Allar bækur

Síða 14 af 37

Heklað á minnstu börnin

Fjölbreyttar og fallegar uppskriftir að hekluðum flíkum fyrir börn á aldrinum 0–24 mánaða. Í bókinni eru einnig uppskriftir að ýmsu öðru fyrir barnið og barnaherbergið. Flíkurnar eru einfaldar og látlausar og áhersla er lögð á sem minnstan frágang. Hér geta bæði byrjendur í hekli og reyndir heklarar fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hera og Gullbrá

Sönn saga

Saga Margrét er hrædd við hunda og verður því heldur hissa á fjölskyldu sinni sem ákveður að ættleiða hundinn Heru. Fyrr en varir verða þær þó perluvinkonur enda er Hera svo góð við allt og alla. Meira að segja við pínulitla gæsarungann Gullbrá! Sagan af Heru og Gullbrá er sönn og hugljúf og segir frá óvæntri og fallegri vináttu.

Hetjurnar á HM 2026

Bestu leikmenn heims undirbúa sig fyrir stærsta sviðið! HM karla 2026 verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Hundruð frábærra fótboltamanna munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóð – en hverjir munu skara fram úr? Verður Haaland markakóngur? Verður Mbappé besti maður mótsins? Verður Lamine Yamal alheimsstjarna? Verður Messi með?

Hin helga kvöl

Hin helga kvöl er þrettánda bókin um rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans. „Snilldar flétta. Besta bókin hingað til. 100% Stefán Máni“ – Árni Matthíasson, menningarblaðamaður.

Hinir ósýnilegu

Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu.

Hitt nafnið

Sjöleikurinn I-II

Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.

Hjartslátturinn hennar Lóu

Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða. Dýralæknirinn sagði að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar Lóu og því fær hún heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin. Hugljúf saga um alvarleika lífsins. Einnig fáanleg á ensku.

Spæjarastofa Lalla og Maju Hjólaráðgátan

Sumir þátttakendur í hjólreiðakeppni Víkurbæjar hegða sér afar grunsamlega. Má beita öllum brögðum til að komast fyrst í mark? Það er eins gott að spæjararnir Lalli og Maja eru á staðnum því að lögreglustjórinn skilur ekki neitt í neinu! Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu.

Hlér

Náttúra, maður og mannshugur hafa verið yrkisefni Hrafns Andrésar og ráðið miklu um svip ljóða hans. Í þeim er líf af ætt óróans, jafnt í gleði sem sorg. Undiralda ljóðaflokksins Hlés er harmur og þungbær reynsla en ljóðin eru einlæg úrvinnsla föður sem missti son sinn barnungan. Ljóðin bera vitni um mikla ást, missi og lífskraft minninga.