Þýdd skáldverk

Í hennar skóm

Sam dreymir um betra líf, þar sem hún er laus við áhyggjur og erfiðan eiginmann. Einn morguninn tekur hún vitlausa tösku í ræktinni og í henni reynast vera rándýrir hönnunarskór. Hún klæðir sig í skóna og finnst hún vera orðin allt önnur kona. Nisha á töskuna. Líf hennar virðist fullkomið en þegar hún glatar töskunni umbreytist veruleiki hennar.

Jólabókaklúbburinn

Maple Sugar gistihúsið er fullkomið fyrir jóladekurferð enda er það fullbókað allan desember. Hótelstýran Hattie Coleman er kornung ekkja og einstæð móðir og hennar eina ósk er að komast klakklaust gegnum jólavertíðina. Þegar Erica, Claudia og Anna mæta í vikulanga bókaklúbbadvöl á gistihúsið grípa örlögin í taumana.

Kirkjugarður hafsins

Stórbrotin ættarsaga. Týnd erfðaskrá. Hræðilegt leyndarmál. Haustið 1940, þegar Noregur er undir járnhæl Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, verður skipsskaði úti fyrir norðurströnd landsins. Rithöfundurinn Vera Lind og Olav, ungur sonur hennar, bjargast en eiginmaður Veru ferst ásamt hundruðum annarra farþega.

Kramp

Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.

Kvæði & sögur

Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar.

Linda – eða Lindumorðið

Serían um Evert Bäckström

Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um flókinn vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa. Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók.