Allar bækur

Síða 24 af 37

Móðurást: Sólmánuður

Einstakir töfrar leika um skáldaða frásögn höfundar af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er þriðja bókin í verðlaunaflokknum. Systurnar Oddný og Setselja eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það verður stúlku um megn er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.

Múmínálfar: Vinagisting

Fyrsta Múmínbókin mín

Ævintýri í trjáhýsi. Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir. Mun óvænt leiftur á næturhimninum verða til þess að gera vinagistinguna þeirra að ógleymanlegu ævintýri? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Myndlist á Íslandi

5. tölublað

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Mýrarljós

Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024. Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex.

Mýrin

Þessi sívinsæla bók Arnaldar Indriðasonar markaði tímamót þegar hún kom út árið 2000; fyrsta íslenska glæpasagan sem náði verulegri hylli heima og erlendis og hefur haldið gildi sínu alla tíð. Hér fæst lögregluþríeykið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg við erfitt sakamál sem teygir anga sína inn í myrka fortíð. Katrín Jakobsdóttir ritar eftirmála.

Njála hin skamma

Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir. Einnig fáanleg á ensku.

Núllkynslóðin

Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á. Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.

Nýtt líf

Darcy Gray er vinsæll áhrifavaldur, með meira en milljón fylgjendur á netinu. Hún er um fertugt, gift stórríkum verslunareiganda og býr á Manhattan í New York. Til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli ákveður Darcy að koma manni sínum á óvart og fljúga til Rómar þar sem hann er í viðskiptaerindum. En þar verður hún fyrir áfalli lífs síns.