Þýdd skáldverk

Sönn sakamál Kentucky-mannætan

Sönn saga um útlaga, morðingja og mannætu

Árið 1850 hélt Boone Heim á vit gullæðisins í Kaliforníu eftir að hafa skilið við konu sína og komist margsinnis í kast við lögin. Frændi hans einn ætlaði að slást í för með honum en þegar sá skarst úr leik á síðustu stundu missti Heim stjórn á sér og drap hann. Hann var í kjölfarið lagður inn á geðveikrahæli. Honum tókst að sleppa út af hælinu.

Kirkjugarður hafsins

Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál. Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega.

Kramp

Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.

Kvæði & sögur

Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar.

Mæður og synir

Theodor Kallifatides heldur hér sínu striki og er sjálfur í miðju frásagnarinnar. Að þessu sinni fer hann frá Svíþjóð til gamla heimalandsins, Grikklands, og heimsækir móður sína á tíræðisaldri í Aþenu. Um leið rifjar hann upp endurminningar föður síns og tengir uppruna- og ættarsögu við samtal þeirra mæðgina um lífið og tilveruna.

Nákuldi

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Nokkuð óvenjulegur lögmaður

Frú Rebernak vill ekki veita frænda sínum skjól þegar honum er sleppt úr fangelsi. Hann hafði setið inni í fimmtán ár sakaður um nauðgun á lítilli stúlku. Hún óttast að hann kunni að gera dóttur hennar mein. Hún leitar því ráða hjá Montussaint lögmanni sem hafði verið henni innan handar eftir að maður hennar dó.

Paradísarmissir

Stórbrotið söguljóð frá 17. öld eftir eitt af höfuðskáldum Englendinga. Frásögnin spannar alla heimssöguna, frá sköpun til dómsdags, en kjarni hennar er syndafallið og klækjabrögð Satans þegar hann freistar Adams og Evu í aldingarðinum. Jón Erlendsson þýðir kvæðið af eljusemi og listfengi og skrifar skýringar, en inngang ritar Ástráður Eysteinsson.