Þýdd skáldverk

Síða 5 af 6

Prettir í paradís

Anna hafði ekki hitt fyrrverandi eiginmann sinn í þrjú ár þegar hann bankar upp á í litlu leiguholunni hennar og vill fá hana með sér í fjölskyldubrúðkaup á paradísareyju. Fjölskylda hans heldur að þau séu enn gift, sem skiptir máli vegna skilmála í erfðaskrá afa hans. Anna yrði á launum og hana vantar pening - hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?

Prinsessur og prakkarar

Tuttugu ævintýri

Falleg og eiguleg bók með tuttugu nýjum þýðingum á þekktustu ævintýrum H.C. Andersen, allt frá Eldfærunum til Snædrottningarinnar. Ævintýrin eru langt frá því að vera eingöngu ætluð börnum – í þeim má finna ýmis siðferðileg álitamál, flóknar spurningar um tilvist mannsins og listrænan frásagnarhátt sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

P.s. Ég elska þig

Metsölubókin sem er orðin klassík! Sumt fólk bíður allt sitt líf eftir því að finna sálufélaga. En ekki Holly og Gerry. Þau löðuðust hvort að öðru í æsku og urðu svo samrýnd að enginn gat ímyndað sér að þau yrðu nokkurn tímann aðskilin. Við andlát Gerrys bugast Holly en Gerry skildi eftir sig skilaboð til hennar, ein fyrir hvern mánuð ársins.

Rauðhetta

Þrjár systur: Lisbet, sem er ljósmóðir, Judith, sem er ljósmyndari og Carol, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hver þeirra skyldi það vera sem ryður úr vegi hættulegum vandræðamönnum en virðist á yfirborðinu „ósköp venjuleg“? Lögregluforingi á eftirlaunum kemst á sporið – og úr verður æsilegt kapphlaup sem berst meðal annars til Íslands.

Rauði fuglinn

Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimsþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til hvors annars rista enn djúpt en óuppgerðar sakir stía þeim í sundur.

Rósa og Björk

Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur Hildar, sem hurfu sporlaust árið 1994? Eftir öll þessi ár virðist Hildur loks vera komin á slóðina en þá kemur upp nýtt mál sem hún þarf að sinna í starfi sínu í lögreglunni á Ísafirði. Satu Rämö er finnsk en býr á Íslandi. Fyrsta bók hennar um Hildi sló í gegn og hér er komið æsispennandi framhald.

Skilnaðurinn

Bea og Niklas hafa búið saman í þrjátíu ár í fínu hverfi í Stokkhólmi. Kvöld eitt, eftir ómerkilegt rifrildi, lætur Niklas sig hverfa. Bea á von á honum á hverri stundu með skottið á milli lappanna. En hann kemur ekki og heimtar skilnað. Tilnefningar: Bók ársins í Svíþjóð 2022 og Besta skáldsagan á Storytel í Svíþjóð 2022.

Skógarhögg

Geðshræring

Menningarelíta Vínar er samankomin í kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið en fer í huganum með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá. Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.

Sorgarsugan

Maður, sem tvívegis hefur reynt að drepa Thorkild Aske, bankar uppá hjá honum með óvenjulega bón. Hann segist hafa fengið það verkefni að myrða fjórar manneskjur innan viku, að öðrum kosti verði átta ára gamall frændi hans drepinn. Hann vill fá hjálp Thorkilds við að ljúka verkefninu. Höfundur hlaut Riverton, norsku glæpasagnaverðlaunin, árið 2022.

Sólskinsdagar og sjávargola

Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð fyrir sér en með tímanum eignast hún dýrmæta vini og kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum á sjálfri sér. En þá bankar fortíðin upp á.

Sporbaugar

Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.