Allar bækur

Síða 16 af 37

Hvalbak

Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Hve aumir og blindir þeir eru

Dionysius Piper á Íslandi 1740–1743

„Hinn 2. júlí var presturinn hér við altarisgöngu, en svo drukkinn var hann, að ömurlegt var á að horfa“. Þannig lýsti Herrnhútatrúboðinn Dionysius Piper kynnum af íslenskum presti. Bréf Pipers og önnur gögn, tengd veru hans á Íslandi, birtast í þessari bók, auk inngangstexta.

Hyldýpi

Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.

Iceland and Greenland

A Millennium of Perceptions – A Thousand Years of Myth, Mystery, and Imagination

Bókin varpar ljósi á hvernig Ísland og Grænland hafa verið túlkuð af umheiminum á liðnum öldum í máli og myndum, allt frá miðaldaritum til samtímafjölmiðla. Í bókinni er fjallað um hvernig þessi tvö lönd voru ýmist dásömuð eða fordæmd, sem ill eða góð og allt þar á milli.