Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Nickel-strákarnir

Elwood Curtis er efnilegur piltur sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund ekki misstíga sig. "***** Hrífandi saga." EFI, Mbl. "Bók sem allir bókmenntaunnendur verða að lesa." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

Norna­veiðar

Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponen finnst myrt og stillt upp í afkáralegri stellingu á heimili þeirra á meðan hann er hinum megin á landinu að kynna nýjustu bókina sína. Lögreglukonan Jessica Niemi stýrir rannsókninni og þegar fleiri uppstillt lík koma í ljós telur hún að raðmorðingi sé að endurskapa atriði úr bókum Koponens. Martröðin er rétt að byrja.

Ofurstynjan

Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista. Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst vetrarstríðið og síðan framhaldss...

Ríki hinna blindu

Gömul kona óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að lögregluforinginn Armand Gamache yrði skiptastjóri bús síns. Það kemur Armand spánskt fyrir sjónir, því að hann þekkir hvorki haus né sporð á konunni. Hann heldur því að um eitthvert grín sé að ræða, enda eru ákvæði erfðaskrárinnar býsna skrýtin. En við líkfund fær erfðaskráin skyndilega ískyggilega merkingu ...

Samþykki

Unglingsstúlkan V. lifir og hrærist í heimi bóka og hana dreymir um að verða rithöfundur. Þrettán ára gömul kemst hún í kynni við G., þekktan höfund sem fjallar gjarnan um sambönd sín og samneyti við ólögráða börn. Í bókinni er velt upp spurningum um samþykki; bæði í persónulegum skilningi og því sem samfélagið samþykkir á hverjum tíma.

Síðasti naglinn

Kim Sleizner komst til æðstu metorða í dönsku lögreglunni með óheiðarlegum hætti og hefur ítrekað misbeitt valdi sínu. Mánuðum saman hefur lögreglukonan Dunja Hougaard stýrt leynilegri rannsókn á Sleizner og er nú reiðubúin að láta til skarar skríða. En hinum megin Eyrarsundsins fær sænski lögreglumaðurinn Fabian Risk skilaboð sem setja strik í reikninginn ...

Sjáandinn

Johnny Smith liggur lengi í dái eftir alvarlegt bílslys. Þegar hann vaknar úr dáinu finnur hann að dulrænar gáfur sem hann uppgötvaði í æsku hafa magnast um allan helming. Einstakir hæfileikar hans til að skyggnast fram í tímann reynast honum þó fremur bölvun en blessun. Eftir langt hlé koma bækur Stephen King, konungs sálfræðitryllanna, nú aftur út á íslensku.

Sjálfsskaði

Í kæfandi sumarhita kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Á sama tíma magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda.

Sjálfsævisaga Alice B. Toklas

Í upphafi 20. aldar flykktust snillingar til Parísar og stóðu fyrir innreið nútímans í listum. Allir söfnuðust þeir saman á vinnustofu Gertrude Stein. Þar sáust listmálarar á borð við Picasso, Matisse og Cézanne, og rithöfundar eins og Hemingway, Fitzgerald og margir fleiri. Í þessari einstöku sjálfsævisögu segir Gertrude Stein frá þessum tíma á óborganlegan hátt.

Sjö systur

Maia og systur hennar hittast á bernskuheimili sínu, ævintýralegum kastala á bökkum Genfarvatns. Faðir þeirra, sem ættleiddi þær sem ungbörn frá ólíkum heimshornum, er látinn en skildi eftir vísbendingar um uppruna þeirra. Bókin er sú fyrsta í bókaflokki um systurnar sjö. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.

Skírnarfjall

Skírnarfjall annar hluti Guðdómlega gleðileiksins eða Kómedíunnar eftir Dante Alighieri og er áframhald á Víti sem kom út í bundnu máli árið 2018. Þýðandinn ákvað að nota orðið Skírnarfjall en ekki Hreinsunareldur eins og viðgengist hefur vegna þess að mestur hluti verksins fer í ferð upp fjall en ekki að vaða eld. Í Víti var skáldið að mestu áhorfand...

Skuggaleikur

Morðin í Leirvík 2

Lísa, besta vinkona rannsóknarfulltrúans Helenu, hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Helena reynir allt sem hún getur til að hafa upp á vinkonu sinni. Stuttu síðar rekur lík, sem erfiðlega gengur að bera kennsl á, á land í sjávarþorpinu Leirvík. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu við Eyrarsundið.

Skuggi ástarinnar

Aðalsöguhetja þessara sögu er frelsisbaráttumaðurinn Memduh Selîm sem fór fyrir uppreisn Kúrda við Ararat gegn Tyrkjum á árunum 1927–1930. Memduh stendur frammi fyrir sígildri glímu – milli persónulegrar hamingju og hugsjóna, milli ástar til stúlku og ástarinnar til þjóðar sinnar. Áhrifarík og ljóðræn söguleg skáldsaga um grimm örlög og sterkar ástríður.

Snyrtistofan

Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína. Höfundur bókarinnar, Mario Bellatin, hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verið þýddur á yfir annan tug tungumála en Snyrtist...

Sonur minn

Á bakvið brosmilt yfirborðið leynist mjög viðkvæmur heimur, eins og völundarhús sem geymir leyndardóm sem þarf að leysa. Þrautin inniheldur föður í kreppu, fjarverandi móður, forvitinn kennara, besta vininn og sálfræðing sem reynir að púsla saman vísbendingum – um einhvern sem er í stórhættu. Sonur minn er einstaklega vell skrifuð saga sem lesandinn gleymir sér í. Spenn...

Spegil­mennið

Ung kona hverfur á leiðinni heim úr skólanum og finnst myrt á hrottalegan hátt fimm árum síðar í miðjum Stokkhólmi. Eina vitnið glímir við algjört minnisleysi. Þetta er áttunda bókin um Joona Linna sem á aðdáendur um allan heim, enda standast fáir Kepler snúning þegar kemur að æsispennandi og hrollvekjandi glæpasögum.

Stúlka, kona, annað

Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna.

Sögur Belkíns

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Sögur Belkíns er fyrsta prósaverkið sem Aleksander Púshkín lauk við. Brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir. Eftirmáli um verkið fylgir þýðingunni.