Allar bækur

Síða 28 af 37

Rumpuskógur: Árás fýluskrímslisins

Stórfótur leikur lausum hala í Rumpuskógi! En mikið stendur til því íkornapar eitt ætlar að gifta sig með pompi og prakt. Ætli skrímslið bjóði sér í brúðkaupið? Eitt er víst og það er að Teddi og Nanna og vinir neyðast nú til að halda á vit óvissunnar til þess að bjarga Rumpuskógi frá þessu hræðilega og illa lyktandi fýluskrímsli. www.kver.is

Fjögur bindi í öskju Saga Eymundar og Halldóru í Dilksnesi

Samfélagið sunnan jökla 1840-1902

Eymundur og Halldóra í Dilksnesi brutust til efna og mannvirðinga í allsleysi 19. aldar, þau eignast 16 börn og koma víða við í atvinnu og menningu. Hann var smiður, hafnsögumaður, læknir og skáld. Erfiðleikar í bland við frelsisþrá leiða fjölskylduna til Vesturheims 1902 en fimm árum síðar koma þau aftur heim í Hornafjörð og búa þar til æviloka.

Sálnasafnarinn

Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham.

Nadía og netið Segðu frá Alex!

Það er föstudagur og Alex hlakkar til bekkjarpartísins. Skyndilega fær hann vinabeiðni frá ókunnugri stelpu og byrjar að spjalla. Þegar hún biður um myndir hikar hann fyrst – en svo fer allt á versta veg. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.