| Reimleikar |
Ármann Jakobsson |
Bjartur |
Ungur maður finnst kyrktur í Heiðmörk með rúmal, klút sem indverskir atvinnumorðingjar notuðu fyrr á öldum. Reimleikar er fimmta glæpasaga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og þeirra lið, sem notið hafa mikilla og vaxandi vinsælda. |
| Nætursöngvarinn |
Johanna Mo |
Bjartur |
Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr. Mögnuð glæpasaga þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust. |
| Við skulum ekki vaka |
Heine Bakkeid |
Ugla |
Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum – og æsilegir leikar berast um landið. |
| Stóri bróðir |
Skúli Sigurðsson |
Drápa |
Stóri bróðir er saga um hefnd og réttlæti, um kærleika og missi, ofbeldi og gamlar syndir.
Svartklædd vera gengur í skrokk á manni við Rauðavatn og hverfur svo eins og vofa út í nóttina. Enginn veit hver árásarmaðurinn er eða hvað vakir fyrir honum. Stóri bróðir er hörkuspennandi glæpasaga sem heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda. |
| Hvítalogn |
Ragnar Jónasson |
Veröld |
Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein? |
| Skuggaliljan |
Johanna Mo |
Bjartur |
Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið.
Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta.
Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review |
| Dimma Drungi Mistur |
Ragnar Jónasson |
Veröld |
Bækurnar um lögreglukonuna Huldu hafa borið hróður Ragnars Jónassonar um allan heim. Dimma, Drungi og Mistur voru í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023. |
| Sjúk |
Þóra Sveinsdóttir |
European Digital University |
Glæpasaga um sálfræðinginn Emmu sem lifir hinu fullkomna lífi með manni sínum og dóttur þegar henni fara að berast nafnlaus skilaboð. Nauðug er hún dregin inn í atburðarás sem átti sér stað fyrir fimm árum þegar vinur hennar var myrtur með harkalegum hætti. Erfið systir, giftir kærastar og eltihrellir hafa áhrif á gang mála. |
| Bráðin |
Yrsa Sigurðardóttir |
Veröld |
Björgunarsveitir eru sendar inn í Lónsöræfi í leit að hópi fólks sem er saknað. Á sama tíma gerast undarlegir atburðir á ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Og á nesinu er gat í sjávarklöpp sem sogar til sín fólk ...
Bráðin var ein söluhæsta bók ársins 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. |
| Skollaleikur Saga um glæp |
Ármann Jakobsson |
Bjartur |
Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu. Hið eina sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14.
"Haganlega spunnin og húmorinn hittir stundum vel í mark." Mbl. |
| Út að drepa túrista |
Þórarinn Leifsson |
Forlagið - Mál og menning |
Leiðsögumaðurinn Kalman lendir í martraðarkenndum Suðurstrandartúr með rútu fulla af ferðamönnum, þar sem veðrið er viðbjóður, farþegarnir finnast myrtir einn af öðrum og sá sem lögreglan sendir til að leysa málið er í hæsta máta vafasamur. Egghvöss og ísmeygilega fyndin glæpasaga mitt úr brjálæði massatúrismans. |
| Dansarinn |
Óskar Guðmundsson |
Storytel Original |
Þegar draumar móður Tonys um frama í dansheiminum verða að engu reynir hún að færa þá yfir á son sinn með grimmilegum aðferðum – og skelfilegum afleiðingum. Í Öskjuhlíðinni finnst lík sem hefur legið þar lengi. Fljótlega kemur í ljós að hrottalegur morðingi gengur laus og að ekki er allt sem sýnist. Óskar Guðmundsson, höfundur Hilmu, færir lesen... |
| Mannavillt |
Anna Ólafsdóttir Björnsson |
Bókaútgáfan Sæmundur |
Dularfull dauðsföll gamalla vinnufélaga og gáleysislegt tal á bar setja furðulega atburðarás af stað. Mannavillt er nýstárleg íslensk glæpasaga þar sem lesandinn sogast inn í æsilega og blæbrigðaríka frásögn. Þessi fyrsta sakamálasaga höfundar hefur hlotið góða dóma. |
| Örvænting |
Vladimir Nabokov |
Bókaútgáfan Sæmundur |
Örvænting er glæpasaga eftir einn fremsta skáldsagnahöfund 20. aldar. Sagan er í senn fyndin, spennandi og margræð. Hér segir af mannlegum breyskleika, mannhatri og sturlun. Aðalsöguhetjan kynnist umrenningi einum sem honum finnst vera nákvæm eftirmynd sín. Um leið verða til myrkar og skoplegar ráðagerðir. |
| Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu |
Olga Tokarczuk |
Bjartur |
Í afskekktri pólskri sveit eyðir Janina dögum sínum í að lesa stjörnuspeki, þýða kveðskap Williams Blake og sjá um sumarhús fyrir auðuga íbúa Varsjár. En einn daginn finnst nágranni hennar, sem hún kallar Háfeta, dauður við einkennilegar aðstæður. Olga Tokarczuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2018.
"Algjör snillingur." Egill Helgason, RÚV |
| Upplausn |
Sara Blædel og Mads Peder Nordbo |
Bjartur |
Á fallegum sumardegi er Charlotte, móðir tveggja ungra barna, á leið úr ræktinni í skólann þar sem hún vinnur í friðsælum smábæ á eyjunni Fjóni. Nokkrum mínútum síðar er hún horfin sporlaust á þessari stuttu leið. Hér leggja saman krafta sína tveir höfundar í fremstu röð. |
| Böðulskossinn |
Mons Kallentoft |
Ugla |
Malin Fors er komin aftur til Linköping eftir viðburðaríkan tíma í Bangkok. Hún er varla búin að koma sér fyrir þegar flugvöllurinn í Linköping verður vettvangur stærstu gíslatöku í sögu Svíþjóðar. Um sumarið skellur á grimmileg ofbeldisalda í Linköping. Malin og félagar eltast við morðingja sem virðist alltaf vera skrefi á undan ... |
| Fiðrildið |
Katrine Engberg |
Ugla |
Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg. |
| Hin óhæfu |
Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt |
Bjartur |
Bækur Hjorths og Rosenfeldts um sálfræðinginn Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni. |
| Kyrrþey |
Arnaldur Indriðason |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkja hans lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir. |
| Brotin |
Jón Atli Jónasson |
Forlagið - JPV útgáfa |
Grjóthörð glæpasaga eftir margverðlaunað leikskáld. Unglingsstúlka hverfur í skólaferðalagi á Þingvöllum. Tvær utangarðslöggur eru settar í málið: Dóra sem glímir við heilaskaða eftir vinnuslys og Rado sem er fallinn í ónáð vegna fjölskyldutengsla við pólska glæpaklíku. En hausinn á Dóru er óútreiknanlegur og vill bila á ögurstundum. |
| Blinda |
Ragnheiður Gestsdóttir |
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan |
Þegar sjónin dofnar og myrkrið færist nær verður eitt skýrt og augljóst. Glæpsins þarf að hefna. En hvernig? Sólveig er ósköp venjuleg kona; tæplega sextug ekkja, móðir og amma. Glæpur sem framinn var fyrir mörgum árum hefur mótað líf hennar og fjölskyldunnar, þótt enginn viti af honum nema hún sjálf. Og hann. Sá sem þarf að deyja. |
| Andnauð |
Jón Atli Jónasson |
Storytel Original |
Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér. |
| Dauðaleit |
Emil Hjörvar Petersen |
Storytel Original |
Rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór rannsakar hvarf stúlku í undirgöngunum í Hamraborg. Hann sér strax að málið er mjög líkt hvarfi besta vinar hans í sömu undirgöngum árið 1994. Vinurinn fannst aldrei og Halldór uppgötvar tengingu á milli ungmennanna tveggja. Skuggar fortíðar ásækja hann og enn á ný sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. |
| Svarti engillinn |
Nina von Staffeldt |
Ugla |
Karlmaður finnst myrtur í báti á reki við Norður-Grænland. Í farmi bátsins reynist vera mikið magn af hvítabjarnarskinni og náhvala- og rostungstönnum. Við fyrstu sýn virðist hér um að ræða smyglvarning og afrakstur ólöglegra veiða. Önnur bókin um Sika Haslund og blaðamanninn Þormóð Gíslason í sjálfstæðum flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi. |
| 22.11.63 |
Stephen King |
Ugla |
Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta? Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963. – Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna |
| Óvissa |
Anna Ólafsdóttir Björnsson |
Bókaútgáfan Sæmundur |
Horfinn eiginmaður, kafbátaumferð í Reykjavíkurhöfn að næturþeli og ímyndunarveikur unglingur. Allt eru þetta óvæntar hliðar á nýju máli sem vinirnir Linda Lilja og Gabríel sogast inn í. Hörkuspennandi bók þar sem gullleit, njósnir og glæpir koma við sögu. Sjálfstætt framhald Mannavillt sem kom út 2021 og hlaut góða dóma. |
| Örvænting |
Anna Margrét Sigurðardóttir |
Storytel Original |
Landsþekkt fjölmiðlakona vaknar fangin á köldum og myrkum stað. Fljótlega kemur í ljós að henni hefur verið rænt og hún er ekki einsömul. Í kappi við klukku sem telur niður neyðast hin föngnu til að velta við áratugagömlu sakamáli til að eiga möguleika á að komast af. |
| Bannhelgi |
Emil Hjörvar Petersen |
Storytel Original |
Á hótelherbergi í Varmahlíð deyr kona frá manni sínum og tveimur sonum undir dularfullum kringumstæðum. Líkið er gegndrepa á rúminu, þang er í hári konunnar og saltvatn í lungum. En sjórinn er hvergi nærri. |
| Linda – eða Lindumorðið Serían um Evert Bäckström |
Leif GW Persson |
Ugla |
Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um flókinn vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa. Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók. |
| Reykjavík |
Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir |
Veröld |
Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. |
| Grimmlyndi |
Jørn Lier Horst |
Ugla |
Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ... |
| Logarnir |
Lina Bengtsdotter |
Ugla |
Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ... |
| Kyrrþey |
Arnaldur Indriðason |
Forlagið - Vaka-Helgafell |
Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir. |
| Hulda |
Ragnar Jónasson |
Veröld |
„Hulda er ein af hinum miklu harmsögulegu hetjum nútímaglæpasagna,“ segir Sunday Times. Hulda er ný bók, forleikur að bókunum um þessa stórkostlegu persónu Ragnars Jónassonar sem lesendur þekkja úr Dimmu, Drunga og Mistri. Bálkurinn um hana hefur farið sigurför um heiminn og nú hefur verið gerið sjónvarpsþáttaröð eftir Dimmu. |
| Kvöldið sem hún hvarf |
Eva Björg Ægisdóttir |
Veröld |
Mannabein finnast á sveitabæ í Hvalfirði þar sem ekki hefur verið búið í hálfa öld. Hver kom þeim þar fyrir, hvers vegna — og hvenær? Ung einstæð móðir flytur á Akranes með ungan son sinn og fær leigða kjallaraíbúð hjá eldri manni sem virðist ekki allur þar sem hann er séður. |
| Sumarhrollur Glæpasaga sem gerist á Íslandi |
Quentin Bates |
Ugla |
Í sumarlok verður meinleysislegur smiður, sem stundum tekur að sér verkefni á mörkum gráa hagkerfisins, aðgangshörðum handrukkara að bana í nauðvörn og felur líkið. Handrukkarans er saknað, mannshvarf tilkynnt til lögreglu og rannsóknarlögreglumennirnir Gunnhildur og Helgi fá málið í sínar hendur. |
| Lygin |
Eyðun Klakstein |
Ugla |
Æsispennandi færeysk glæpasaga.
Daginn eftir skyndilegt andlát bróður síns fær Sara Emmudóttir dularfullt bréf. Það verður til þess að hún fer að kafa í fortíð sem hún hafði flúið. Við sögu koma meðal annars rokktónleikar í Þórshöfn tuttugu árum fyrr þar sem ung kona lét lífið. |