Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Jack

Jack er týndi sonur Johns Ames, prestsins í smábænum Gilead. Ástir takast með honum og kennaranum Dellu Miles sem er líka prestsdóttir. En fagurt samband þeirra er þyrnum stráð. Della er svört á hörund og aðskilnaður kynþáttanna er þá enn ríkjandi víða í Bandaríkjunum. Mögnuð skáldsaga um ást og átök, trú og siðgæði, illsku og hugrekki, vanmátt og von.

Jól á eyja­hótelinu

Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin en það eina sem Fintan gerir er að ráða til starfa bráðlyndan franskan kokk o...

Jökull

Bráðsmitandi sjúkdómur skekur heiminn og hefur stráfellt helming mannkyns. Þegar leiðir Önnu og Eriks liggja saman þrátt fyrir blátt bann við slíku er ekki aftur snúið. Ástin kviknar, og á hóteli í Stokkhólmi, þar sem fólk úr efri stéttum leitar skjóls frá öngþveitinu tala Anna og Erik saman á milli herbergja með talstöð. Getur ástin sigrað í heimi sem er að hruni kominn?

Kaldaslóð

Fyrsta bókin í bókaflokki um Juncker, reyndan lögreglumann, sem rannsakar stórbrotið morðmál. Karlmaður er myrtur og eiginkona hans horfin. Fyrrverandi félagi Junckers, Signe Kristiansen, rannsakar mannskæða sprengingu á jólamarkaði í Kaupmannahöfn. Slóðin er köld en svo berst óvænt ábending. Þræðir fléttast saman. Æsispennandi til síðustu blaðsíðu.

Karamazov - bræðurnir

Eitt frægasta skáldverk allra tíma, stórbrotin saga um afbrýðisemi, hatur og morð en jafnframt um kærleika og bróðurþel. Þegar föðurmorð er framið og réttarhöld hefjast er hverjum steini velt við og tekist á við stærstu spurningar mannlegrar tilveru. Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á þessu mikla og magnaða verki.

Kassinn

Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð? Kassinn er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sú fyrsta í röðinni í væntanlegum þríleik.

Kona á flótta

Listakonan Suzanne Meloche fæddist árið 1926 inn í frönskumælandi fjölskyldu í Ottawa í Kanada og ólst þar upp til 18 ára aldurs, í skugga ofríkis kaþólsku kirkjunnar og enskumælandi meirihlutans. Hún var óstýrilát og skapandi og vildi umfram allt ekki hljóta sömu örlög og móðir hennar sem fæddi hvert barnið á fætur öðru eins og ætlast var til af konum í þá daga. Til að forðast...

Krókódíllinn

Ung kona er myrt með hrottafengnum hætti Kaupmannahöfn. Lögregluforingjunum Jeppe Kørner og Anette Werner er falin rannsókn málsins. Í fyrstu beinist grunur að leigusala ungu konunnar en hann hefur gert hana að sögupersónu í glæpasögu þar sem hennar bíða svipuð örlög og í veruleikanum. En skuggar fortíðar leiða rannsóknina brátt á rétta braut ...

Langt að komnar

Sögur kvenna frá Mið–Ameríku

Hér er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl.

Ládeyða

Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjum en hafði haslað sér völl í Lundúnum. Í ljós kemur að hann var að rannsaka mál tengt olíu- og gasfyrirtækjum í Norðursjó. Var það ástæðan fyrir örlögum hans?

Leyndarmál

Emma er ögn seinheppin en nokkuð sátt við lífið þegar hún lendir í erfiðri flugferð, og meðan flugvélin tekur dýfur og aðrir farþegar leggjast á bæn, missir Emma út úr sér öll sín dýpstu leyndarmál. Eins gott að náunginn við hliðina á henni er ókunnugur og engin hætta á að hitta hann aftur ... eða hvað? Myljandi fyndin saga eftir metsöluhöfundinn Sophie Kinsella.

Leyndar­málið okkar

Kvöld eitt kemur Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki benda til glæps. Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þagnargildi.

Leysingar

Vorið lætur á sér standa í Ödesmark. Hnignun þorpsins blasir við í niðurníddum húsum. Í einu þeirra býr Liv ásamt syni sínum og öldruðum föður. Hún er litin hornauga í þessu fámenna samfélagi. Fólk skilur ekki af hverju hún hefur ekki flutt burt – eins og allir hinir. Það er líka pískrað um auðæfi föður Liv og hve auðvelt væri að ræna fjölskylduna ...

Litla bókabúðin við vatnið

Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu í hálöndunum og gæta barna fyrir herragarðseigandann og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf fyrir sig og son sinn. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík fyrir fleiri en þau mæðginin. Sjálfstætt framhald Litlu bókabúðarinnar í hálöndunum.

Líkþvottakonan

Magnþrungin saga um sektarkenndina, heiðurinn og skömmina sem þjakar milljónir stúlkna og kvenna um allan heim, dag eftir dag, ár eftir ár. Líkþvottakonan segir sögu Frmeskar, sem er fædd í Kúrdistan árið 1986. Faðir hennar er ósáttur við að hún er stelpa og hótar að koma henni fyrir kattarnef. Mannréttindafrömuðurinn Sara Omar hefur hlotið fjölda bókmenntaviðu...

Mávurinn

Lögreglumaður, sem dæmdur var í fangelsi fyrir spillingu, kveðst búa yfir upplýsingum sem gætu leitt til þess að gamalt mannshvarf upplýsist. Hann vísar Veru á staðinn þar sem finna megi lík mannsins. En við uppgröft koma óvænt í ljós tvær beinagrindur. Rannsóknin vindur upp á sig og tengist með óþægilegum hætti nánum vinum Hectors, föður Veru.

Meinsemd

Sjálfstætt framhald Kölduslóðar. Morðrannsókn tengist fortíð Junckers. Charlotte eiginkona hans, blaðamaður, rannsakar hvort hægt hefði verið að afstýra hryðjuverkaárásinni hálfu ári fyrr. Signe, félagi Junckers í Kaupmannahafnarlögreglunni, aðstoðar hana. Tengsl virðast vera milli hryðjuverksins og óhugnanlegs morðs. Bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.

Milli steins og sleggju

Heimsfræg poppstjarna er stödd á Doggerlandi við upptökur á nýrri plötu. En rétt áður en upptökunum lýkur hverfur hún sporlaust. Á sama tíma tekur hrottafenginn kynferðisafbrotamaður upp þráðinn í höfuðborginni. Karen Eiken Hornby þarf því að kljást við tvö snúin sakamál í einu. Þetta er þriðja bókin í Doggerland-seríunni vinsælu.