Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Tíminn sem týndist

Sakamálasaga. Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. En eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum. Claudia Castro hyggur á hefndir.

Tríó

Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást – og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt.

Umskiptin og aðrar sögur

Bókin geymir allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu. Þær eru 44 talsins og mjög mislangar, frá örsögum upp í nóvellur, margbreytilegar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundarins í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Sögurnar hafa allar birst áður á íslensku en koma nú út í endurskoðaðri þýðingu í einni bók ás...

Undir yfirborðinu

Velkomin í fjölskylduna,“ segir Nina Winchester þegar ég tek í vel snyrta hönd hennar. Ég brosi kurteislega og lít í kringum mig í ríkmannlegu anddyrinu. Starfið hér er síðasta tækifæri mitt til að hefja nýtt líf. Ég get þóst vera sú sem ég vil vera. Fljótlega kemur þó í ljós að leyndarmál Winchester-fjölskyldunnar eru mun ógnvænlegri en mín!

Upplausn

Á fallegum sumardegi er Charlotte, móðir tveggja ungra barna, á leið úr ræktinni í skólann þar sem hún vinnur í friðsælum smábæ á eyjunni Fjóni. Nokkrum mínútum síðar er hún horfin sporlaust á þessari stuttu leið. Sara Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Dana og Mads Peder Nordbo vakti mikla athygli með bók sinni Flúraða konan.

Vargar í véum

Blóðugt uppgjör glæpagengja. Dauðir úlfar með mannakjöt í maganum. Kaldrifjaður útsendari rússnesku mafíunnar mætir á svæðið. Lögreglan í sænska landamærabænum Haparanda kann að fást við smákrimma en hér er við öllu svæsnari glæpamenn að etja. Lögreglukonan Hanna þarf að takast á við erfið mál um leið og hún stríðir við ýmsar flækjur í einkalífinu.

Velkomin heim

Einn síðsumardag í Hagfors fær blaðakonan Magdalena Hansson boð um að hitta gamla bekkjarfélaga úr grunnskóla. Ætlunin er að dvelja í kennarabústaðnum eins og þau gerðu um helgi í 9. bekk. Magdalena nennir ekki að fara en ein úr bekknum er orðin fræg tónlistarkona og hún fellst á að nota tækifærið til að skrifa grein um hana fyrir blaðið sitt. ...

Við skulum ekki vaka

Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum. Æsilegir leikar berast um Reykjavík,...

Það síðasta sem hann sagði mér

Hannah Hall rennismiður flytur þvert yfir Bandaríkin til að giftast Owen, einstæðum föður sem síðan hverfur einn daginn en skilur hana eftir með stjúpdóttur hennar sem hefur ímigust á Hönnuh. Einu skilaboðin frá Owen eru „Verndaðu hana“. Í leit þeirra að honum afhjúpast smám saman skarpur raunveruleikinn, Owen er ekki sá sem hann sagðist vera.

Þernan

Þernan Molly Gray er frábær í sínu starfi en hún á það til að misskilja og rangtúlka aðra og hefur engan lengur til að hjálpa sér að skilja heiminn þegar amma hennar er látin. Þegar auðkýfingur einn finnst látinn í herbergi sínu og grunur fellur á Molly eru góð ráð dýr en hún kemst að raun um það hverjir eru vinir hennar í raun – og hverjir ekki.

Þetta gæti breytt öllu

Ef Essie hefði ekki skrifað þetta tölvubréf – sem enginn átti að sjá nema besta vinkona hennar en fór óvart til allra sem hún þekkti – væri hún enn örugg í fanginu hjá Paul og jafnvel að undirbúa brúðkaupið ... En þá hefði hún aldrei flutt í risíbúðina við torgið – og aldrei hitt Conor eða kynnst Lucasi ... Og þá hefði hún hefði aldrei orðið ...