Þýdd skáldverk

Perlusystirin

Fjórða bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

CeCe, fjórða systrin, hefur ætíð fundist hún utangarðs. Eftir lát Pa Salt upplifir hún sig meiri einstæðing en nokkru sinni. Hún hefur engu að tapa og sökkvir sér ofan í leyndardómsfullan uppruna fjölskyldu sinnar. Einu vísbendingarnar eru svarthvítar ljósmyndir og nafn kvenkyns frumherja sem ferðaðist alla leið frá Skotlandi til Ástralíu.

Rangur staður, rangur tími

Jen verður vitni að því er sonur hennar vegur ókunnan mann. Þetta kvöld sofnar hún full örvæntingar – en næsti dagur reynist vera gærdagurinn ... svo vaknar hún aftur daginn þar á undan. Jen þarf að nýta tímann til að koma í veg fyrir að voðaverkið eigi sér stað. Eitursnjall og æsispennandi sálfræðitryllir, sem slegið hefur í gegn um víða veröld.

Réttarhöldin

Sagan af Jósef K., bankamanninum sem er óvænt kvaddur fyrir dularfullan dómstól til að svara til ókunnra saka, er meðal þekktustu bókmenntaverka 20. aldar. Franz Kafka lauk bókinni raunar ekki til fulls og hún kom fyrst út 1925, ári eftir dauða hans. Hér er á ferð endurskoðuð þýðing þessarar víðfrægu sögu með nýjum eftirmála Ástráðs Eysteinssonar.

Smámunir sem þessir

Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og hina flóknu þögn allra í bænum – þar sem lífið stjórnast af kirkjunni.

Sofðu rótt

Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri. Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.

Spænska ástarblekkingin

Catalina þarf að mæta í brúðkaup systur sinnar. Kærastanum hennar er boðið líka. Vandinn er bara sá að það er enginn kærasti – hún skáldaði hann! Þegar hinn óþolandi vinnufélagi hennar, Aaron, býðst til að koma með henni ákveður hún því að láta á það reyna. Þau hafa þrjá daga til að sannfæra fjölskylduna um að þau séu brjáluð hvort í annað …

Tíundi maðurinn

Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.