Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Gjöf hjúskaparmiðlarans

Gjöf hjúskaparmiðlarans er yndislega ljúfsár saga af tveimur konum á tveimur mismunandi tímabilum. Sagan hefst þar sem gyðingastúlka Sara Glikman kemur til Bandaríkjanna árið 1910 ásamt fjölskyldu sinni og fjölda annarra gyðinga frá Rússlandi.

Heiðríkja

Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. En á brúðkaupsnóttinni hverfur ein úr hópnum, Eleanor, eins og hún hafi gufað upp. Áður en hún hvarf hafði Eleanor sagt að hún hefði séð draug barns á staðnum þar sem það drukknaði fyrir mörgum árum. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hv...

Helkuldi

Frosið lík finnst í einni skíðalyftunni í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós? Tvíeykið Daníel Lindskog og Hanna Ahlender rannsakar málið. Helkuldi er fyrsta bókin...

Hin óhæfu

Bækur Hjorths & Rosenfeldts um Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni.

Hvarf Jims Sullivans

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Koster var heillaður af örlögum landa síns, tónlistarmannsins Jims Sullivans sem nánast gufaði upp í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í marsmánuði 1975. Ekkert hefur spurst til hans síðan og engar vísbendingar hafa komið fram um hvað af honum hafi orðið. Dwayne ákveður að stytta sér aldur á sömu slóðum og síðast sást til Jims...

Inngangur að efnafræði

Ástir og efnafræði, sjónvarpsþættir um matargerð, kenningar um sjálfskviknun lífs og vaknandi kvenfrelsi á sjöunda áratug síðustu aldar – allt blandast þetta saman í óviðjafnanlega blöndu í þessari hröðu, spennandi, fyndnu og hjartnæmu sögu af efnafræðisénínu og sjónvarpskokknum Elizabeth Zott.

Kalmann

Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum.

Kjörbúðarkonan

Þegar Keiko Furukura fær hlutastarf með námi í kjörbúðinni Smile Mart finnur hún tilgang í lífinu. Þar skilur hún reglurnar - þær eru skráðar í handbók búðarinnar - og á auðvelt með að falla inn í starfsmannahópinn. En nú er hún orðin 36 ára gömul og fólki finnst tími til kominn að hún taki næstu skref: finni sér maka og merkilegra starf.

Klækjabrögð

FBI-fulltrúinn Drex Easton er heltekinn af því að hafa hendur í hári hrapps sem eitt sinn gekk undir nafninu Weston Graham. Með klækjum og dulargervum hefur Weston haft auðinn af átta ríkum konum sem síðan hafa horfið sporlaust. Þessar konur áttu það eitt sameiginlegt að hafa skyndilega eignast nýjan eiginmann sem hvarf svo líka sporlaust. Drex ...

Komdu nær

Óútskýranleg hljóð heyrast í húsinu, skrítnir atburðir gerast í vinnunni, endurteknir draumar um seiðandi en skelfilega kvenveru sem kallast Naamah. Eru þetta merki um geðveiki eða er Amanda, arkitekt sem telur sig hamingjusamlega gifta, hýsill kvendjöfuls aftan úr forneskju?

Kvöld eitt á eyju

Pistlahöfundinum Cleo Wilder finnst hugmyndin um að giftast sjálfri sér á afskekktri eyju við Írlandsstrendur og skrifa um það grein afar kjánaleg en er alveg til í ókeypis frí svo hún slær til. Á eynni kemur í ljós að eini gististaðurinn er tvíbókaður en geðstirði ljósmyndarinn Mack neitar að gefa upp plássið. Hvort þeirra á að sofa á sófanum?

Kæri læknir

Eða Saga um tittling

Í London opnar ung kona sig fyrir lækninum sínum. Hún fæddist og ólst upp í Þýskalandi og hefur búið í Englandi í nokkur ár, staðráðin í að slíta sig frá fjölskyldu sinni og uppruna. Í hárbeittri einræðu sinni fer hún m.a. með lesandann í ferð um ævi sína og heima stórfurðulegra kynlífsóra.

Lengsta nóttin

Í þéttri snjókomu og skafrenningi hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim á Land-Rovernum sínum. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Bílstjóradyrnar eru opnar en bílstjórinn hvergi sjáanlegur. Í aftursætinu reynist vera ungbarn í bílstól. Vera tekur barnið með sér svo það frj...

Leyndarmálið

Frá höfundi metsölubókarinnar Bréfið kemur nú Leyndarmálið, áhrifarík og spennandi saga sem ekki er hægt að leggja frá sér. Mary á sér leyndarmál. Fyrir fjörutíu árum tók hún ákvörðun sem breytti lífi hennar um alla framtíð og olli straumhvörfum hjá manneskju sem er henni mjög kær.

Liðin tíð

Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera.

Líkamslistamaðurinn

Líkamslistamaðurinn er ein sérstæðasta skáldsaga bandaríska verðlaunahöfundarins Dons DeLillo. Þar segir frá listakonunni Lauren sem tekst á við djúpa sorg eftir að eiginmaður hennar styttir sér aldur. Laureen uppgötvar í einu herbergi hússins, þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu búið sér heimili, dularfulla mannveru sem talar með rödd eiginm...

Maðurinn sem dó tvisvar

Elizabeth fær bréf frá gömlum vinnufélaga. Hann hefur gert hrikaleg mistök og þarf á hjálp að halda. Í sögu hans koma við stolnir demantar, ofbeldisfullur mafíósi og hann er í raunverulegri lífshættu. Líkin byrja að hrannast upp og Elizabeth fær þau Joyce, Ibrahim og Ron í lið með sér í leit að hinum kaldrifjaða morðingja.

Miðnæturbókasafnið

Hvað myndir þú gera öðruvísi ef þú ættir þess kost? Nora, vansæl og full af eftirsjá, fær ný tækifæri og sjónarhorn í gegnum bækur Miðnæturbókasafnins að máta sig við, breyta kúrsinum og lifa lífinu upp á nýtt. Við höfum val og Miðnæturbókasafnið er falleg saga sem vekur til umhugsunar hvernig öll breytni hefur afleiðingar. Bókaklúbburinn Sólin