Allar bækur

Síða 29 af 37

Segir mamma þín það?

Gamansögur úr íslenska skólakerfinu

Hvað gerist á fengitímanum? Af hverju gat hafnfirska stúlkan ekki bitið á jaxlinn? Hvað er píslarvottur? Af hverjum var góð skítalykt? Hvað er þversögn? Fyrir hvað stendur skammstöfunini DHL? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, sem sýnir íslenska skólakerfið í öðru ljósi, en fréttir hafa gert undanfarin misseri.

Séra Bragi - ævisaga

Ævisaga séra Braga Friðrikssonar er stórbrotin saga brautryðjanda og hugsjónamanns. Hann fæddist við erfiðar aðstæður, gekk í gegnum djúpar raunir en varð einn fremsti maður þjóðkirkjunnar, fyrsti heiðursborgari Garðabæjar og var kallaður „faðir Garðabæjar“. Innblásin og áhrifarík frásögn af manni sem mótaði samfélag sitt og helgaði líf sitt Guði.

Síungir karlmenn

Innblástur, innsæi og ráð

Bókin Síungir karlmenn er tilraun til að breyta viðhorfum. Með bókinni viljum við kveikja samtal og örlitla hreyfingu, sem fær fólk til að sjá aldur í nýju ljósi. Við eldumst öll. Það er ekki veikleiki heldur forréttindi. Það er hluti af vegferð sem getur orðið ríkari, dýpri og meira skapandi með hverju árinu.

Sjáandi

Þegar dularfull spákona úr austri birtist í friðsælum dal í íslenskri sveit fara ævintýralegir hlutir að gerast og allt sem áður var fer úr skorðum. Saman við komu spákonunnar fléttast barátta kotbænda við auðvaldið úr nærliggjandi kaupstað, hrifnæmni fjósastráks, forboðnar ástir heimasætu og förukona sem enginn veit hvort er að koma eða fara.

Sjá dagar koma

Í lok 19. aldar hvílir drungi yfir þjóðlífinu en einstaka menn hugsa stórt, þrá framfarir. Allslaus piltur úr Dýrafirði er einn þeirra; óvænt fær hann pláss á amerísku skipi og heldur af stað yfir höf og lönd, óvissuför sem leiðir hann loks á vit athafnaskáldsins Einars Ben. Fjörug saga um bjartsýni, stórhug og stolt frá afburðasnjöllum sagnamanni.