Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Dvergurinn frá Normandí

Fjórar ungar stúlkur sitja við útsaum undir leiðsögn fanga og dvergs. Sagan gerist í klaustri á Englandi og fléttar saman sögur af saumastúlkunum fjórum og frásögn af sannsögulegum atburðum sem enduðu í mannskæðri orrustu við Hastings. Sannir örlagaatburðir eru listilega ofnir inn í lifandi frásögn um vaknandi meðvitund unglinganna um ástina og illsku mannann

Dýrabær

Dýrabær eftir George Orwell má teljast ein af máttugustu skáldsögum 20. aldar. Þykir hún eitt besta dæmi bókmenntasögunnar um ádeilu sem heppnast, að vera á yfirborðinu auðskilið ævintýri sem allir geta lesið sér til ánægju, en felur jafnframt í sér hvassa gagnrýni með tilvísun í stjórnmál samtíma síns og stóratburði í mannkynssögunni. Þorsteinn Gylfason ritar formála.

Eftirlifend­urnir

Þrír bræður heimsækja yfirgefið kot á afskekktum stað, þar sem þeir dvöldu í barnæsku, til að uppfylla hinstu ósk móður sinnar. Um leið þurfa þeir að horfast í augu við undarlegan uppvöxt og rifja upp sársaukafullan atburð sem hefur haft mikil áhrif á líf þeirra.

Ef við værum á venjulegum stað

Í borginni Lagos de Moreno í Mexíkó eru fleiri kýr en manneskjur og fleiri prestar en kýr. Íbúarnir gera uppreisn gegn stjórnvöldum vegna kosningasvindls sem verður upphafið að kostulegu ferðalagi sögumanns um ólíkar deildir hins mexíkanska þjóðlífs. Skálkasaga um spillta pólitíkusa, stórar fjölskyldur og hvað það þýðir að tilheyra millistétt í Mexíkó. Áður hefur komið út á ísl...

Engir hnífar í eldhúsum þess­arar borgar

Mögnuð fjölskyldusaga sem gerist á árunum 1963–2005 í Aleppo, Sýrlandi. Borgin, áður vagga menningar og ríkidæmis, er bókstaflega að hrynja og endurspeglar andlegt hrun fjölskyldunnar, vina, fjandmanna og elskenda í grimmilegu einræðinu. Eftir þekktasta samtímahöfund Sýrlands, Khaled Khalifa, sem búsettur er í Damaskus. Áður hefur komið út á íslensku eftir Khalifa Dauðinn e...

Erfinginn

Amma Eleanor er myrt með hrottafengnum hætti. Í kjölfarið fær hún að vita að amma hennar hefur arfleitt hana að afskekktu sveitasetri. Þegar hún skoðar setrið koma upp á yfirborðið gömul leyndarmál og ýmsar spurningar vakna. Eleanor reynir að ráða í gáturnar en einhver er staðráðinn í að koma í veg fyrir að hún fái spurningum sínum svarað.

Ég verð hér

Trina þarf að fást við fastista sem banna henni að kenna á þýsku, stíflu sem hugsanlega drekkir þorpinu hennar og heimstyröld sem tekur son hennar og mann frá henni. Þegar dóttir hennar hverfur gefur hún aldrei upp von um að finna hana aftur. Margverðlaunuð bók sem hefur farið sigurför um heiminn.

Faðir Brown

Sposkur á svip sinnir faðir Brown sóknarbörnum sínum af samúð og virðingu. En undir hæglátu yfirbragði prestsins býr næmur skilningur á mannlegu eðli, ekki síst hinum myrku hliðum þess. Með skörpu innsæi sínu og hljóðlátum vitsmunum leysir faðir Brown flókin sakamál. Úrval smásagna um einn ástsælasti einkaspæjari enskra glæpasagnabókmennta.

Ferðalag Cilku

Örlagasaga stúlku frá Slóvakíu sem er kornung send í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Þar fær yfirmaður augastað á henni sem verður til þess að hún lifir af. En í stríðslok er hún sökuð um samstarf við kúgarana og send í næstu fangabúðir, engu skárri, gúlagið í Síberíu. Átakanleg frásögn byggð á sönnum atburðum, eftir sama höfund og Húðflúrarinn í Auschwitz.

Ferðataskan

Rússneski rithöfundurinn Sergej Dovlatov sendi frá sér á annan tug bók, flestar eftir að hann fluttist frá heimalandinu og settist að í Bandaríkjunum. Ferðataskan er eitt af þekktustu verkum hans og kom fyrst út árið 1986. Í átta lauslega tengdum köflum gerir höfundur sér mat úr innihaldi töskunnar sem hann hafði meðferðis í sjálfskipaða útlegð til New York. Einstakur stíll Dov...

Fimmtudags­morðklúbburinn

Þegar hrottalegt morð á sér stað á þröskuldinum hjá áhguafólki um morðmál er Fimmtudagsmorðklúbburinn allt í einu kominn með glóðvolgt mál að leysa. Þótt Elizabeth, Joyce, Ibrahim og Ron séu að nálgast áttrætt eru þau ekki dauð úr öllum æðum. Sló öll sölumet í Bretlandi þegar hún kom út!

Fjölskylda fyrir byrjendur

Flora Donovan er í draumastarfinu, einhleyp í New York og hefur aldrei fundist hún tilheyra neins staðar þar til hún kynnist Jack Parker og dætrum hans, Izzy og Molly. Nýja sambandið reynist Floru mikil áskorun því draugar fortíðar gætu eyðilagt allt sem hana hefur dreymt um. Dásamleg saga um ást, vináttu, sorg, fjölskyldulíf og fyrirgefningu.

Fríða og dýrið – Franskar sögur og ævintýri fyrri alda

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er að finna úrval franskra texta frá 12. til 18. aldar: stuttar ljóðsögur, fábyljur, dæmisögur, ævintýri og smásögur. Þar eru verk eftir óþekkta höfunda en einnig Marie de France, Jean Bodel, Marguerite de Navarre, Bonaventure des Périers, Charles Sorel, Mme de Lafayette, Mme d’Aulnoy, Charles Perrault, François Fénelon, Mme Leprince de Beaumont, Voltaire og Mme de Staël.

Frosin sönnuna­r­gögn

Þegar fyrstu ferðamenn sumarsins koma til bæjarins Sisimiut á vesturströnd Grænlands brýst þar út dularfullur faraldur. Sika Haslund er nýkomin aftur til Grænlands eftir langa búsetu í Danmörku. Ásamt blaðamanninum Þormóði Gíslasyni uppgötvar hún ískyggilega forsögu faraldursins ... Fyrsta bókin í flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi.

Frostrós

Níu konur finnast myrtar í Berlín á árunum 1940-41 og fram fer umfangsmikil leit að morðingjanum. Eitt fórnarlambanna sker sig úr: ung kona sem lögreglan kallar Frostrós. Lögreglumaðurinn Jóhann leggur allt undir í leitinni að morðingjanum. Af hverju reynir nasistaflokkurinn að villa um fyrir rannsókn morðins? Og hvað er eitt morð í ríki sem myrðir þúsundir án þess að depla auga?

Fugladóm­stóllinn

Seyðandi og grípandi sálfræðitryllir eftir Agnesi Ravatn, einn áhugaverðasta rithöfund Noregs um þessar mundir. Spennandi og fallega skrifaður sálfræðitryllir sem magnast stig af stigi að átakanlegum hápunkti svo að lesandinn stendur á öndinni. Þessi spennusaga hefur notið mikilla vinsælda í Noregi og leikgerð bókarinnar gekk fyrir fullu húsi í norska þjóðleikhúsinu í tvö ár.

Fyrsta málið

Á dimmum og köldum desembermorgni kemur rannsóknar­fulltrúinn Kim Stone inn á lögreglustöðina í Halesowen. Hún er að fara að hitta nýja liðið sitt í fyrsta sinn. Fórnarlambið í næsta máli er sömuleiðis að fara að hitta morðingja sinn ...

Færðu mér stjörnurnar

Árið 1937 flytur hin nýgifta enska Alice til Kentucky þar sem hennar bíður óvæntur og erfiður veruleiki með bandarískum eiginmanni sínum. Ástin dofnar og þegar hinn auðugi og valdamikli tengdafaðir hennar snýst gegn henni og vinkonum hennar er skyndilega frelsi þeirra og líf í hættu.