Þýdd skáldverk

Spænska ástarblekkingin

Catalina þarf að mæta í brúðkaup systur sinnar. Kærastanum hennar er boðið líka. Vandinn er bara sá að það er enginn kærasti – hún skáldaði hann! Þegar hinn óþolandi vinnufélagi hennar, Aaron, býðst til að koma með henni ákveður hún því að láta á það reyna. Þau hafa þrjá daga til að sannfæra fjölskylduna um að þau séu brjáluð hvort í annað …

Straumhvörf

Fyrir fimmtíu árum kom hópur unglinga saman um helgi á Holy Island og myndaði náin tengsl. Síðan hefur hópurinn hist þar á fimm ára fresti til að fagna vináttunni og minnast vinarins sem drukknaði við fyrstu endurfundina. Þegar einn úr hópnum finnst hengdur er lögreglan kölluð til. Rannsókn Veru Stanhope leiðir fljótlega í ljós ...

Tíundi maðurinn

Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.

Veðrafjall

Í miðjum Jónsmessufagnaði í bænum Stenräsk flýtur lík upp úr Köldumýri. Í fyrstu er talið að þetta sé lík eiginkonu lögreglustjórans Wikings Stormberg sem hafði horfið fyrir mörgum árum. En svo kemur í ljós að líkið er af karlmanni. Það hafði verið fest við botn mýrinnar með stiku í gegnum hjartað – eins og í vampírusögu.

Voðaskot

Fagran apríldag í Kaupmannahöfn hverfur fimmtán ára drengur sporlaust. Í fyrstu lítur út fyrir að hann hafi hlaupist að heiman. Brátt kemur þó í ljós að eitthvað ískyggilegt býr að baki. Var drengnum rænt eða svipti hann sig lífi? Eina vísbendingin sem lögreglan hefur um hvar hann geti verið er óljós tilvitnun úr skáldsögu.

Yfirbót

MORÐIN Í ÅRE Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.

Þagnarbindindi

Blaðamaðurinn Nora Sand er komin til Tælands. Þar ætlar hún að æfa kickbox og fá smá hvíld frá vandamálunum heima fyrir. En þá hefur ritstjórinn hennar samband og vill senda hana til smábæjar á Englandi þar sem lögreglumaður hefur verið hálshöggvinn á hrottafenginn hátt. Myndbandsupptaka hefur verið birt á netinu og fólk er skelfingu lostið.

Þriðja röddin

Í Stokkhólmi finnst starfsmaður hjá Tollinum hengdur heima hjá sér. Lögreglan úrskurðar að um sjálfsmorð sé að ræða en þegar Olivia Rönning dregst inn í málið áttar hún sig á að ekki er allt sem sýnist. Og allt í einu er hún, þvert gegn vilja sínum, komin á kaf í morðrannsókn sem teygir anga sína til Frakklands en líka á óvænta staði nær henni.