Þýdd skáldverk

Tengdamamman

Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn. En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt. Samskiptin verða fljótlega erfið. Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi. Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir átökum sem munu sundra fjölskyldunni.

Týnda systirin

Sjöunda bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Sjöunda bókin í einum vinsælasta bókaflokki heims. D'Aplièse-systrunum sex hefur tekist að uppgötva leyndarmál uppruna síns en sjöunda systirin er enn ófundin. Leitin að henni leiðir þær víða um heim. Þær uppgötva sögu ástar, styrks og fórna sem hófst næstum 100 árum áður, þegar aðrar hugrakkar konur lögðu allt undir til að breyta heiminum.

Yfirbót

Morðin í Åre. Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.

Æska

Annar hlutinn í endurminningaþríleik. Tove segir frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og vinnur að því að fá ljóð sín gefin út. Með húmor og einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna.