Allar bækur

Síða 10 af 37

Fiðrildaherbergið

Heillandi saga um átakanleg leyndarmál eftir metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö. Pósa trúlofast Jonny en verður á svipuðum tíma ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana óvænt. Þau Jonny flytja í ættaróðalið og þar í skugga harmleiks elur hún upp syni sína. Um sjötugt rekst Pósa aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun.

Fíasól og litla ljónaránið

Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.

Fífl sem ég var

Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum. Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka.

Fjórar konur

Balzac hefur stundum verið kallaður skáld ástarinnar. Og satt er það að konur gegna miklu hlutverki í hinu mikla ritverki hans La Comédie humaine. Oft gegna þær aðalhlutverki – svo er til að mynda í þeim fjórum sögum sem hér birtast á einni bók. Ástarmál þeirra allra eru vissulega í forgunni en með afar ólíkum hætti.

Fjölbraut í 50 ár

Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB.

Flóttinn á norðurhjarann

Það ríkir hungursneyð á Íslandi. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita? Áhrifarík verðlaunabók.

Flugur og fleiri verk

Ljóðbókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns. Guðmundur Andri Thorsson ritar eftirmála.

Foldarskart

Blómplöntur á Íslandi

Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun.

Fólkið í vitanum

Gleði og sorgir í Hornbjargsvita

Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins. Fólkið í vitanum er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár. Brjóstamjólk út í kaffið. Kýrin sem þjáðist af heimþrá oig músa...