Þýdd skáldverk

Ef þetta er maður

Primo Levi var ítalskur gyðingur sem lenti í Auschwitz en lifði af til að segja sögu sína. Þegar rússneskir hermenn frelsuðu hann og aðra fanga var hann nær dauða en lífi eftir tæplega ársdvöl. Frásögn hans af þessari vist er hófstillt og blátt áfram og lýsir ólýsanlegri grimmd og harðræði en jafnframt mannlegri reisn og samkennd, þrátt fyrir allt.

Engin heimilisgyðja

Ofurlögfræðingurinn Samantha Sweeting á sér ekkert líf utan vinnunnar. Hennar æðsti (og eini) draumur er að verða meðeigandi í lögfræðistofunni þar sem hún starfar en þá gerir hún mistök sem gera framtíð hennar hjá fyrirtækinu að engu. Fyrir stórkostlegan misskilning ræður hún sig sem ráðskonu á sveitasetri, án nokkurrar reynslu af heimilisstörfum.

Fávitinn

Þetta stóra verk rússneska sagnameistarans Dostojevskís frá árinu 1868 er ein þekktasta skáldsaga 19. aldar, gríðarlega margslungin og breið frásögn um samfélag manna og samskipti, gæsku og grályndi, með hinn algóða Myskhin fursta í brennidepli. Rómuð þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur kom fyrst út 1986‒1987 en hefur lengi verið ófáanleg.

Ferð til Indlands

Ferð til Indlands er frægasta verk enska skáldsagnahöfundarins E.M. Forsters. Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur mæta tortryggni landa sinna í borginni Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast aðstæðum innfæddra og valda síðan uppnámi innan indverska samfélagsins.

Fiðrildið

Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg.

Föli skúrkurinn

Berlín 1938. Í hitamollu síðsumars stefnir Evrópa í stórstyrjöld en í skugga þeirra stórviðburða gengur laus í Berlín fauti sem drepur eingöngu ljóshærðar og bláeygar táningsstúlkur. Einkaspæjarinn Bernie Gunther álpast á slóðir glæpamanna jafnt sem Gestapohrotta. „... einfaldlega uppáhalds spennusagnahöfundurinn minn.“ (Egill Helgason).

Fjällbacka-serían Gauksunginn

Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti. Nú er samfélagið í Fjällbacka í áfalli eftir tvo skelfilega atburði. Hjónin Erica Falck rithöfundur og Patrik Hedström lögreglumaður fara ekki varhluta að því.

Gift

Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Elskuð af lesendum hlaut hún fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk oft harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Eitt hennar sterkasta verk í nýrri þýðingu.