Allar bækur

Síða 12 af 37

Gerum samning

Gerum samning lýsir fjögurra skrefa ferli til að búa til og innleiða árangursríka samninga sem breyta hegðun á jákvæðan hátt. Fallega myndskreyttar sögur, sem þú getur lesið með barninu þínu, sýna hvernig fjölskyldur nota samninga til að það gangi betur í hversdeginum, til dæmis með háttatíma, systkinasamvinnu og samskipti innan fjölsky...

Gestir

Þegar ókunnug læða gýtur kettlingi heima hjá Unni neyðist hún til að veita köttunum skjól og hlúa að þeim ásamt eiganda þeirra, Ástu. Með konunum tveimur tekst óvænt vinátta og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.

Obbuló í Kósímó Gjafirnar

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?

Glaumbær: Letni dzień w Glaumbær

Sumardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur nú út á pólsku.

Glaumbær: Zimowy dzień w Glaumbær

Vetrardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Þetta er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Bókin kemur nú út á pólsku.

Þín eigin saga 12 Gleðileg jól

Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga.

Gleymd

Erna er 27 ára, vinnur hjá bókaforlagi og fær það verkefni að rita ævisögu Evu sem lengi bjó í Danmörku og varð þar þekktur rithöfundur. Eva á litríkt líf að baki en er nú flestum gleymd. Hún er orðin veik, einmana og full haturs og hefnigirni og ætlar að koma höggi á fyrrum félaga sína.

Góða nótt

Hreyfiflipar til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa.

Yndisleg bók til að skoða fyrir svefninn. Á kvöldin kemur tunglið fram og sendir okkur í draumalandið. Ssshhh! Nú eiga allir að fara að sofa. Notaðu hreyfiflipana til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Eftir sömu verðlaunahöfunda og Húsið hennar ömmu, Húsið hans afa, Hræðileg gjöf, Hræðileg veisla og Hræðilegt hús....