Allar bækur

Síða 2 af 37

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Allt um ástina

Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.

Allt um fótboltaheiminn

Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun! 

Amelía og Óliver

Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika.

Andrými

kviksögur

Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni.

Andvari 2025

150. árgangur

Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar og alþingismanns, eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratugaskeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og u...

Atburðurinn

"Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu." Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

Atvik á ferð um ævina

Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills.

Önnur prentun 2025 Ayurveda

Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin.

Ayurveda lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.