Allar bækur

Síða 36 af 37

Þegar hún hló

Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært. Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda í máli er tengist dauða föður hennar.

Þegar litla systir kom í heiminn

Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðamönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.

Þegar mamma mín dó

Hér lýsir höfundur þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Frásögnin er opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra, en um leið er fjallað um hvernig búið er að fólki sem á skammt eftir ólifað og það álag sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.

Þegar múrar falla

Þegar múrar falla er einlæg og áhrifamikil frásögn Harðar Torfasonar, listræns aðgerðarsinna sem markað hefur djúp spor í íslenskt samfélag. Hörður var fyrstur Íslendinga til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður maður árið 1975 og mætti fordómum og útskúfun en brást við með hugrekki, sýnileika, listrænu samtali og skipulögðum að...

Þingvallabók

Annáll 930-1930

Saga Íslendinga kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Hér er safnað saman á eina bók frásögnum af helstu atburðum sem taldir eru hafa gerst þar, flestar teknar orðrétt upp úr gömlum ritum, einkum annálum, Íslendingasögum, Sturlungasögu, biskupasögum og alþingisbókum. Fjöldi mynda prýðir bókina, margar ómetanlegar.

Þú kemst ekki nær

Þú kemst ekki nær er ljóðræn og marglaga saga um uppvöxt, ást, missi og einsemd. Minningar og smáatriði hversdagsins fléttast saman í áhrifamikla frásögn þar sem húmor og tregi, barnsleg undrun og tilvistarleg þreyta mætast. Sögumaðurinn leiðir lesandann í gegnum ævi sína – fulla af ósögðum tilfinningum og hversdagslegum ævintýrum.

Ævintýri Jósafats

Ævintýri Jósafats í Klúngri taka okkur á Trukknum til framandi staða í óskilgreindri ferð hans um heiminn. Ferð þar sem hann getur á fáa stólað utan sjálfan sig og stundum er eini félagsskapurinn könguló og kaffibrúsinn. Sagan er glettin spretthörð spennusaga úr íslenskum veruleika, er ekki löng og nær varla Evrópuviðmiði í stoppi.