Allar bækur

Síða 19 af 37

Kristján H. Magnússon

Listamaðurinn sem gleymdist

Kristján H. Magnússon var á meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar – en um hann hefur verið hljótt um áratugaskeið. Sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna íslenskri menningu; verðugur minnis­varði um ungan mann frá Ísafirði sem fór óvenjulegar leiðir til að ná af miklum metnaði hæstu hæðum í list sinni.

Kúnstpása

Heimsborgarinn Sóley er nýútskrifaður hljómsveitarstjóri á framabraut í Leipzig sem ætlaði alls ekki að flytja strax aftur heim til Íslands. En þegar heimsfaraldur geisar og öllum tónleikahúsum Evrópu er skellt í lás samþykkir hún að koma heim og reka bókabúð afa síns sumarlangt í heillandi smábæ á hjara veraldar.

Kvein gráhegrans

Það er steikjandi hiti í Norður-Devon á Englandi og ferðamenn flykkjast að ströndinni. Lögregluforinginn Matthew Venn er kallaður út á vettvang glæps í húsi listamanna úti í sveit. Þar blasir við honum sviðsett morð. Maður að nafni Nigel Yeo hefur verið stunginn til bana með broti úr glerlistaverki dóttur sinnar.

Kvíðakynslóðin

Geðheilsa barna og unglinga hefur versnað svo um munar. Tíðni þunglyndis, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvíga hefur aukist verulega á síðustu árum og í sumum tilvikum er um tvöföldun að ræða. Hvað veldur þessari þróun? Hér leitar félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt að ástæðunum á bakvið aukninguna. Djúpvitur, mikilvæg og heillandi metsölubók.

Kvöldsónatan

Ungur drengur fylgist með föður sínum hjálpa erlendum hjónum að flytja flygil inn í húsið beint á móti heimili hans í Suðurgötu árið 1949. Sá atburður á eftir að hafa mikil áhrif á framtíð hans. Frábærlega fléttuð og áhrifamikil skáldsaga um hæfileika og fórnfýsi, blekkingu og afhjúpun, sekt, heiðarleika – og óbærilegan söknuð.

Kötturinn Emil sem allir vildu eiga

Hjartnæm saga byggð á sönnum atburðum. Það var á köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára. Heimilisfólkið leitaði hans logandi ljósi en Emil fannst hvergi. Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni en vonin um að þau fengju að sjá hann aftur slokknaði aldrei.

Langt var róið og þungur sjór

Líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra

Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.

Lausaletur

Dularfullur faraldur herjar á heimsbyggðina og á prentsafninu hefur ekki sést gestur vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Innra með þeim bærast langanir og eftirsjá. Þau vita ekki að einmitt þennan dag stendur borgin á heljarþröm, né að innan stundar muni óvæntur gestur birtast í anddyrinu.

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.