Þýdd skáldverk

Mánasystirin

Fimmta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Eftir dauða Pa Salt, milljarðamæringsins sem ættleiddi sex dætur allsstaðar að úr heiminum, lætur ein þeirra, Tiggy D’Aplièse, innsæið ráða og flytur á afskekktan stað í skosku hálöndunum til að hugsa um villt dýr á landareign héraðshöfðingjans fjallmyndarlega Charlie Kinnaird sem er í óhamingjusömu hjónabandi og á í baráttu um landareignina.

Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur

Úrval sagna eftir Lydia Davis, einn frumlegasta og vitasta rithöfund Bandaríkjanna. Sögurnar eru hnyttnar og átakanlegar í senn og einkennast af glettni og innsæi. Viðfangsefnin eru margvísleg: Barneignir, vínkjallarar og tryggingar, hvort sælla sé að gefa en að þiggja, forsendur langlífis, fiskiát heima við eða á veitingastöðum og gæði vináttu.

Mæður og synir

Theodor Kallifatides heldur hér sínu striki og er sjálfur í miðju frásagnarinnar. Að þessu sinni fer hann frá Svíþjóð til gamla heimalandsins, Grikklands, og heimsækir móður sína á tíræðisaldri í Aþenu. Um leið rifjar hann upp endurminningar föður síns og tengir uppruna- og ættarsögu við samtal þeirra mæðgina um lífið og tilveruna.

Nákuldi

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Paradís

Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.

Paradísarmissir

Stórbrotið söguljóð frá 17. öld eftir eitt af höfuðskáldum Englendinga. Frásögnin spannar alla heimssöguna, frá sköpun til dómsdags, en kjarni hennar er syndafallið og klækjabrögð Satans þegar hann freistar Adams og Evu í aldingarðinum. Jón Erlendsson þýðir kvæðið af eljusemi og listfengi og skrifar skýringar, en inngang ritar Ástráður Eysteinsson.

Perlusystirin

Fjórða bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

CeCe, fjórða systrin, hefur ætíð fundist hún utangarðs. Eftir lát Pa Salt upplifir hún sig meiri einstæðing en nokkru sinni. Hún hefur engu að tapa og sökkvir sér ofan í leyndardómsfullan uppruna fjölskyldu sinnar. Einu vísbendingarnar eru svarthvítar ljósmyndir og nafn kvenkyns frumherja sem ferðaðist alla leið frá Skotlandi til Ástralíu.

Rangur staður, rangur tími

Jen verður vitni að því er sonur hennar vegur ókunnan mann. Þetta kvöld sofnar hún full örvæntingar – en næsti dagur reynist vera gærdagurinn ... svo vaknar hún aftur daginn þar á undan. Jen þarf að nýta tímann til að koma í veg fyrir að voðaverkið eigi sér stað. Eitursnjall og æsispennandi sálfræðitryllir, sem slegið hefur í gegn um víða veröld.