Niðurstöður

  • Þýdd skáldverk

Tsjernobyl-­bænin

Framtíðarannáll

Tsjernobyl-slysið er stærsta kjarnorkuslys allra tíma. Geislunin hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar en ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af, skráður af hvítrússneska rithöfundinum og blaðamanninum Svetlönu Aleksíevítsj sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015. Vinsælu Tsjernobyl-þættirnir eru að h...

Um endalok einsemdarinnar

Jules og systkini hans tvö eiga örugga æsku þar til foreldrar þeirra látast af slysförum. Á fullorðinsárum telja þau sig hafa unnið úr áfallinu. En þá leitar fortíðin þau uppi, hún verður ekki umflúin. Farsæld framtíðar þeirra er í húfi. Margverðlaunuð skáldsaga höfundar.

Uppruni

"Uppruni er bók um staðina þar sem ég á heima, þá sem lifa í minni mínu og þá sem ég hef skáldað. Um sumarið þar sem afi minn tróð ömmu svo um tær í dansi að litlu munaði að ég hefði aldrei fæðst. Sumarið sem Angela Merkel opnaði landamærin ..." "Stórkostleg bók." Sunna Dís, Kiljan

Úti við laugar

Skáldkona kynnir bók sína í sjónvarpi. Það kemur manni nokkrum úr jafnvægi. Hann lifir fábreyttu lífi eftir að hafa afplánað fangelsisdóm fyrir glæp sem hann framdi fyrir þrjátíu árum. Nú þarf hann óvænt að horfast í augu við fortíð sína á ný. Skáldkonan er nefnilega dóttir fórnarlambs hans. Meistaralega vel ofin saga um tilfinningarót og eðli fyrirgefningar.

Vanessa mín myrka

Árið 2000 kynnist hin 14 ára gamla Vanessa kennaranum Jacob Strane sem hefur lifað helmingi lengur en hún sjálf. Þau hefja samband sem á eftir að móta líf hennar það sem eftir er. Þegar metoo byltingin skekur heiminn árið 2017 og fjöldi kvenna stíga fram, fylgist Vanessa með heimsmynd Jacob Strane hrynja og neyðist í kjölfarið til að horfast í augu við sjálfa sig.

Veröld ný og góð

Í Lundúnum framtíðarinnar ríkir friður. Yfirvöldin hafa skapað hið fullkomna samfélag. Með erfðatækni, heilaþvotti og Soma-töflunum hefur verið séð til þess að allir séu hamingjusamir. Allir tilheyra öllum og yfirvöldin fylgjast með öllu og öllum – alls staðar. Bernard Marx virðist vera eini maðurinn sem býr yfir þrá til að brjótast úr þessum hamingjuviðjum ...

Vetrarfrí í Hálöndunum

Í huga systranna Samönthu og Ellu Mitchell eru jólin dýrmætasti tími ársins, hátíð kærleika og samveru. Umfram allt eru þær þó að bæta upp fyrir jólin sem þær fengu ekki að njóta í æsku. Í ár stefnir í að þær muni verja þeim með óvæntum gesti, móður sinni sem þær hafa ekki verið í sambandi við í fimm ár. Stundum er ekki hægt að halda áfram nema líta aðeins til baka.

Vítisfnykur

Malin Fors hefur yfirgefið Linköping og sest að í Bangkok í Taílandi þar sem hún gegnir tímabundnu starfi á vegum sænsku lögreglunnar. Einsemdin þjakar hana og freistingar eru á hverju götuhorni. En eins og jafnan finnur hún sálarró í vinnunni. Sænsk kona er myrt með hrottafengnum hætti í Bangkok. Hver er hún? Tengist morðið ef til vill atburðum í fortíðinni?

Willard og keilu­bikararnir hans

Sögusvið þessarar bráðfyndnu skáldsögu er íbúðarhús í San Francisco. John og Patricia búa á neðri hæðinni. Í einu herbergi geyma þau pappamassafuglinn Willard ásamt fjölmörgum keilubikurum sem John fann í yfirgefnum bíl. Á efri hæðinni býr parið Bob og Constance. Við sögu koma svo Logan-bræðurnir sem þvælst hafa um í þrjú ár í leit að stolnu keilubikurunum sínum ...

Yfir höfin

Þegar fasistar ná völdum á Spáni árið 1939 neyðast þúsundir til að flýja land. Meðal þeirra eru ungi herlæknirinn Víctor og Roser, barnshafandi ekkja bróður hans. Til þess að komast af ganga þau í hjónaband sem hvorugt þeirra óskar sér og hefja nýtt líf í Chile. Aðdáendur Isabel Allende verða ekki sviknir af þessari hjartnæmu frásögn.

Það hófst með leyndarmáli

Lainey hreppti draumastarfið. En til þess þurfti hún að hagræða sannleikanum dálítið (jæja, talsvert mikið). Hún laðast að myndarlegum manni sem tengist starfi hennar. Hvernig myndi hann bregðast við ef hann vissi að hún hafði ekki verið heiðarleg við hann? Lainey er þó ekki sú eina sem geymir með sér leyndarmál – eins og brátt kemur í ljós ...

Það sem hangir um hálsinn

Í tólf grípandi sögum fjallar nígeríski metsöluhöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie af miklu tilfinninganæmi um stöðu kvenna í karlasamfélagi, sambönd foreldra og barna í síbreytilegum heimi, þjóðfélagslegan óstöðugleika í Afríku og upplifun innflytjenda í Bandaríkjunum. Þetta er heillandi sagnaheimur úr smiðju rithöfundar sem er óhræddur við að kafa djúpt í vandamál nútímans.

Þetta verður langt líf

Danska listakonan StineStregen er þekkt í heimalandi sínu fyrir næmt auga, lipran penna og leiftrandi kímnigáfu. Í þessari myndasögubók varpar hún upp svipmyndum úr lífi unglingsstúlku, þar sem hún lýsir sorgum, gleði, áhyggjum og flækjum unglingsáranna. Allt frá hormónunum, félagsþrýstingnum og samfélagsmiðlunum til samskiptanna við eldri kynslóðina. Bráðskemmtileg bók fyrir a...

Þögla ekkjan

Louise Rick er nýr yfirmaður færanlegrar rannsóknardeildar dönsku lögreglunnar. Fyrsta málið snýst um morð á kráareiganda á Fjóni. Lögreglan á staðnum hefur fáar vísbendingar en þegar Louise setur af stað nákvæma rannsókn á heimili konunnar, sem bjó fyrir ofan krána breytist allt.

Örvænting

Örvænting er glæpasaga eftir einn fremsta skáldsagnahöfund 20. aldar. Sagan er í senn fyndin, spennandi og margræð. Hér segir af mannlegum breyskleika, mannhatri og sturlun. Aðalsöguhetjan kynnist umrenningi einum sem honum finnst vera nákvæm eftirmynd sín. Um leið verða til myrkar og skoplegar ráðagerðir.