannlífið er ekki alltaf friðsælt og gott. Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Fyrir allan aldur.

Klúbburinn Jól á Tenerife

Jól á Tenerife er sjálfstætt framhald Klúbbsins þar sem kraumandi ástríða tekur völd í hverjum kafla. Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar var starfræktur. Hún stendur á krossgötum þannig að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og eyða nokkrum vikum yfir hátíðarna...