Allar bækur

Síða 35 af 37

Vikuspá

Sögur á einföldu máli

Vikuspá geymir áttatíu og sex stuttar og aðgengilegar frásagnir þar sem ólíkar atvinnugreinar eru kynntar. Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist. Sögurnar varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi þess að þroskast og breytast í takt ...

Villuljós

Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins.

Vinkonur að eilífu

Fræg leikkona flýr skandal í Hollywood og leitar á náðir vinkonu sem rekur afskekkt íbúðahótel á fögrum stað í Englandi. Æskuvinkonurnar Millý og Nicole hafa alltaf ræktað sína nánu vináttu þrátt fyrir að aðstæður þeirra gætu varla verið ólíkari. Eða allt þar til Nicole snýr baki við Millý þegar hún þarf mest á stuðningi að halda.

Þakklæti

Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Rannsóknir sýna að þakklætisskrif geta aukið hamingju um allt að 25%. Þakklætisdagbókin byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og býður þér einfalt en öflugt verkfæri til að efla jákvætt hugarfar, sjá fegurðina í litlu hlutunum og upplifa meiri gleði og innri ró. Falleg og áhrifarík gjöf – til þín eða einhvers sem þér þykir vænt um.