Þýdd skáldverk

Ótrúlega skynugar skepnur

Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á Sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.

Parísardepurð

Stutt ljóð í lausu máli

Parísardepurð – Le Spleen de Paris – kom út 1869, tveimur árum eftir andlát höfundarins, Charles Baudelaire. Þar er að finna fimmtíu ljóð í lausu máli eða prósaljóð. Með verkinu átti Baudelaire þátt í að breyta viðhorfi til ljóðlistarinnar og hafði umtalsverð áhrif á skáld innan og utan heimalandsins.

Rottueyjan og fleiri sögur

Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø. Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið.

Sjáumst í ágúst

Dýrðleg saga um heita þrá, hugrekki og frelsi eftir Nóbelshöfundinn Márquez. Anna Magdalena hefur verið gift í 27 ár og átt farsælt líf í borginni. En í ágúst ár hvert fer hún út í eyna þar sem móðir hennar er jörðuð og finnur sér elskhuga til einnar nætur. Sagan var óbirt þegar Márquez lést 2014 og kemur fyrst út nú; óvæntur fengur fyrir lesendur.

Skógarhögg

Geðshræring

Menningarelíta Vínar er samankomin í kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið en fer í huganum með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá. Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.

Skuggaliljan

Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið. Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta. Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review

Skuggavíddin

Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.

Sonurinn

Þessi hrífandi skáldævisaga varð metsöubók í Frakklandi eftir að hún hreppti hin virtu Goncourt-verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Í bókinni er fjallað með frumlegum og snjöllum hætti um eitt hræðilegasta áfall sem hent getur foreldra – barnsmissi.