Þýdd skáldverk

Týndi systirin

Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims. D’Apliése-systrunum sex hefur tekist að uppgötva leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn ófundin. Leitin að henni leiðir þær víða um heim. Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar konur lögðu allt undir til að breyta heiminum.

Vatn á blómin

Violette er kirkjugarðsvörður í litlu þorpi í Frakklandi. Þegar sársaukafull fortíðin ryðst óvænt inn í friðsælt líf hennar, neyðist hún til að rifja upp leiðina til heilunar og bata. Þetta er hrífandi saga um sorg og seiglu, einmanaleika og lífsfyllingu, móðurást og vináttu. Bók sem hefur heillað lesendur víða um heim og selst í milljónum eintaka.

Yfirbót

MORÐIN Í ÅRE Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.