Næturdrottningin
Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni allt ganga í haginn. Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar. Þangað til hann kynnist Kate. Eitthvað gerist þegar þessir andstæðu pólar hittast og úr verður æsilegt ástarævintýri.