Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Minningar skriðdýrs

Á heitum ágústdegi hverfur ellefu ára stelpa sporlaust í verslunarmiðstöð. Í framhaldinu þarf móðir hennar líka að láta sig hverfa – til annars lífs og annars tíma. Minningar skriðdýrs er grípandi sálfræðitryllir en jafnframt áhrifamikil skáldsaga um að finna sér stað í lífinu – og að læra að elska – sem hefur vakið gríðarmikla athygli.

Natríumklóríð

Níunda bók Jussi Adler-Olsens um Deild Q í dönsku lögreglunni en bókaflokkurinn um hana hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin ár. Hálfgerð tilviljun veldur því að gömul mál sem höfðu verið flokkuð sem sjálfsvíg eða óhöpp koma til rannsóknar að nýju og fyrr en varir byrjar óhuggulegt mynstur að taka á sig mynd.

Nágrannavarsla

Hvaða hættur kunna að leynast í garði nágranna þíns? Er einhver í húsinu við hliðina sem á að standa autt? Sonja Jansen er ein heima að lesa undir próf. Hún hefur tekið að sér að vökva fyrir nágrannann í rólegu úthverfi. Hún verður vör við umgang í húsinu og hringir í lögregluna. Lögreglumaðurinn Lydia Winther, sem kölluð er Snö, kemur á vettv...

Neðanjarðarjárnbrautin

Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í Neðanjarðarjárnbrautina þá grípur hún tækifærið.

Norrlands Akvavit

Á fimmta áratug tuttugustu aldar varð mikil trúarvakning í Vesturbotni í Svíþjóð. Þar lék trúboðspresturinn Olof Helmersson stórt hlutverk. Hann var þekktur fyrir kraftmiklar predikanir, auk þess sem hann var ákafur baráttumaður fyrir bættri tannhirðu. Þegar vakningaraldan tók að dvína hvarf presturinn á braut og enginn vissi hvað um hann varð. ...

Nú er þér óhætt að fara heim

Nina Karim er rannsóknarlögreglukona sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Nina á sjálf óuppgert mál frá táningsárum sínum en faðir hennar var myrtur af leyniskyttu, andstæðingi þungunarrofs. Spennusaga um ofbeldi, niðurlægingu, heiður, morð og hefndarþorsta.

Nýtt land utan við gluggann minn

Theodor Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar og heillaðist af nýju landi og tungumáli. Í þessari einstöku bók fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu og fléttar saman á hrífandi hátt hugleiðingum tungumál og tilvist, minningar, ást og eigin ímynd, ásamt þeim möguleikum og áskorunum...

Nætursöngvarinn

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð.

Ofsóttur

Bill Browder snýr hér aftur í kjölfar metsölubókar sinnar, Eftirlýstur, með aðra hörkuspennandi bók sem lýsir því hvernig hann afhjúpaði viðleitni Pútíns til að stela og þvætta hundruð milljarða Bandaríkjadala frá Rússlandi – og að Pútín sé reiðubúinn að drepa hvern þann sem stendur í vegi fyrir honum.

Ríki óttans

Eftir stormasamt tímabil í bandarískum stjórnmálum tekur nýr forseti við völdum í Hvíta húsinu. Nýi utanríkisráðherrann, Ellen Adams, er varla tekin við embætti þegar hún stendur frammi fyrir skelfilegri alþjóðlegri ógn. Utanríkisþjónustunni berast dularfull skilaboð sem reynast vera dulkóðuð viðvörun. Í kjölfarið eru gerðar sprengjuárásir víð...

RU

Ru þýðir á frönsku lítill lækur, sömuleiðis eitthvað sem rennur, á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnmastríðiði geisaði í von um betra líf í Kanada. Bókaklúbburinn Sólin.

Samkomulagið

Samkomulagið er hörkuspennandi sakamálasaga um hvernig samband ungrar konu við eldri mann, sykurpabba, verður eitrað og banvænt. Þetta er háhugaverð saga um kynlíf, þráhyggju og morð.

Sannleiksverkið

Frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum og fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.

Staðurinn

Hann fór aldrei inn á safn, las eingöngu héraðsblaðið og notaði alltaf Opinel-hnífinn þegar hann tók til matar síns. Verkamaðurinn sem varð smákaupmaður. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en bar þá einlægu von í brjósti að dóttir hans gengi menntaveginn og yrði föðurbetrungur. Dóttirin er Annie Ernaux, einn kunnasti rithöfundur Frakklands. ...

Stuldur

Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur granni drepur hreindýrskálfinn hennar. Hún segir ekki frá enda skiptir lögreglan sér aldrei af því þótt Samarnir verði fyrir tjóni og grannarnir hæðast að menningu þeirra. Þegar Elsa vex úr grasi berst hún gegn misréttinu en þá vitjar fortíðin hennar. Höfundur byggir söguna á raunverulegum atvikum.

Systirin í skugganum

Þriðja bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Star, sú dularfyllsta systranna stendur á tímamótum við dauða föður síns. Hún er hikandi við að stíga út úr örygginu sem hún upplifir í nánu sambandi við systur sína CeCe. Vísbendingin sem Pa Salt skilur eftir um upprunann leiðir hana í fornbókabúð í London sem gerir henni kleift að stíga út úr skugga systur sinnar og kjósa sína eigin framtíð.

Systirin í storminum

Önnur bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut, var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru?

Sælureitur agans

Fjórtán ára stúlka hefur varið hálfu lífi sínu í heimavistarskólum í Ölpunum en bíður þess eins að vistinni ljúki svo hið sanna líf geti hafist. Tíminn líður hægt við fullkomna náttúrufegurð og lífsleiða. Hún laðast að skólasystur sem þekkir lífið utan heimavistarskóla og býr yfir eftirsóknarverðri fjarlægð og aga. Námið er ekki krefjandi og líf...