Þýdd skáldverk

Paradís

Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.

Paradísarmissir

Stórbrotið söguljóð frá 17. öld eftir eitt af höfuðskáldum Englendinga. Frásögnin spannar alla heimssöguna, frá sköpun til dómsdags, en kjarni hennar er syndafallið og klækjabrögð Satans þegar hann freistar Adams og Evu í aldingarðinum. Jón Erlendsson þýðir kvæðið af eljusemi og listfengi og skrifar skýringar, en inngang ritar Ástráður Eysteinsson.

Perlusystirin

Fjórða bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

CeCe, fjórða systrin, hefur ætíð fundist hún utangarðs. Eftir lát Pa Salt upplifir hún sig meiri einstæðing en nokkru sinni. Hún hefur engu að tapa og sökkvir sér ofan í leyndardómsfullan uppruna fjölskyldu sinnar. Einu vísbendingarnar eru svarthvítar ljósmyndir og nafn kvenkyns frumherja sem ferðaðist alla leið frá Skotlandi til Ástralíu.

Rangur staður, rangur tími

Jen verður vitni að því er sonur hennar vegur ókunnan mann. Þetta kvöld sofnar hún full örvæntingar – en næsti dagur reynist vera gærdagurinn ... svo vaknar hún aftur daginn þar á undan. Jen þarf að nýta tímann til að koma í veg fyrir að voðaverkið eigi sér stað. Eitursnjall og æsispennandi sálfræðitryllir, sem slegið hefur í gegn um víða veröld.

Réttarhöldin

Sagan af Jósef K., bankamanninum sem er óvænt kvaddur fyrir dularfullan dómstól til að svara til ókunnra saka, er meðal þekktustu bókmenntaverka 20. aldar. Franz Kafka lauk bókinni raunar ekki til fulls og hún kom fyrst út 1925, ári eftir dauða hans. Hér er á ferð endurskoðuð þýðing þessarar víðfrægu sögu með nýjum eftirmála Ástráðs Eysteinssonar.

Sofðu rótt

Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri. Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.

Sólarsystirin

Sjötta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Electra er yngst systranna sem dularfulli auðkýfingurinn, Pa Salt, ættleiðir. Hún er ódæll unglingur, hættir í skóla, en er uppgötvuð á götum Parísar og verður heimsfræg ofurfyrirsæta. Sólarsystirin er sjötta bókin í bókaflokknum sem nefndur er eftir fyrstu bókinni, Sjö systur, og eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi.

Sólarupprás við sjóinn

Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn.