Allar bækur

Síða 22 af 37

Lykilorð 2026

Orð Guðs fyrir hvern dag

Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald býður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samféla...

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!

Mara kemur í heimsókn

Hér er lýst heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en um leið á sér stað uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Fyrsta bók hennar, Máltaka á stríðstímum, færði henni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsso...

Marginalía

Mörgum árum eftir að leiðir þeirra skildu hittast íslenskufræðingurinn Styrkár og blaðakonan Garún í Eddu, nýju heimili handritanna og húsi íslenskunnar. Ljós flökta, hurðir opnast og lokast án sýnilegrar ástæðu og ógnandi nærvera gerir vart við sig. Skyndilega eru Styrkár og Garún læst inni og verða að vinna saman til að komast aftur út.

Margrét Lára

Ástríða fyrir leiknum

Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims. Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.