Þýdd skáldverk

Síða 3 af 3

Sögur á sveimi

Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður en henni er sleppt úr fangaklefanum.

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist vera fyrrum upplýsingatæknistjóri plássins. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.

Villuljós

Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins.