Allar bækur

Síða 26 af 37

Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Papúsza

Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta

Bókin Papúsza. Pólskt Rómaskáld á vettvangi heimsbókmennta geymir sýnishorn af kveðskap pólsk-rómíska skáldsins Bronisława Wajs (1907 ̶ 1987) og fræðilegan texta um líf og ljóð skáldsins eftir Sofiyu Zahova. Ljóðin þýðir Maó Alheimsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson texta Sofiyu. Ritstjóri bókarinnar er Birna Bjarnadóttir.

Samstæðuspilið mitt Pési og Pippa Ánægjulegar árstíðir

Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.

Þín eigin saga 11 Piparkökuborgin

Þú ert í gönguferð í skóginum þegar þú finnur sæta og góða lykt. Framundan er heil piparkökuborg. Góðlegar gamlar konur taka á móti þér og bjóða þér bakkelsi – eða eru þetta grimmar nornir sem ætla að lokka þig inn í bakarofn? Þú ræður hvernig sagan fer! Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri.

Piparmeyjar

Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær raunverulegt val í lífinu? Fróðlegt og aðgengilegt sagnfræðirit byggt á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni. Í aðalhlutverki er heillandi safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.

Píanistinn í fjöllunum

Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum, ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð 2022. Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á býlinu sínu og undirbúning nýja veitingahússins. Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?