Þýdd skáldverk

Réttarhöldin

Sagan af Jósef K., bankamanninum sem er óvænt kvaddur fyrir dularfullan dómstól til að svara til ókunnra saka, er meðal þekktustu bókmenntaverka 20. aldar. Franz Kafka lauk bókinni raunar ekki til fulls og hún kom fyrst út 1925, ári eftir dauða hans. Hér er á ferð endurskoðuð þýðing þessarar víðfrægu sögu með nýjum eftirmála Ástráðs Eysteinssonar.

Sofðu rótt

Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri. Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.

Sólarsystirin

Sjötta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Electra er yngst systranna sem dularfulli auðkýfingurinn, Pa Salt, ættleiðir. Hún er ódæll unglingur, hættir í skóla, en er uppgötvuð á götum Parísar og verður heimsfræg ofurfyrirsæta. Sólarsystirin er sjötta bókin í bókaflokknum sem nefndur er eftir fyrstu bókinni, Sjö systur, og eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi.

Sólarupprás við sjóinn

Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn.

Spænska ástarblekkingin

Catalina þarf að mæta í brúðkaup systur sinnar. Kærastanum hennar er boðið líka. Vandinn er bara sá að það er enginn kærasti – hún skáldaði hann! Þegar hinn óþolandi vinnufélagi hennar, Aaron, býðst til að koma með henni ákveður hún því að láta á það reyna. Þau hafa þrjá daga til að sannfæra fjölskylduna um að þau séu brjáluð hvort í annað …

Straumhvörf

Fyrir fimmtíu árum kom hópur unglinga saman um helgi á Holy Island og myndaði náin tengsl. Síðan hefur hópurinn hist þar á fimm ára fresti til að fagna vináttunni og minnast vinarins sem drukknaði við fyrstu endurfundina. Þegar einn úr hópnum finnst hengdur er lögreglan kölluð til. Rannsókn Veru Stanhope leiðir fljótlega í ljós ...

Tíundi maðurinn

Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.

Veðrafjall

Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu.