Þýdd skáldverk

Síða 2 af 6

Englatréð

Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur. En Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið. Það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Grípandi fjölskyldusaga eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö.

Eyja

Jeppe Kørner er í leyfi á eyjunni Borgundarhólmi og Anette Werner er því einni falið að stýra rannsókninni á sundurlimuðu líki sem fannst í tösku grafinni í jörð á leikvelli í miðbænum. Rit­höfundurinn Esther de Laurenti kemur við sögu og brátt kemur Jeppe líka til skjalanna og við tekur rannsókn á ískyggilegu leyndarmáli sem á rætur í fortíðinni.

Ég tæki með mér eldinn

Leïla Slimani lýkur þríleik sínum á glæsilegan hátt. Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, vilja haga lífi sínu eftir eigin höfði. Faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu innviða í Marokkó en þær fara til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma.

Fado Fantastico

Blús er hægt að hlusta á, tangó er hægt að dansa, en fado verður að upplifa. Á meðan Francisco Fantastico sefur úr sér áfengisvímu í bifreið skammt frá heimili sínu í Genf er hann skyndilega numinn á brott. Þar eru þó engir þrjótar að verki heldur António sonur hans sem ætlar að fara með hann alla leið til Lissabon.

Ferðabíó herra Saitos

Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélaginu þar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu.

Fiðrildaherbergið

Heillandi saga um átakanleg leyndarmál eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. Pósa trúlofast Jonny en verður á svipuðum tíma ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana óvænt. Þau Jonny flytja í ættaróðalið og þar í skugga harmleiks elur hún upp syni sína. Um sjötugt rekst Pósa aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun.

Fjórar konur

Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Ástarmál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti.

Grænmetisætan

Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún m.a. hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn.

Hinir ósýnilegu

Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu.

Hitt nafnið

Sjöleikurinn I-II

Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.