Allar bækur

Síða 33 af 37

Sögur úr norrænni goðafræði

Sögur úr norrænni goðafræði segir hetjusögur af fræknum köppum og goðum sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Í þessari eigulegu bók má lesa bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu.

Söguþættir landpóstanna

Landpóstar urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virð­ingar fyrir hreysti og ósérhlífni. Í vetrargaddi og ófærð, skammdegismyrkri og stórhríð, brutust þeir yfir heiðar og fjalladali og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeim var líka einatt vel fagnað þegar þeir riðu í hlað og tilkynntu komu sína með því að blása í póstlúðurinn.

Tál

Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín.

Tímaráðuneytið

Kona fær það starf að aðstoða einstaklinga flutta úr fortíðinni við að aðlagast nútímanum. Graham Gore, sjóliðsforingi úr heimskautaleiðöngrum nítjándu aldar, er sá fyrsti sem hún tekur á móti og fljótt takast með þeim eldheitar ástir. Rómantík, njósnir og tímaflakk – áleitin frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma.

Treystu mér

Allt leikur í lyndi hjá Ewert Green. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár er hann í sambandi við konu sem hann vill hafa sig til fyrir. Hvernig í ósköpunum gat þá allt breyst í martröð með banvænum sprautuskömmtum, líffæraviðskiptum, þrælahaldi og mannránum? Og hvernig varð þetta allt saman til þess að manneskja nákomin Ewert var myrt?

Trúðu mér

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas

Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.

Tryllingur

Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonum sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér ástinni. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar.

Týr

Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.

UFO 101

Við erum ekki ein! Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor. Fjöldi fólks hefur sagt frá samskiptum við aðkomnar verur. Enn fleiri eru til vitnis um geimverur hér á jörð en óttast að stíga fram og segja frá reynslu sinni.