Allar bækur

Síða 25 af 37

Næturdrottningin

Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni allt ganga í haginn. Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar. Þangað til hann kynnist Kate. Eitthvað gerist þegar þessir andstæðu pólar hittast og úr verður æsilegt ástarævintýri.

Ofsögur

Í bók þessari birtast tuttugu og níu smásögur og þættir sem snerta ýmsar hliðar mannlífsins. Íslensk náttúra og sígild tónlist eru hvort tveggja höfundi hugleikin. Í frásögnunum glittir í lúmska fyndni þar sem breyskleika hins daglega lífs er lýst á nærgætinn hátt. Skopskyn höfundar hefur aldrei notið sín betur.

Og þaðan gengur sveinninn skáld

Samferðamenn, vinir og kollegar minnast Thors Vilhjálmssonar hundrað ára

Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors Vilhjálmssonar, eins frumlegasta höfundar okkar, minnast samferðamenn, vinir og kollegar hans og varpa ljósi á þennan flókna og margbrotna höfund. Hér birtast stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar auk brota úr verkum Thors. Innleggin eru um 40 og í bókinni er fjöldi mynda.

Orðabönd

Dregnar eru upp margræðar myndir úr lífi og hugarheimi, þar sem orð mynda brú á milli minninga, drauma og veruleika. Í bókinni fléttast smásögur, örsögur og ljóð saman í sex bálka: Afturblik, Himnaró, Svifbrot, Hugarstillu, Sálarsáldur og Ljósför. Fimm raddir mætast í einum samstilltum hljómi.

Óli Gränz

Óli Gränz er Eyjapeyi og grallari. Hann missti aleigu sína í Heymaeyjargosinu, eignaðist sjö börn á átta árum með fjórum konum, en ástarlíf hans var stundum umtalað í Eyjum. Hjá honum hefur gleðin alltaf haft yfirhöndina en stundum hefur þó gefið á bátinn. Hér segir hann á hispurslausan hátt og skemmtilegan frá lífshlaupi sínu sem er engu öðru líkt

Óli Jó

Fótboltasaga

Hér segir Ólafur Jóhannesson sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferillinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta. Einstök frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld.

Ótrúlega skynugar skepnur

Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.