Allar bækur

Síða 31 af 37

Smásögur I

1988-1993

Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

Sorgarmarsinn

Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

Sorgarsugan

Maður, sem tvívegis hefur reynt að drepa Thorkild Aske, bankar uppá hjá honum með óvenjulega bón. Hann segist hafa fengið það verkefni að myrða fjórar manneskjur innan viku, að öðrum kosti verði átta ára gamall frændi hans drepinn. Hann vill fá hjálp Thorkilds við að ljúka verkefninu. Höfundur hlaut Riverton, norsku glæpasagnaverðlaunin, árið 2022.

Sólskinsdagar og sjávargola

Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð fyrir sér en með tímanum eignast hún dýrmæta vini og kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum á sjálfri sér. En þá bankar fortíðin upp á.

SÓN

tímarit um ljóðlist og óðfræði

Ársritið SÓN birtir greinar á sviði ljóðlistar og skáldskaparfræða, ný ljóð og ritdóma. Sónarskáldið 2025 er Kristín Ómarsdóttir. Þetta hefti hverfist að miklu leyti um samtímaljóðlist en varpar líka ljósi samtímans á eldri ljóðlist. Þannig sinnir tímaritið hlutverki sínu, hugar að liðnum tímum en líka ólgu dagsins, lesið meira:

Spegill þjóðar

Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær

Gunnar V. Andrésson var einn áhrifamesti fréttaljósmyndari okkar í hálfa öld og margar mynda hans eru táknmyndir í þjóðarsögunni. Gunnar velur hér á annað hundrað minnisstæðustu mynda sinna og Sigmundur Ernir Rúnarsson skráir söguna á bak við hverja þeirra – úr verður einstakt og áhrifamikið sjónarspil.

Sporbaugar

Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.

Spurningabókin 2025

Geta snákar synt?

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn? Hvaða fyrirbæri er i miðju sólkerfisins? Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu? Klukkan hvað eru dagmál? Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni? Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur. Þessar spurningar og margar fleiri eru í þessari bráðsmellnu spurningabók!

Stjörnurnar yfir Eyjafirði

Notaleg, fyndin og rómantísk jólasaga, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Hittu mig í Hellisgerði. Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og blessaðri móður sinni og stekkur því á nýtt starf í Jólagarðinum en því fylgir bæði íbúð og langþráð sjálfstæði. Og ekki líður á löngu þar til ástarhjólin fara að snúast í Eyjafjarðarsveit.