Þýdd skáldverk

Kuldagustur

Þriðja bókin um lögregluforingjann Gunnhildi. – Gunnhildur hefur fengið leyfi frá störfum til að vera lífvörður manns sem fé hefur verið sett til höfuðs. Þeim er komið fyrir á „öruggum stað“ utan Reykjavíkur. Brátt kemur í ljós að þau eru alls ekki örugg og staðurinn ekki eins leynilegur og látið hafði verið í veðri vaka.

Lengsta nóttin

Í þéttri snjókomu hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Í bílnum reynist vera ungbarn. Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri. Þar liggur andvana kona í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins?

Leyndarmálið

Frá höfundi metsölubókarinnar Bréfið kemur nú Leyndarmálið, áhrifarík og spennandi saga sem ekki er hægt að leggja frá sér. Mary á sér leyndarmál. Fyrir fjörutíu árum tók hún ákvörðun sem breytti lífi hennar um alla framtíð og olli straumhvörfum hjá manneskju sem er henni mjög kær. Frá höfundi Bréfsins, vinsælustu kilju landsins 2021.

Liðin tíð

Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera.

Maðurinn sem dó tvisvar

Elizabeth fær bréf frá gömlum vinnufélaga. Hann hefur gert hrikaleg mistök og þarf á hjálp að halda. Í sögu hans koma við stolnir demantar, ofbeldisfullur mafíósi og hann er í raunverulegri lífshættu. Líkin byrja að hrannast upp og Elizabeth fær þau Joyce, Ibrahim og Ron í lið með sér í leit að hinum kaldrifjaða morðingja.

Maríubæn í Bagdad

Maha og maður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau. Frásagnir Youssefs um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak eru Möhu framandi. Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum.

Nágrannavarsla

Hvaða hættur kunna að leynast í garði nágranna þíns? Er einhver í húsinu við hliðina sem á að standa autt? Sonja Jansen er ein heima að lesa undir próf. Hún hefur tekið að sér að vökva fyrir nágrannann í rólegu úthverfi. Hún verður vör við umgang í húsinu og hringir í lögregluna. Stuttu síðar hverfur hún sporlaust ...

Neðanjarðarjárnbrautin

Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í neðanjarðarjárnbrautina grípur hún tækifærið. Margverðlaunað meistaraverk.

Norrlands Akvavit

Á fimmta áratug 20. aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof stórt hlutverk. Hálfri öld síðar snýr hann aftur. En þá er allt breytt í Vesturbotni – nema brennivínið, Gammal Norrlands Akvavit. — Einstök skáldsaga eftir sænska stílsnillinginn Torgny Lindgren.