Þýdd skáldverk

Gjöf hjúskaparmiðlarans

Gjöf hjúskaparmiðlarans er yndislega ljúfsár saga af tveimur konum á tveimur mismunandi tímabilum. Gyðingastúlka Sara Glikman kemur til Bandaríkjanna árið 1910 ásamt fjölskyldu sinni og fjölda annarra gyðinga frá Rússlandi. „Vá, ég elska þessa sögu; tvö tímabilin, amman og barnabarnið. Önnur hjúskaparmiðlari, hin skilnaðarlögfræðingur.“

Heiðríkja

Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. Um nótt hverfur ein úr hópnum, Eleanor, sporlaust. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?

Helkuldi

Fyrsta bókin í nýrri glæpaseríu eftir Vivecu Sten, höfund hinna vinsælu Sandhamn-bóka. Frosið lík finnst í skíðalyftu í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós?

John Adderley - önnur bók Hin systirin

Fólk lítur undan þegar það sér andlit Aliciu Bjelke, svo afmyndað er það. Hún hefur skapað sér líf sem forritari og er höfundur að vinsælli stefnumótasíðu ásamt Stellu systur sinni. Stella er gullfalleg og er andlit fyrirtækis þeirra systra út á við. Þegar Stella er myrt veit Alicia að lífi hennar er líka stefnt í voða.

Hitt húsið

Kona býður frægum listmálara að dvelja í gestahúsi sínu við afskekkta sjávarströnd þar sem hún og fjölskyldan búa. Málverk hans hafa heillað hana og hún vonast til að myndsýn hans geti vitrað henni leyndina sem býr innra með henni. Þegar líður á sumarið verður storkandi návist hans henni æ óskiljanlegri og raskar hennar annars friðsælu tilveru.

Hvarf Jims Sullivans

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Koster var heillaður af örlögum landa síns, tónlistarmannsins Jims Sullivans sem nánast gufaði upp í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó árið 1975. Ekkert hefur spurst til hans síðan og engar vísbendingar hafa komið fram um hvað af honum hafi orðið. Marglaga skáldsaga sem fetar nýjar slóðir eftir franskan verðlaunahöfund.

Jól í Litlu bókabúðinni

Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia Carmen herbergi hjá sér gegn því að hún aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl.

Kaldamýri

Bærinn Stenräsk árið 1990. Miði á eldhúsborðinu: „Ástin mín. Ég fór að tína krækiber. Varð að komast út. Markus er hjá Karinu.“ Neðst í hægra horninu var stjarnan sem líktist litla óreglulega örinu á maganum. Merki Helenu. Myrkur skall á en Helena kom ekki heim ... – Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Heimskautsbaugurinn.

Klækjabrögð

FBI-fulltrúinn Drex Easton er heltekinn af því að hafa hendur í hári hrapps sem eitt sinn gekk undir nafninu Weston Graham. Með klækjum og dulargervum hefur Weston haft auðinn af átta ríkum konum áður en þær hurfu sporlaust. Þessar konur áttu það eitt sameiginlegt að hafa skyndilega eignast nýjan eiginmann sem hvarf svo líka sporlaust.