Allar bækur

Síða 30 af 37

Sjávarútvegur Íslendinga 1975-2025

Í þessu fyrra bindi sögu sjávarútvegs Íslendinga síðustu 50 árin, allt frá útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur árið 1975, er fjallað um starfsumhverfi og stjórnsýslu sjávarútvegsins. Jafnframt er rætt um stofnanir sjávarútvegs, hafréttarmál og alþjóðlega samninga og kjara- og verðlagsmál. Lykilverk um sögu og þróun sjávarútvegsins.

Sketching Bathing in Iceland

Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti.

Skilnaðurinn

Bea og Niklas hafa búið saman í þrjátíu ár í fínu hverfi í Stokkhólmi. Kvöld eitt, eftir ómerkilegt rifrildi, lætur Niklas sig hverfa. Bea á von á honum á hverri stundu með skottið á milli lappanna. En hann kemur ekki og heimtar skilnað. Tilnefningar: Bók ársins í Svíþjóð 2022 og Besta skáldsagan á Storytel í Svíþjóð 2022.

Skjóða

Fyrir jólin

Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður Skjóðu. Sagan hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum.

Skógarhögg

Geðshræring

Menningarelíta Vínar er samankomin í kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið en fer í huganum með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá. Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.

Skólastjórinn

Salvar, 12 ára vandræðagemsi, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. En fyrir mistök fær hann starfið. Hann mætir til leiks vopnaður ferskum hugmyndum um hvernig megi gera skólann betri. (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Blundtími! Grís í hvern bekk!) Hvað er það versta sem gæti gerst? Sprenghlægileg og hjartnæm verðlaunabók.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Skrifarar sem skreyttu handrit sín

Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda

Í bókinni er fjallað um skreytingar í íslenskum pappírshandritum frá lokum 17. aldar til upphafs þeirrar 20. Viðfangsefnið bregður nýju ljósi á íslenska lista- og menningarsögu og eru birtar um 150 litmyndir úr handritum frá rannsóknartímanum. Hér er á ferðinni verk fyrir allt áhugafólk um myndlist í nútíð og fortíð.

Sleggjudómur

Morguninn eftir brúðkaupsveislu finnst Erna liggjandi í blóði sínu og skammt frá henni morðvopnið, blóði drifin sleggja. Ótal spurningar vakna hjá hennar nánustu. Hvað gerðist, hver vildi henni svo illt og hvers vegna? Sleggjudómur er þriðja bók Ragnheiðar en hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir frumraun sína, Blóðmj...