Allar bækur

Síða 20 af 37

Vestfirsku leiksögubækurnar Leiklist á Ísafirði

Hér er hún loks komin fjórða vestfirska leiksögubókin og að þessu sinni er leiksaga höfuðstaðarins Ísafjarðar í sviðsljósinu. Fjallað verður um sögu leiklistarinnar í kaupstaðnum við flæðarmálið allt frá því að fyrsta leikverkið fór á svið og til þeirra nýjustu. Bókin er prýdd fjölda mynda úr hinni löngu og sögulegu leiksögu Ísafjarðar.

Lettinn Pietr

Lögregluforinginn Maigret fær tilkynningu frá Interpol um að alræmdur svikari, sem gengur undir nafninu Lettinn Pietr, sé á leið til Frakklands. Maigret fær ítarlega lýsingu á útliti hans og ætlar að handtaka hann á lestarstöð við París. En þegar þangað kemur reynast æði margir samsvara lýsingunni á Lettanum Pietr.

Leyndardómar Valþjófs­staða­hurðar­innar

Skemmtileg þrautabók um Valþjófsstaðahurðina og þær fjölmörgu sögur sem tengjast henni, svo sem myndasöguna sem skreytir hana, sögu timbursins og handverksins og fólksins sem umgekkst hana. Hurðin var í kirkjunni á Valþjófsstað í Fljótsdal í yfir 600 ár og hægt er að sjá eftirlíkingu af henni þar.

Leyndarmál Lindu 11

Sögur af ekki-svo vinalegum óvini

Linda kemst að því að hún þarf að fara í Norðurskólann í heila viku sem skiptinemi. Sem er hræðilegt því þar ræður óvinur hennar númer eitt, Hildur Hermundar, ríkjum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.

Nadía og netið Leyndarmál Nadíu

Nadía, níu ára, fær sinn fyrsta síma í afmælisgjöf. Á netinu kynnist hún Söru, vinkonunni sem hún þráði – skilningsríkri og góðri. En fljótlega þróast atburðarás sem Nadía ræður ekki við. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.

Létt og loftsteikt í air fryer

Hollir, gómsætir og fljótlegir réttir

Spennandi matreiðslubók eftir breskan metsöluhöfund með 80 girnilegum uppskriftum að loftsteiktum réttum fyrir sanna sælkera. Hentar byrjendum jafnt sem reyndum, kjötætum, grænmetisætum og grænkerum. Það er fljótlegt og hollt að elda í air fryer sem er ótvíræður kostur fyrir önnum kafið fólk og þá sem vilja fækka hitaeiningum.

Voðagerði Lilja

Velkomin í Voðagerði – hér er allt að óttast! Einn morguninn mætir Lilja í skólann með límband fyrir munninum. Meðal nemenda og kennara kvikna ótal hugmyndir, allar frekar óhugnanlegar. Sjálf er Lilja þögul sem gröfin en augljóslega blundar eitthvað hræðilegt í henni og vei sé öllum í Voðagerði ef það sleppur út. Ekki fyrir viðkvæmar sálir!

Limruveislan

Limruveislan er safn af snjöllum og fyndnum limrum sem flestar hafa orðið til á síðustu árum. Margar birtast hér í fyrsta sinn. Sannkölluð veisla fyrir limruunnendur. Að auki eru 30 bestu limrur allra tíma í bókinni. Ritstjóri bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Litla gula hænan

Þessi frægasta dæmisaga hérlendis, ættuð úr Vesturheimi, var mörgum fyrsta lesefni ævinnar. Hún er ekki síður eftirminnileg fyrir tæran réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Í bókinni eru fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn og Unga litla. Hér hafa myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930 verið endurgerðar.

Litróf kennsluaðferðanna

Grundvallarrit fyrir kennara og kennaranema

Handbók um helstu kennsluaðferðir, skrifuð fyrir kennara og kennaranema. Hefur að geyma yfirlit um tugi kennsluaðferða sem og leiðbeiningar um hvernig þeim er beitt. Í þessari nýju útgáfu hefur efnið verið aukið, endurskoðað og uppfært, m.a. í ljósi rannsókna á kennsluaðferðum sem fleygt hefur fram á undanförnum árum.

Liverpool

Nýr þjálfari, nýtt lið, nýir sigrar!

Eftir skemmtileg ár undir stjórn Klopps héldu flestir að nýr þjálfari þyrfti tíma til að setja mark sitt á liðið. Það var öðru nær. Arne Slot er strax kominn með frábært meistaralið. Snillingar eins og Salah og Van Dijk hafa aldrei verið betri og nú eru komnir nýir menn eins og Rios Ngumoha, Alexander Isak og Wirtz sem gera liðið enn sterkara.