Þýdd skáldverk

Síða 6 af 6

Sögur á sveimi

Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður en henni er sleppt úr fangaklefanum.

Tímaráðuneytið

Kona fær það starf að aðstoða einstaklinga flutta úr fortíðinni við að aðlagast nútímanum. Graham Gore, sjóliðsforingi úr heimskautaleiðöngrum nítjándu aldar, er sá fyrsti sem hún tekur á móti og fljótt takast með þeim eldheitar ástir. Rómantík, njósnir og tímaflakk – áleitin frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma.

Treystu mér

Allt leikur í lyndi hjá Ewert Green. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár er hann í sambandi við konu sem hann vill hafa sig til fyrir. Hvernig í ósköpunum gat þá allt breyst í martröð með banvænum sprautuskömmtum, líffæraviðskiptum, þrælahaldi og mannránum? Og hvernig varð þetta allt saman til þess að manneskja nákomin Ewert var myrt?

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.

Villuljós

Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins.

Vinkonur að eilífu

Fræg leikkona flýr skandal í Hollywood og leitar á náðir vinkonu sem rekur afskekkt íbúðahótel á fögrum stað í Englandi. Æskuvinkonurnar Millý og Nicole hafa alltaf ræktað sína nánu vináttu þrátt fyrir að aðstæður þeirra gætu varla verið ólíkari. Eða allt þar til Nicole snýr baki við Millý þegar hún þarf mest á stuðningi að halda.