Þýdd skáldverk

Tríó

Thora er einkabarn auðugra bóhemforeldra, fædd með silfurskeið í munni inn í sænska yfirstétt. Hún og August eru bernskuvinir en rót kemur á samband þeirra þegar Hugo kemur til sögunnar. Þau dragast hvert að öðru en undir yfirborðinu krauma andstæður, stéttamunur, ást – eða óvissa um ást – og jafnvægið sem ríkir á milli þeirra er afar viðkvæmt.

Umskiptin og aðrar sögur

Hér eru allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu, 44 talsins, allt frá örsögum upp í nóvellur. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundar í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Allar hafa birst áður á íslensku en koma nú út í einni bók í endurskoðaðri þýðingu með nýjum eftirmála.

Undir yfirborðinu

Velkomin í fjölskylduna, segir Nina Winchester þegar ég tek í vel snyrta hönd hennar. Ég brosi kurteislega og lít í kringum mig í ríkmannlegu anddyrinu. Starfið hér er síðasta tækifæri mitt til að hefja nýtt líf. Ég get þóst vera sú sem ég vil vera. Fljótlega kemur þó í ljós að leyndarmál Winchester-fjölskyldunnar eru mun ógnvænlegri en mín!

Vargar í véum

Blóðugt uppgjör glæpagengja. Dauðir úlfar með mannakjöt í maganum. Kaldrifjaður útsendari rússnesku mafíunnar mætir á svæðið. Lögreglan í sænska landamærabænum Haparanda kann að fást við smákrimma en hér er við öllu svæsnari glæpamenn að etja. Lögreglukonan Hanna þarf að takast á við erfið mál um leið og hún stríðir við ýmsar flækjur í einkalífinu.

Veðurteppt um jólin

Fjölskyldujól og óvæntur gestur! Miller-systkinin; Ross, Alice og Clemmie eru á leið heim til foreldra sinna yfir jólin. Lucy Clarke sér fram á mögulegan starfsmissi í nýársgjöf – nema hún geti fengið Ross Miller í samstarf. Þegar Lucy birtist á tröppunum hjá Miller-fjölskyldunni halda þau að hún sé kærasta Ross og taka henni fagnandi.

Veldi hinna illu

Í þessari miklu skáldsögu segir frá útbreiðslu kristni í Rómaveldi á 1. öld þegar misvitrir og spilltir keisarar á borð við Tíberíus, Calígúla og Neró ríktu. Þetta er ein metnaðarfyllsta skáldsaga Anthonys Burgess og býr yfir öllum hans bestu höfundareinkennum – í senn fyndin og sorgleg, blíð og grimm, raunsæ og heimspekileg en umfram allt mannleg.

Velkomin heim

Einn síðsumardag í Hagfors fær blaðakonan Magdalena Hansson boð um að hitta gamla bekkjarfélaga úr grunnskóla. Ætlunin er að dvelja í kennarabústaðnum eins og þau gerðu eina helgi í 9. bekk. Við endurfundina virðast allir falla í gamalt mynstur og fljótlega kemur upp á yfirborðið óuppgerð misklíð. Um kvöldið finnst einn bekkjarfélaginn dáinn ...

Við skulum ekki vaka

Thorkild Aske heldur með systur sinni til Íslands að heimsækja aldraðan föður þeirra, Úlf, sem glímir við krabbamein. Úlfur er mikill umhverfissinni og á að baki litríka ævi í endalausu stríði við íslensk stjórnvöld. Á Íslandi sogast Thorkild inn í morðmál sem tengjast umhverfisvernd og virkjanaframkvæmdum – og æsilegir leikar berast um landið.

Þernan

Þernan Molly Gray er frábær í sínu starfi en hún á það til að misskilja og rangtúlka aðra og hefur engan lengur til að hjálpa sér að skilja heiminn eftir að amma hennar deyr. Þegar auðkýfingur einn finnst látinn í herbergi sínu og grunur fellur á Molly eru góð ráð dýr en hún kemst að raun um það hverjir eru vinir hennar í raun – og hverjir ekki.

Þessu lýkur hér

Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur þurft að leggja hart að sér. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í, útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Þegar hún kynnist heila- og taugaskurðlækninum Ryle virðist lífið hreinlega of gott ...

Ævintýri frá Kóreu og Japan

Ævintýri frá Kóreu og Japan er endursögn fimm kóreskra og fimm japanska ævintýra á íslensku. Í þeim er að finna persónugervinga mismunandi náttúruafla, dísir og guði sem búa bæði á himnum og á sjávarbotni, og börn sem finnast inni í trjám eða ávöxtum. Hverju ævintýri fylgir stutt umfjöllun og einnig er gerð grein fyrir sögu og menningu landanna.