Hundmann - Hverjum kúlan rúllar
Hundmann er engum líkur. Þetta er sjöunda bókin í bókaflokknum um hann. Fáar ef nokkrar bækur eru jafn fyndnar og Hundmann og er leit að vinsælli barnabókum í heiminum.
Síða 16 af 37
Hundmann er engum líkur. Þetta er sjöunda bókin í bókaflokknum um hann. Fáar ef nokkrar bækur eru jafn fyndnar og Hundmann og er leit að vinsælli barnabókum í heiminum.
Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu, skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir.
Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu. Mögnuð saga Nóbelsskálds.
Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.
Dionysius Piper á Íslandi 1740–1743
„Hinn 2. júlí var presturinn hér við altarisgöngu, en svo drukkinn var hann, að ömurlegt var á að horfa“. Þannig lýsti Herrnhútatrúboðinn Dionysius Piper kynnum af íslenskum presti. Bréf Pipers og önnur gögn, tengd veru hans á Íslandi, birtast í þessari bók, auk inngangstexta.
Einu sinni var lítill ljótur andarungi sem var alls engin önd. Nú hefur orðið annar ruglingur á fæðingardeildinni og íbúar hænsnakofans eru alveg að missa þolinmæðina yfir háfættum jörpum unga sem getur ekki fyrir sitt litla líf hagað sér eins og almennilegum kjúklingi sæmir.
Hvernig er að klappa svíni er vönduð snertu-og-finndu-bók með flipum. Í henni eru fullt af dýrum sem hægt er að kynnast og klappa. Fjölbreytt áferð og líflegur þráður leiðir börnin áfram.
Sjötta ljóðabók höfundar. Gunnar yrkir hér í minningu barnabarnsins Gunnars Unnsteins Magnússonar sem lést aðeins fjögurra ára gamall.
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
Einlæg glíma við mannlega tilveru. Höfundur segir af alúð og auðmýkt frá djúpstæðri reynslu sem hann varð fyrir. Hann segir sögur um baráttu venjulegs fólks við afleiðingar áfalla og aðstæður sem enginn velur sér og bendir á hvernig styðja má fólk í erfiðum aðstæðum og styrkja tengsl.
Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.
Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta
Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar Magnússonar, ljóð, leikrit, skáldsögur og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil.
Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og er góður að hvetja vini sína áfram. Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV.
A Millennium of Perceptions – A Thousand Years of Myth, Mystery, and Imagination
Bókin varpar ljósi á hvernig Ísland og Grænland hafa verið túlkuð af umheiminum á liðnum öldum í máli og myndum, allt frá miðaldaritum til samtímafjölmiðla. Í bókinni er fjallað um hvernig þessi tvö lönd voru ýmist dásömuð eða fordæmd, sem ill eða góð og allt þar á milli.
skálduð ævisaga
Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum, svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni. Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum fullorðnu. Áhrifamikil og stórskemmt...
Í Innlyksa sameinast þrjár höfundaraddir í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.
Beint framhald af Bónorðunum tíu.
Spjallbók
Enn bregður höfundur á leik í nýrri spjallbók með örsögum, ljóðum og minningaleiftrum frá langri og viðburðaríkri ævi. Hann rabbar við lesendur í þeim stíl sem kallaður hefur verið causeries á útlensku jafnframt því að mæla fram gömul og ný ljóð.