Allar bækur

Síða 34 af 37

Útreiðartúrinn

Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.

Vegferð til farsældar

Sýn sjálfstæðismanns til 60 ára

Vilhjálmur Egilsson fjallar um þróun íslensks samfélags undanfarna áratugi og sýn sína á nokkur mikilvæg viðfangsefni sem framundan eru. Vilhjálmur bendir á að íslenskt samfélag sé nú í fremstu röð vegna margvíslegra umbóta sem gerðar voru á tíunda áratug síðustu aldar. En hvert stefnir, hvað má betur fara og á hvað ber að leggja áherslu?

Versta vika sögunnar: Miðvikudagur

Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Kötturinn hans er enn óskiljanlega týndur. Hann er óviljandi orðinn heimsfrægur á netinu. Akkúrat núna er hann umkringdur af hákörlum, strandaglópur í hjartastoppandi, gæsahúðar-hrollvekjandi, munn-opnandi og grafalvarlegri S.O.S. stöðu með erkióvini sínum.