Þýdd skáldverk

Síða 4 af 6

Millileikur

Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney sem var víða kjörin besta bók ársins 2024.

Mýrarljós

Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024. Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex.

Núllkynslóðin

Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á. Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.

Nýtt líf

Darcy Gray er vinsæll áhrifavaldur, með meira en milljón fylgjendur á netinu. Hún er um fertugt, gift stórríkum verslunareiganda og býr á Manhattan í New York. Til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli ákveður Darcy að koma manni sínum á óvart og fljúga til Rómar þar sem hann er í viðskiptaerindum. En þar verður hún fyrir áfalli lífs síns.

Næturdrottningin

Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni allt ganga í haginn. Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar. Þangað til hann kynnist Kate. Eitthvað gerist þegar þessir andstæðu pólar hittast og úr verður æsilegt ástarævintýri.

Ótrúlega skynugar skepnur

Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.

Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Papúsza

Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta

Bókin Papúsza. Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta geymir sýnishorn af kveðskap pólsk-rómíska skáldsins Bronisława Wajs (1907 ̶ 1987) og fræðilegan texta um líf og ljóð skáldsins eftir Sofiyu Zahova. Ljóðin þýðir Maó Alheimsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson texta Sofiyu. Ritstjóri bókarinnar er Birna Bjarnadóttir.

Píanistinn í fjöllunum

Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum, ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð 2022. Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á býlinu sínu og undirbúning nýja veitingahússins. Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?