Allar bækur

Síða 27 af 37

Prettir í paradís

Anna hafði ekki hitt fyrrverandi eiginmann sinn í þrjú ár þegar hann bankar upp á í litlu leiguholunni hennar og vill fá hana með sér í fjölskyldubrúðkaup á paradísareyju. Fjölskylda hans heldur að þau séu enn gift, sem skiptir máli vegna skilmála í erfðaskrá afa hans. Anna yrði á launum og hana vantar pening - hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?

Prinsessur og prakkarar

Tuttugu ævintýri

Falleg og eiguleg bók með tuttugu nýjum þýðingum á þekktustu ævintýrum H.C. Andersen, allt frá Eldfærunum til Snædrottningarinnar. Ævintýrin eru langt frá því að vera eingöngu ætluð börnum – í þeim má finna ýmis siðferðileg álitamál, flóknar spurningar um tilvist mannsins og listrænan frásagnarhátt sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

Prumpulíus og Roplaugur

Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.

P.s. Ég elska þig

Metsölubókin sem er orðin klassík! Sumt fólk bíður allt sitt líf eftir því að finna sálufélaga. En ekki Holly og Gerry. Þau löðuðust hvort að öðru í æsku og urðu svo samrýnd að enginn gat ímyndað sér að þau yrðu nokkurn tímann aðskilin. Við andlát Gerrys bugast Holly en Gerry skildi eftir sig skilaboð til hennar, ein fyrir hvern mánuð ársins.

Ragnarök undir jökli

Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu.

Rauðhetta

Þrjár systur: Lisbet, sem er ljósmóðir, Judith, sem er ljósmyndari og Carol, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hver þeirra skyldi það vera sem ryður úr vegi hættulegum vandræðamönnum en virðist á yfirborðinu „ósköp venjuleg“? Lögregluforingi á eftirlaunum kemst á sporið – og úr verður æsilegt kapphlaup sem berst meðal annars til Íslands.

Rauði fiskurinn

Simbi er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna. Einnig fáanleg á ensku.

Rauði fuglinn

Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimsþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til hvors annars rista enn djúpt en óuppgerðar sakir stía þeim í sundur.

Rósa og Björk

Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur Hildar, sem hurfu sporlaust árið 1994? Eftir öll þessi ár virðist Hildur loks vera komin á slóðina en þá kemur upp nýtt mál sem hún þarf að sinna í starfi sínu í lögreglunni á Ísafirði. Satu Rämö er finnsk en býr á Íslandi. Fyrsta bók hennar um Hildi sló í gegn og hér er komið æsispennandi framhald.