Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Nýtt land utan við gluggann minn

Theodor Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar. Hann var 26 ára gamall og heillaðist af nýju landi og tungumáli sem hann náði fljótt undraverðum tökum á. Aðeins fáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í þessari einstöku bók fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. Á hrí...

Nætursöngvarinn

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr. En það eru ekki allir ánægðir með að dóttir Lars Dunckers sé snúin aftur og Hanna uppgötvar að það getur haft alvarlegar afleiðingar að grufla í fortíðinni. „Þessi bók er ...

RU

Á frönsku þýðir orðið ru lítill lækur, eða í óeiginlegri merkingu eitthvað sem rennur á borð við tár eða blóð. Á víetnömsku þýðir orðið vögguvísa eða sú sem svæfir og huggar. Margverðlaunuð bók höfundar sem flúði, líkt og 11 ára sögupersóna bókarinnar, yfirséttarlíf sitt í Saigon á meðan Víetnmastríðiði geisaði í von um betra líf í Kanada. Bókaklúbburinn Sólin.

Stuldur

Samastúlkan Elsa verður vitni að því þegar sænskur granni drepur hreindýrskálfinn hennar. Hún segir engum frá enda skiptir lögreglan sér aldrei af því þótt Samarnir verði fyrir tjóni, og grannarnir hæðast að menningu þeirra. Þegar Elsa vex úr grasi berst hún gegn misrétti sem hún og fólkið hennar verður fyrir en þá vitjar fortíðin hennar. Höfundur byggir söguna á raunverulegum ...

Systirinn í storminum

Ally fær vísbendingu um uppruna sinn við andlát föður síns. Hún rekur slóð sína til Noregs og tengist hún ævi óþekktrar söngkonu, Önnu Landvik, sem var uppi 100 árum fyrr og söng þegar tónlist Griegs við ljóðabálk Ibsens, Pétur Gaut var frumflutt. Hvernig tengist Anna föður hennar, hver var hann í raun og veru? Þetta er önnur bókin um Systurnar sjö.

Tíminn sem týndist

Sakamálasaga. Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. En eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum. Claudia Castro hyggur á hefndir.

Tríó

Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást og tilfinningar og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt.

Umskiptin og aðrar sögur

Bókin geymir allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu. Þær eru 44 talsins og mjög mislangar, frá örsögum upp í nóvellur, margbreytilegar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundarins í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Sögurnar hafa allar birst áður á íslensku en koma nú út í endurskoðaðri þýðingu í einni bók ásamt nýjum og fróðlegum eftirmála.

Upplausn

Á fallegum sumardegi er Charlotte, móðir tveggja ungra barna, á leið úr ræktinni í skólann þar sem hún vinnur í friðsælum smábæ á eyjunni Fjóni. Nokkrum mínútum síðar er hún horfin sporlaust á þessari stuttu leið. Sara Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Dana og Mads Peder Nordbo vakti mikla athygli með bók sinni Flúraða konan.

Vargar í véum

Blóðugt uppgjör glæpagengja. Dauðir úlfar með mannakjöt í maganum. Kaldrifjaður útsendari rússnesku mafíunnar mætir á svæðið. Lögreglan í sænska landamærabænum Haparanda kann að fást við smákrimma en hér er við öllu svæsnari glæpamenn að ræða. Lögreglukonan Hanna Wester þarf að takast á við erfið mál um leið og hún stríðir við ýmsar flækjur í einkalífinu.

Þernan

Þernan Molly Gray er frábær í sínu starfi en hún á það til að misskilja og rangtúlka orð og viðbrögð annarra og hefur engan lengur til að hjálpa sér að skilja heiminn þegar amma hennar er látin. Þegar auðkýfingur einn finnst látinn í herbergi sínu og grunur fellur á Molly eru góð ráð dýr en hún kemst að raun um það hverjir eru vinir hennar í raun – og hverjir ekki.